Frétt

mbl.is | 02.02.2005 | 13:31Engar ákvarðanir teknar af hálfu ríkisins um málarekstur vegna olíusamráðs

Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að engar ákvarðanir hafi verið teknar af hálfu ríkisins varðandi hugsanlegan málarekstur á hendur olíufélögunum vegna samráðs við útboð ríkisstofnana á eldsneyti og olíuvörum. Geir sagði hins vegar mikilvægt að aðilar skoði sína réttarstöðu, og það muni fjármálaráðuneytið gera fyrir hönd ríkisins. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði fjármálaráðherra til hvaða aðgerða hefur ráðherra gripið til að tryggja hagsmuni ríkissjóðs vegna ólögmæts samráðs sem olíufélögin höfðu með sér í útboðum ríkisins og stofnana þess við kaup á olíuvörum og hvort hafinn væri undirbúningur að höfðun skaðabótamála vegna tjóns sem ríkið og stofnanir þess hafi orðið fyrir af völdum samráðs olíufélaganna. Nefndi Lúðvík útboð Vegagerðarinnar á árunum 1995-2001, útboð Landhelgisgæslunnar árið 1996, útboð dómsmálaráðuneytis sama ár vegna eldsneytis á lögreglubíla, útboð Landssímans árið 1998, útboð Íslandspósts, dómsmálaráðuneytis árið 1998 og lögreglunnar í Borgarnesi sama ár.

Geir sagði í svari sínu, að ekki væri komin endanleg niðurstaða í þessu máli. Þá sagðist hann ekki hafa farið nákvæmlega yfir niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem birt var á mánudag, en honum hefði þó sýnst að niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar væri eilítið önnur en kom fram í upphaflegri niðurstöðu samkeppnisráðs varðandi útboð nokkurra opinberra stofnana. Þannig hefði samráð olíufélaganna verið staðfest varðandi útboð Landhelgisgæslu og dómsmálaráðuneytis en ekki varðandi Vegagerðina, Íslandspóst og Landssímann. Geir ítrekaði, að um væri að ræða mikilvægt mál fyrir ríkið sem aðra sem hafi verið virkir á þessum eldsneytismarkaði.

Lúðvík, og flokksbræður hans, þeir Jón Gunnarsson, Mörður Árnason og Helgi Hjörvar, sögðu að hæglæti fjármálaráðherra í þessu máli væri undarlegt og sögðu mjög brýnt að ríkið undirbúi fyrir sitt leyti aðgerðir til að sækja það tjón, sem félögin hafi ljóslega valdið. Vísuðu þeir til þess að aðrir aðilar, svo sem Reykjavíkurborg, Alcan, LÍÚ og Neytendasamtökin hefðu þegar lýst því yfir að undirbúningur væri hafinn að slíkri lögsókn á hendur olíufélögunum. Þá spurði Lúðvík hvort ríkissjóður myndi styðja við bakið á Neytendasamtökunum og einstaklingum, sem vilji láta reyna á rétt sinn í málinu.

Geir sagðist ekki telja það til marks um hæglæti að það sé ekki búið að ákveða á miðvikudegi hvernig bregðast eigi við úrskurði sem kveðinn sé upp á mánudegi. Sagði Geir að ríkið hefði í þjónustu sinni hæfa lögfræðinga og menn myndu komast að niðurstöðu hvort ríkið eigi rétt að sækja. Geir sagði að málið væri margslungið varðandi ríkisvaldið. Þannig fengi ríkissjóður væntanlega þær sektir sem þarna kynni að þurfa að greiða. Þá sagðist Geir vilja vekja athygli á þeirri kenningu Samfylkingarinnar, sem komið hefði fram í umræðum á Alþingi á síðasta ári, að ríkið hefði í raun grætt á samráði olíufélaganna því olíugjald hefði verið hærra en ella vegna hærra olíuverðs. Sagði Geir, að þessi nýstárlega kenning hefði ekki verið nefnt í umræðunni í dag.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli