Frétt

| 30.08.2001 | 14:03Fjórðungsþingið og þögnin

Litlar fréttir hafa borist af störfum og samþykktum 46. Fjórðungsþings Vestfirðinga, sem haldið var í Reykhólasveit sl. föstudag og laugardag. Í vikublaðinu Bæjarins besta sem út kom í gær, miðvikudag, eru alls engar fréttir af þingstörfum. Engar fréttir af þinginu hafa heldur birst hér á fréttavef Bæjarins besta. Ekki hefur orðið vart frétta af þinginu í dagblöðum landsins. Ríkisútvarpið virðist vera eini fjölmiðillinn sem hefur gert þinginu einhver skil.
Það er ekki óeðlilegt þótt lesendur Bæjarins besta geri athugasemdir við þetta og undrist þessa þögn. Eins lengi og elstu menn muna hafa vestfirsk fréttablöð gert störfum og ályktunum og baráttumálum Fjórðungsþings Vestfirðinga hverju sinni góð skil. Nú er því ekki undarlegt þótt spurt sé, hvort Bæjarins besta sé með þessari þögn hreinlega að hundsa þingið og láta í ljós einhverja vanþóknun á Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

Slíkum eðlilegum spurningum er óhjákvæmilegt að svara. Bæjarins besta hefði sannarlega viljað greina frá störfum Fjórðungsþings Vestfirðinga að þessu sinni eins og endranær. Eins lengi og elstu menn muna hefur gögnum Fjórðungsþings verið komið tafarlaust í hendur fjölmiðlafólks. Að minnsta kosti fjölmörg síðustu ár hafa allar ályktanir og samþykktir og önnur gögn þingsins verið fjölfölduð jafnóðum og þau hafa orðið til, þannig að fjölmiðlafólk og aðrir gætu notfært sér þau og unnið úr þeim.

„Fréttastofa“ Bæjarins besta er ekki sérlega fjölmenn og hefur ekki úr digrum sjóðum að spila. Algerlega óhugsandi var að „senda fréttamann“ til þess að sitja Fjórðungsþing Vestfirðinga í tvo daga í Reykhólasveit, nokkurra klukkutíma akstur frá Ísafirði. Sá maður hefði þá a.m.k. ekki gert mikið annað á meðan. Enda er nú komin til sögunnar tækni sem veldur því, að ekki er þörf á því að fara ríðandi í eigin persónu héraða á milli til þess að sækja skjöl. Meira að segja þarf ekki einu sinni að notfæra sér venjulega póstþjónustu í því skyni að nálgast skjöl, því að búið er að finna upp bæði faxtæki og netpóst. Nú er upplýsingaöld, eins og kallað er.

Bæjarins besta óskaði eftir því að fá gögn frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga sl. föstudag og laugardag send jafnóðum í netpósti þannig að hægt yrði að vinna úr þeim um helgina. Fyrirheit um slíkt stóðust ekki. Þrátt fyrir ítrekanir eru þau ekki komin enn. Efnisvinnslu í vikublaðið Bæjarins besta hverju sinni lýkur hins vegar að mestu á mánudögum.

Nú kann einhver að búast við því, að hægt sé að nálgast allt sem máli skiptir um Fjórðungsþing Vestfirðinga á heimasíðu Fjórðungssambands Vestfirðinga. Því skal nýjasta fréttin þar sem viðkemur Fjórðungsþingi Vestfirðinga birt hér í heild:

45. Fjórðungsþing Vestfirðinga verður haldið dagana 22.-24. september næstkomandi. Þingið verður í ár haldið í Súðavík, en þar hefur það aldrei áður verið haldið. Þingið mun að þessu sinni standa frá föstudegi til sunnudags til að koma í veg fyrir að afgreiðsla mála líði fyrir tímaskort. Dagskrá verður kynnt hér á vefnum næstu daga, en nánari upplýsingar fást á skrifstofu Fjórðungsambandsins í síma 450-3000. Fjórðungsþing er öllum opið á meðan húsrúm leyfir.

Til þess að girða fyrir misskilning vegna þessarar fréttar og koma í veg fyrir að vestfirskir sveitarstjórnarmenn flykkist í fýluferð til Súðavíkur dagana 22.-24. september næstkomandi skal þess getið, að fréttin varðar Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið var í Súðavík í fyrra.

Ofanritað ætti að skýra a.m.k. að einhverju leyti þögn Bæjarins besta um störf nýliðins Fjórðungsþings Vestfirðinga. Ekki skal hér lagður dómur á það, hvort best sé að láta störf Fjórðungsþings Vestfirðinga á Reykhólum liggja í þagnargildi. Til þess vantar gögn.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli