Frétt

Stakkur 5. tbl. 2005 | 02.02.2005 | 09:39Háskóli á villigötum?

Það má öllum ljóst vera að eitt af sóknarfærum Vestfirðinga úr þeirri stöðu að íbúum fækki og störfum sömuleiðis kann að vera fólgið í aukinni menntun íbúanna og jafnframt því að skapa færi á því að hún verði sótt innan fjórðungs. Ánægjulegt er að vita til þess að nemendum Menntaskólans á Ísafirði fjölgar og er það vel. Til þess liggja margar ástæður. Væntanlega er sú veigamesta að skólinn hefur á starfstíma sínum unnið sér nafn í hugum fólks. Hitt kann einnig að hafa áhrif að tækifæri ungs fólks til atvinnu og mikillar tekjuöflunar hafa minnkað á síðasta einum og hálfum áratug. Sjávarútvegur og fiskvinnsla kallar ekki á ungmenni með sama hætti og fyrr. Menntaskólinn er því góður kostur eins og góð menntun ávallt er. Margt hefur verið rætt um háskólanám á Vestfjörðum. Þeir sem vilja ganga lengst telja ekkert annað duga en Háskóla Vestfjarða. Sú hugmynd kann að reynast óhagkvæm og vart við því að búast að hún hljóti pólitískt brautargengi. Hún er á hinn bóginn í samræmi við þekktan stórhug Vestfirðinga.

Reyndar er mikil bjartsýni að ætla að sérstakur háskóli verði settur á stofn hér á Vestfjörðum. Til þess liggja margar ástæður. Ein þeirra er sú, að íbúar á Vestfjörðum eru of fáir og dreifðir til þess að réttlæta mikil fjárútlát úr ríkissjóði í þessu skyni. Samkeppni um skattfé almennings er mjög mikil og verður það áfram. Nægir að nefna önnur rök, þau að upp verða tekin skólagjöld í sameinuðum Tækniháskóla og Háskólanum í Reykjavík. Enn sem komið er virðast ekki líkur á því skólagjöld verði tekin upp í Háskóla Íslands. En nám í háskóla er kostnaðarsamt og þeim mun vaxa fylgi á næstu árum, sem telja eðlilegt að þeir sem njóti greiði meira úr eigin vasa. Í þessum efnum hafa gömul vígi látið undan í Þýskalandi, en Stjórnlagadómstóll ríkisins leyfði nýverið hérðasstjórnum, sem reka háskólana þar í landi, að heimta skólagjöld af nemendum sínum.

Auðvitað hljómar þetta eins og miklar úrtölur, en staðreyndin er sú, að háskóli á Vestfjörðum er ekki á dagskrá ríkisstjórnar og menntamálaráðherra. Því má svo við bæta að skóli á háskólastigi verður að ná ákveðinni stærð til þess að geta staðið undir kröfum um vísindalegt háskólanám. Það er enda markviss stefna ríkisstjórnar að sameina litla skóla í stærri, samanber Landbúnaðarháskólann, sem varð til úr Garðyrkjuskólanum í Hveragerði, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Landbúnaðarháskólinn á Hólum lifir þótt lítill sé, en hann heyrir einnig undir landbúnaðarráðuneytið. Forvitnilegt verður að fylgjast með framtíð hans.

Unnið hefur verið af skynsemi að því að efla kosti fjarnáms á háskólastigi á Ísafirði og í nýrri fjarskiptatækni felast ýmsir möguleikar til frekari eflingar. Netið er þar höfuðkosturinn og ber að stefna að því að nýta það til hins ýtrasta til eflingar fjarnáms bæði um fjarfundarbúnað og einnig til samskipta sem ekki krefjast viðbragða strax. Ef til vill er hinn óyfirstiganlegi hemill á stofnun háskóla hér, ekki eingöngu fámenni og dreif byggð, sem þýðir lítill upptökuhópur nemenda heldur hitt að nemendur vilja alla jafna stunda nám í þokkalega stórum háskóla og njóta kosta hans og geta átt samskipti í eigin persónu við aðra. Sá kostu er ekki í sjónmáli fremur en fé til háskóla. Svo einfalt er það.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli