Frétt

bb.is | 04.02.2005 | 16:17Hart deilt í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar um vegarkafla á Suðurtanga

Þessi mynd var tekin í september 2003 af vegarkaflanum sem um ræðir í fréttinni.
Þessi mynd var tekin í september 2003 af vegarkaflanum sem um ræðir í fréttinni.
Vegurinn frá Suðurgötu niður tangann að fyrirtækjunum neðst á Suðurtanga varð tilefni harðorðaðra bókana á milli bæjarfulltrúa og bæjarstjóra á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í gær. Bæjarfulltrúinn sakar bæinn um slóðaskap og bæjarstjórann um sinnu- og áhugaleysi eða að bæjarstjórinn hafi ekki stjórn á undirmönnum sínum. Bæjarstjórinn segir að reynt hafi verið að gera við veginn og að fullyrðingar um annað séu rangar en eflaust byggðar á misskilningi. Málið má segja að eigi sér upphaf þegar framkvæmdir hófust við nýbyggingu Byggðasafns Vestfjarða gegnt Sjóminjasafninu í Neðstakaupstað. Þá var vegurinn frá Áseirsgötu niður að smábátaslippnum færður til. Vegur þessi er ekki lagður bundnu slitlagi og hefur oft á tíðum verið í afar slæmu ásigkomulagi. Neðst á Suðurtanga eru starfandi þrjú iðnfyrirtæki, ofar á tanganum eru íbúðir og aðsetur Siglingaklúbbsins Sæfara og þarf því hópur fólks að fara um þennan veg daglega.

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í gær lagði Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra fram svohljóðandi bókun: „Undirritaður bæjarfulltrúi hefur á síðustu mánuðum rætt við bæjarstjóra um ástand vegarins frá Ásgeirsgötu niður á Suðurtanga og krafist þess að veginum yrði tafarlaust komið í sómasamlegt horf. Við þessari umkvörtun hafa engin viðbrögð orðið og enn í dag er þessi vegarkafli bæjarfélaginu til háborinnar skammar og nánast óökufær venjulegum bifreiðum. Á Suðurtanga eru mörg fyrirtæki og fjöldi bæjarbúa þarf að sækja þangað þjónustu. Það er algerlega óafsakanlegt af bæjarstjóra að hafa ekki brugðist við þessum umkvörtunum og sýnir annað hvort skilnings- og áhugaleysi hans fyrir því að bæta úr augljósu ófremdarástandi eða þá staðreynd að hann hefur ekki stjórn á sínum nánustu undirmönnum. Þess er hér með krafist að nú þegar verði fyrrnefndur vegarkafli lagfærður.“

Halldór Halldórsson bæjarstjóri lagði í kjölfarið fram svohljóðandi bókun: „Sama dag og bæjarfulltrúi Magnús Reynir ræddi við bæjarstjóra, um ástand vegarins niður á Suðurtanga, fól bæjarstjóri bæjartæknifræðingi að koma veginum í betra horf. Reyndar er bæjarstjóra kunnugt um ástand þessa bráðabirgðavegar og hefur oft þurft að láta laga veginn enda er hann lélegur. Bæjartæknifræðingur lét laga veginn með efni sem var tiltækt þegar frost var komið í jörðu. Hann taldi það duga meðan frost væri í jörðu, en það breyttist vegna hlákunnar að undanförnu. Það er mat bæjartæknifræðings að ekki sé forsvaranlegt vegna kostnaðar að endurnýja götuna heldur verði fyllt í holur og fylgst með ástandi. Áætlað er að leggja nýjan veg í sumar. Fullyrðingar bæjarfulltrúa F-lista, um að bæjarstjóri hafi ekki brugðist við umkvörtunum eru rangar, en eru eflaust byggðar á misskilningi.“

Magnús Reynir lagði að þessu loknu fram aðra bókun svohljóðandi: „Í bókun bæjarstjóra kemur fram að undirritaður hafi aðeins einu sinni kvartað undan ástandi fyrrnefnds vegarkafla. Hið rétta er að ég hef margsinnis kvartað og krafist úrbóta án þess að sýnilegur árangur hafi orðið. Ég furða mig á afstöðu bæjarstjóra, sem ætti að viðurkenna handvömm bæjarins og slóðaskap hvað þenna vegarkafla varðar, heldur en að verja slíkt ábyrgðarleysi gagnvart fólki og fyrirtækjum sem daglega þurfa að ferðast um þennan óafsakanlega vegarkafla.“

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli