Frétt

| 29.08.2001 | 14:22Vestfjarðahringurinn – heilsárshringtenging allra byggðarlaga á Vestfjörðum

Vegurinn í Svalvogum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.
Vegurinn í Svalvogum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.
Samgöngunefnd Ísafjarðarbæjar mælir með því að öllum nýframkvæmdum í vegamálum á Vestfjörðum verði flýtt um tvö ár í ljósi aukinna krafna um bættar samgöngur. Einnig leggur nefndin til að Reykjafjörður í Djúpi verði þveraður. Hún vill að áætluðum framkvæmdum við veginn í Hestfirði verði frestað en þess í stað verði strax ráðist í þverun Mjóafjarðar. Nefndin vill að framkvæmdir við jarðgöng á leiðinni milli Dýrafjarðar og Barðastrandar hefjist innan þriggja ára en jarðgangagerð milli Engidals í Skutulsfirði og Álftafjarðar verði hafin eftir fimm ár.
Bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ skipuðu í vetur fimm manna nefnd til þess að gera úttekt á samgöngum við sveitarfélagið og gera tillögur til bæjarstjórnar í þeim efnum. Nefndin hlaut nafnið Samgöngunefnd Ísafjarðarbæjar og skipuðu hana Birna Lárusdóttir, formaður, Ari Sigurjónsson, Geir Sigurðsson, Ragnheiður Hákonardóttir og Sæmundur Kr. Þorvaldsson. Til grundvallar í starfi sínu lagði nefndin til grundvallar stefnumótun í vegamálum, sem samþykkt var á Fjórðungsþingi Vestfirðinga árið 1997. Nefndin kom saman í fyrsta sinn í marsmánuði og skilaði af sér skýrslu í síðustu viku. Nafn skýrslunnar er Hugmyndir í samgöngumálum / Samgöngur í lofti, á sjó og á landi.

Í inngangi skýrslunnar segir m.a.:

„... voru haldnir átta fundir í nefndinni, auk samráðsfundar með fulltrúum Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps og kynningarfundar með bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar. Farið var yfir stöðu mála í vegamálum, flugsamgöngum og hafnamálum og reynt að rýna inn í framtíðina í hverjum málaflokki fyrir sig. Mestum tíma var þó varið í umfjöllun um vegamál enda kjósa sífellt fleiri landleiðina til ferða og flutnings, ekki síst í kjölfar þeirra vegabóta sem orðið hafa á Vestfjörðum á undanförnum árum. Við vinnu sína hafði nefndin það að leiðarljósi að fyrir valinu yrðu þær leiðir sem styttu vegalengdina milli sveitarfélagsins og suðvesturhornsins mest í kílómetrum talið. Nefndin telur farsælt að tekið verði upp nýtt hugtak í vegasamgöngum á Vestfjörðum með því að vinna af kappi að heilsárshringtengingu um Vestfirði sem tengi saman allar byggðir fjórðungsins og kallist Vestfjarðahringurinn.“

Varðandi flugsamgöngur er niðurstaða nefndarinnar þessi:

„Nauðsynlegt er að tryggja greiðar flugsamgöngur við Ísafjarðarbæ til framtíðar þar sem lega sveitarfélagsins gerir það að verkum að samgöngur á landi munu aldrei koma að fullu í stað þessa skjótvirka ferðamáta sem flugið er. Aðstaða til sjúkraflugs vegur þar þungt auk þess sem mikilvægi flugs í uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu er óumdeilt. Brýnt er að búnaði til kvöld- og næturflugs við Ísafjarðarflugvöll verði komið upp hið fyrsta og að Þingeyrarflugvöllur verði þannig útbúinn að hann nýtist að fullu sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll.“

Í greinargerð varðandi úttekt á flugsamgöngum eru m.a. þessar athyglisverðu upplýsingar:

„Nefndin fól bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar að senda þrjár fyrirspurnir og kalla eftir upplýsingum sem varpað gætu skýrara ljósi á nýtingu Þingeyrarflugvallar sem varaflugvallar þar sem heimamönnum fyndist sem völlurinn væri ekki nýttur sem skyldi. Sú fyrsta var send Flugmálastjórn Íslands og var spurt hvort „sérstakar ástæður eða vandkvæði séu fyrir því að síður sé flogið á Þingeyrarflugvöll“. Önnur fyrirspurnin var send Flugfélagi Íslands og var hún á sömu lund. Sú þriðja var send Flugmálastjórn Ísafjarðarflugvelli og var óskað eftir upplýsingum um lokun Ísafjarðarflugvallar og Þingeyrarflugvallar vegna veðurs árið 2000 og það sem af væri 2001 og hvort báðir vellirnir hefðu verði lokaðir samtímis.

Skemmst er frá því að segja, að hvorki Flugmálastjórn Íslands né Flugfélag Íslands sáu ástæðu til að svara fyrirspurnunum, þrátt fyrir ítrekanir. Öðru máli gegndi um Flugmálastjórn Ísafjarðarflugvelli, en skýr og greinagóð svör bárust tafarlaust frá Guðbirni Charlessyni, umdæmis- og flugvallarstjóra ...“

Auk þeirra atriða í vegamálum, sem nefnd eru hér í upphafi, er það vilji Samgöngunefndar Ísafjarðarbæjar að rannsóknum og undirbúningi frekari framkvæmda á Óshlíðarvegi verði hraðað, svo og almennt að auknu fé verði varið til viðhalds vega.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli