Frétt

| 29.08.2001 | 17:29Forsjónin og samfellurnar í tilverunni

Dr. Ólína Þorvarðardóttir.
Dr. Ólína Þorvarðardóttir.
„Það er svolítið eins og forsjónin sé að draga mig hingað. Mér hefði ekki dottið í hug þegar ég fór héðan fyrir um tuttugu árum, allfegin með að vera komin með stúdentsprófið og laus við menntaskólann, að það væri eftir einhver óslitinn þráður sem myndi síðan toga mig hingað aftur. En svona eru nú tilviljanirnar stundum og forsjónin“, segir Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, í opnuviðtali í Bæjarins besta sem kom út í dag.
„Björn Teitsson var að segja mér frá því þegar hann tók við menntaskólanum á sínum tíma úr hendi Jóns Baldvins“, heldur Ólína áfram. „Þá kom hann hingað vestur. Þeir starfsbræður voru hér einir eitthvað að snúast og voru þá boðnir í mat til foreldra minna á Hrannargötuna í tilefni starfskiptanna. Núna, ríflega tveim áratugum síðar, var Björn gestur í matarboði hjá mér, þeirra erinda að afhenda mér lykla að skólanum. Þarna er einhver sérkennilega skemmtileg samfella.“

Á öðrum stað segir viðmælandi Ólínu:

– Það er ljóst að til þín eru gerðar miklar væntingar. Forveri þinn, Björn Teitsson, á að baki langan og farsælan feril. Mikið hefur verið byggt upp í hans skólameistaratíð. En þú hefur á þér annað yfirbragð. Margir telja heppilegt að skipta um embættismenn og stjórnendur öðru hverju, hversu góðir sem þeir annars eru, til þess að fá nýtt blóð og nýjar áherslur og hrista upp í starfinu. Baráttan framundan verður erfið – fólki fækkar, það er eins og allt sé að dragast saman og dragast upp hér vestra. Þegar það spurðist að þú hefðir sótt um starf skólameistara var eins og fólk hefði himin höndum tekið...

Og Ólína segir:

„Ég finn vel þær miklu væntingar sem þú vísar til, og kannski eru þær þyngsti bagginn að bera í þessu nýja starfi. Að sumu leyti eru þær kannski óraunhæfar, því vitanlega gerir ein manneskja engin kraftaverk andspænis byggðaröskun landsfjórðungs. Það er auk þess liðin sú tíð að menn geti sveiflað veldissprotum sem forstöðumenn opinberra stofnana.

Hins vegar er núna lag – náist góð liðsheild innan skólans – að sigla hraðan byr með nýjan skólameistara í brúnni. En ég vil taka það fram að Menntaskólinn á Ísafirði er vel haldinn eins og hann er í dag. Forveri minn, Björn Teitsson, hefur haldið farsællega um stjórnartaumana í rúmlega tvo áratugi og er nú að skila af sér allt öðrum og mun öflugri skóla en þeim sem hann sjálfur tók við árið sem ég útskrifaðist stúdent héðan. Ég er því að taka við góðu búi, eins og þeir segja alltaf um ríkisfjármálin. Það er mitt hlutverk að reka það áfram og fá það til að ávaxtast enn betur en verið hefur.“

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli