Frétt

| 30.08.2001 | 10:08Klám, kynlíf og tjáningarfrelsi

Eðlilega hefur orðið nokkur umræða um barnaklám að undanförnu. Upp hefur komist um barnaklámhring í Bandaríkjunum, sem teygði anga sína um allan heim. Fulltrúi frá norsku lögreglunni, sem er sérfræðingur í tölvuglæpum hélt námskeið um daginn fyrir íslenska lögreglumenn. Mikið var fjallað um barnaklám í fjölmiðlum. Tæpast mun nokkur heilvita maður mæla barnaklámi bót eða því yfirleitt að fullorðnir umgangist börn á kynferðislegan hátt. Krækjurnar frægu á síðum Bleiks og Blás, tímaritsins, sem leggur sig fram um að fjalla um kynlíf, urðu mikið umræðuefni og hneyksluðust margir. Svo fundust krækjur á Strik.is. Ef til vill gerir almenningur sér ekki grein fyrir því að vinsælasti einstaki efnisflokkurinn á Netinu mun víst vera klám í einni aða annarri mynd. Skýrt kom fram í umfjöllun Norðmannsins að eina leiðin í baráttunni væri að herða refsingar við notkun barnakláms. Lang stærstur meirihluti almennings hlýtur að vera reiðubúinn að ganga mjög langt í þeim efnum að hefta útbreiðslu þess ógeðfellda efnis, sem hægt er að nálgast á Netinu. Börn eiga skýlausan rétt á því að vera laus við það ofbeldi sem felst í framleiðslu þessa óviðfeldna efnis, en í þeim efnum er rétt að muna að allt sem tengist framleiðslunni hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera ólöglegt.

Meðan eftirspurnin er fyrir hendi verða alltaf til einhverjir til að anna henni. Hitt gleymist gjarnan í umræðunni að Netið er miðill sem er nær ómögulegt að hefta, nema einfaldlega að loka á veraldarnetið. Það vex svo ört að erfitt hefur reynst að stýra því hvað fer um þennan upplýsingaheim. Margir halda því fram að ekki megi hefta tjáningarfrelsið. Mikið er til í því, en hlýtur ekki jafnframt að verða að virða frelsi fólks og ætlast til þess að frelsi eins skaði ekki annan. Meðal þess er þrifist hefur vel á Netinu er klámið og alls konar mis gáfuleg umfjöllun um kynlíf í einni eða annarri mynd. En klám hefur verið nátengt kynlífi mannkyns svo lengi sem sögur greina. Kynlíf hefur eðli málsins samkvæmt fylgt mannkyninu alla tíð, annars værum við ekki hér. En tilraunir trúarleiðtoga og stjórnmálamanna til þess að hefta kynlíf og ástundun þess, umfram það sem framgangur mannkyns krefst, hafa ekki tekist.

Vart er við því að búast að stjórnvöldum og trúarstofnunum takist að halda aftur af forvitni fólks og hneigðum. Samkvæmt stjórnarskrám flestra vestrænna ríkja er fólki heimilt að haga lífi sínu að vild og er gefinn til þess nokkuð rúmur rammi. Nægir að minna á reykingar og áfengisnotkun, þótt ýmis dæmi megi færa fram um óhollustu þess. Velferðarríkin setja upp sjúkrahús til þess að taka við útslitnu reykingafólki og áfengisneytendum, sem gengið hafa sér til húðar. Reglur um að gera tóbak ósýnilegt í búðum koma ekki í veg fyrir reykingar. Reglur um bann við hinu illa skilgreinda klámi hafa ekki dugað. Það hefur flætt yfir heiminn síðustu árin. En það dregur engan undan þeirri ábyrgð að vernda börnin og rétt þeirra til heilbrigðs lífs. Partur af því er kynlíf fullorðinna, en þar á líka að draga mörkin.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli