Frétt

bb.is | 31.01.2005 | 10:40Hækkun raforkukostnaðar nemur 23-36% hjá hluta neytenda þrátt fyrir auknar niðurgreiðslur

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Ísafirði.
Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Ísafirði.
Hluti neytenda á Vestfjörðum þarf að sætta sig við 23-36% hækkun húshitunarkostnaðar ef tillögur iðnaðarráðherra ná óbreyttar fram að ganga. Þetta gerist þrátt fyrir auknar niðurgreiðslur þar sem þak á þeim verður lækkað. Það bitnar fyrst og fremst á eigendum stærri og eldri húsa. Stór hluti þeirra er eldra fólk. Erfitt og kostnaðarsamt er að bregðast við þessari hækkun með bættri einangrun húsa. Í umræðu utan dagskrár á Alþingi á dögunum um gildistöku og áhrif nýrra orkulaga tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra að niðurgreiðslur á raforku til húshitunar yrðu auknar um 135 milljónir króna til þess að koma í veg fyrir þær miklu hækkanir sem boðaðar höfðu verið með nýjum gjaldskrám orkufyrirtækja í kjölfar nýrra raforkulaga. Með þeirri aukningu á niðurgreiðslum sagði ráðherrann að hækkun á rafmagnskostnaði yrði ekki hærri en 5-8% í þéttbýli og mest um 10% í strjálbýli. Samtals nema því niðurgreiðslur á rafhitun um 1 milljarði króna.

Jafnframt tilkynnti ráðherrann að þak á niðurgreiddri hámarksnotkun yrði lækkað úr 50.000 kWh ári niður í 35.000 kWh á ári. Í máli ráðherra kom fram að sú breyting sparaði um 57 milljónir króna sem færu þá til aukinnar niðurgreiðslu hjá þeim sem undir umræddu þaki eru. Með öðrum orðum, 57 milljónir króna bætast á reikning þeirra sem nota þurfa mesta orku til að kynda hús sín.

En hverju skila þessar auknu niðurgreiðslur og breyting á þaki niðurgreiðslna til orkukaupenda í dreifbýli. Ætla má að þær 135 milljónir króna í auknar niðurgreiðslur skili neytendum um 1,30 kr/kWh þ.e. þær hækki úr 2,23 kr/kWh í 3,53 kr/kWh. Orkureikningur húseiganda í dreifbýli sem kaupir 5.000 kWh á ári til almennrar notkunar og 30.000 kWh til húshitunar verður um 8% hærri eftir að niðurgreiðslur eru auknar. Áður stefndi í að sá reikningur myndi hækka um ríflega 41%. Sá sem þarf 35.000 kWh á ári til þess að hita húsakynni sín fær í hendurnar 9,5% hærri orkureikning í stað rúmlega 45% hærri orkureikning. Orð iðnaðarráðherra standast því hvað þessa hópa varðar.

Þeir sem þurfa meiri raforku en 35.000 kWh á ári til þess að hita híbýli sín þurfa að sætta sig við meiri hækkanir. Sá sem þarf 40.000 kWh fær tæplega 24% hærri reikning og sá sem þarf 45.000 kWh á ári fær 36% hærri reikning. Áður stefndi í að þessir húseigendur þyrftu að greiða um 50% hærri orkureikning. Þessar tölur sýna að þrátt fyrir auknar niðurgreiðslur þarf nokkur hluti orkukaupenda í dreifbýli að sæta töluvert miklum hækkunum á raforkuverði til húshitunar eftir gildistöku hinna nýju raforkulaga sem ekki áttu að auka kostnað í raforkukerfinu.

Hækkun á þaki því sem verið hefur á niðurgreiðslum á raforku er gamalt baráttumál íbúa á svokölluðum köldum svæðum. Lengi var þak þetta í kringum 30.000 kWh á ári. Það þótti því mikið framfaraskref þegar það var hækkað í 50.000 kWh. Skýringin er sú að þeir sem eru í hærri kantinum er oft eldra fólk sem býr í gömlum húsum og einnig þeir sem búa í stórum húsum. Á undanförnum árum hefur töluvert átak verið gert til að bæta einangrun gamalla húsa. Oft á tíðum eru þær framkvæmdir mjög kostnaðarsamar og oft ekki á færi þeirra sem það mest þurfa. Í sumum tilfellum svarar slíkt einfaldlega ekki kostnaði.

Mörgum viðmælendum bb.is finnst þessi breyting á niðurgreiðsluþakinu mikil afturför. Iðnaðarráðherra sagði í umræðum á Alþingi að þakið kæmi í veg fyrir orkusóun. Flestum ber saman um að orkusóun sé ekki stórt vandamál. Lækkun á niðurgreiðsluþakinu sé ekki að skila ríkissjóði stórum upphæðum. Hún hafi hins vegar alvarlegar afleiðingar fyrir hluta orkukaupenda. Í þeim hópi séu oftar en ekki eldra fólk sem lítið eða ekkert hefur á milli handanna. Þessi breyting muni því ekki spara orku heldur aðeins veikja byggð á ákveðnum svæðum.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli