Frétt

Sigurjón Þórðarson | 29.01.2005 | 16:36Krabbameinið á Stöðvarfirði

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.

Kvótakerfið virðist vera að gera enn eitt strandhöggið í byggðir landsins. Nú er það Stöðvarfjörður sem verður illilega fyrir barðinu á vonlausu fiskveiðistjórnunarkerfi. Hér á heimasíðu minni má sjá línurit sem sýna svo að ekki verður um villst að kerfið hefur engu skilað. Bæði er aflinn nú helmingi minni en fyrir daga kerfisins og einnig er viðmiðunarstofn Hafrannsóknastofnunar minni en fyrir daga kerfisins.

Það er athyglisvert að renna í gegnum útgerðarsögu Stöðvarfjarðar á síðustu 10 árum. Árið 1995 slitnaði upp úr samstarfi Stöðfirðinga og Breiðdælinga um rekstur sjávarútvegsfyrirtækisins Gunnarstinds og í kjölfarið komst Stöðvarfjarðar-hluti fyrirtækisins í eigu hreppsins og fyrirtækja sem tengd eru Framsóknarflokknum, s.s. Olíufélagið hf. Essó. Á næstu árum eignaðist KEA fyrirtækið og það rann síðan inn í stórt sameinað sjávarútvegsfyrirtæki, Snæfell, árið 1997. Snæfell lenti í brasi með sinn rekstur og gekk þar ekki eftir sú kennisetning að sameinuð sjávarútvegsfyrirtæki væru öflugri og sterkari. Hið sameinaða fyrirtæki varð eins og fleiri sameinuð sjávarútvegsfyrirtæki einungis stærra og skuldugra en ekki batnaði reksturinn.

Snæfell sameinaðist fyrir um fjórum árum Samherja. Nú berast þær fréttir af sameinuðum Samherja að reksturinn gangi svo erfiðlega að ekki gangi lengur að vinna fisk á Stöðvarfirði.

Lokun landvinnslunnar á Stöðvarfirði er augljóst merki um slæmar afleiðingar kvótakerfisins sem er sem krabbamein á landsbyggðinni. Öllu lúmskari eru áhrifin sem kvótakerfið hefur haft í að draga allan þrótt úr Stöðvarfirði sem og öðrum sjávarbyggðum, þ.e. með því að koma í veg fyrir nýliðun í sjávarútvegi. Það hefur valdið stöðnun í atvinnugreininni, jafnvel í sjávarbyggðum þar sem mikill kvóti er skráður til hafnar.

Ósmekkleg viðbrögð sjávarútvegsráðherra

Þau voru vægast sagt ósmekkleg, ummæli sjávarútvegsráðherra Árna Mathiesen þegar fréttir bárust af því að Stöðfirðingar misstu atvinnuna og hefðu nánast enga von um að geta sótt björg í sjó vegna handónýts kvótakerfis.
Ráðherranum fannst þarna vera komið tilefni til þess að hrósa Samherja fyrir það hvernig þeir hefðu staðið að andlátsfrétt fyrirtækisins. Ég tel að ráðherrann eigi að biðjast afsökunar á orðum sínum og aflétta þeim höftum sem hann leggur á atvinnufrelsi Stöðfirðinga. Það myndi öllu breyta á Stöðvarfirði ef íbúar fengju einungis að nýta nálæg fiskimið.

Viðbrögð oddvita Samfylkingarinnar í kjördæminu, Kristjáns Möller , voru um margt sérstök en hann kokgleypti þá skýringu Samherja að gengisskráningunni væri að kenna um ástandið á Stöðvarfirði. Auðvitað veit Kristján að við kvótakerfið er að sakast en samt sem áður forðast hann eins og heitan eldinn að nefna þá staðreynd að kerfið er að kæfa byggðarlagið. Það er orðið löngu tímabært að Kristján Möller geri hreint fyrir sínum dyrum og segi af eða á hvort hann sé fylgjandi eða andvígur núverandi kvótakerfi.

Að lokum er rétt að taka skýrt fram að ekki ber einungis að kenna Samherjamönnum um lokun fiskvinnslunnar á Stöðvarfirði heldur einnig og miklu frekar þeim stjórnmálamönnum sem hafa búið til krabbameinið, s.s. Halldóri Ásgrímssyni sem er guðfaðir kvótakerfisins.

Vísasta leiðin til þess að skera æxlið í burtu er að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn en hann mun ganga hreint til verks.

Sigurjón Þórðarson, alþingismaður sigurjon.isbb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli