Frétt

bb.is | 27.01.2005 | 15:45Ekki gert ráð fyrir sjálfstæðum háskóla í hugmyndum starfshóps menntamálaráðherra

Frá fyrstu kennslustund í Háskóla Vestfjarða sem „stofnaður“ var á Ísafirði í sumar.
Frá fyrstu kennslustund í Háskóla Vestfjarða sem „stofnaður“ var á Ísafirði í sumar.
Í hugmyndum sem starfshópur menntamálaráðherra hefur kynnt að undanförnu verður ekki séð að gert sé ráð fyrir stofnun sjálfstæðs háskóla á Vestfjörðum. Þekkingarsetri Vestfjarða virðist ætlað að vera nokkurs konar tengiliður við aðra háskóla og sinna því að sumu leyti hliðstæðu hlutverki og Fræðslumiðstöð Vestfjarða sinnir í dag. Í hugmyndunum er gert ráð fyrir ráðningu eins starfsmanns. Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum og því geta hugmyndir hans átt eftir að breytast. Hugsanleg stofnun háskóla á Vestfjörðum komst heldur betur í sviðsljósið í síðustu viku þegar Ólína Þorvarðardóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði ritaði grein á bb.is þar sem hún gerði athugasemdir við undirbúning málsins og þær tillögur sem verkefnisstjóri starfshóps menntamálaráðherra kynnti fyrir stjórn Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og fleirum á dögunum.

Í grein sinni líkir Ólína afrakstri undirbúningsvinnunnar við niðurlægingu og segir að í tillögum starfshópsins sé byrjað á vitlausum enda. Þar sé gert ráð fyrir að þekkingarumhverfið og rannsóknarstarfið eigi að koma fyrst og svo megi athuga með kennsluþáttinn síðar. Hún telur hinsvegar hæpið að það þekkingarsamfélag sem hér er þegar til staðar þróist frekar „nema til komi hinn nærandi þáttur háskólakennslunnar, þ.e. hinnar staðbundnu háskólakennslu sem heimamenn hafa svo ákaft kallað eftir“ eins og segir orðrétt í grein Ólínu.

Starfshópurinn hefur svarað Ólínu í grein á bb.is þar sem hún er sögð draga ótímabærar ályktanir af þeim hugmyndum sem kynntar voru stjórn Fræðslumiðstöðvar. En hverjar voru raunverulega þær tillögur sem kynntar voru stjórn Fræðslumiðstöðvarinnar. Í upphafi greinargerðarinnar segir: „Þekkingarsetur er samstarfsvettvangur um háskólamenntun, símenntun og rannsóknir. Aðild að þekkingarsetrinu munu eiga háskólar sem munu bjóða þar fjarnám og staðbundið nám, Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem mun sinna símenntun og þjónustu vegna háskólanáms og rannsóknar- og þjónustustofnanir“.

Eins og fram hefur komið mun aðild Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða að hinu væntanlega Þekkingarsetri vera skilyrðum háð. Þá virðist ljóst af þessum upphafsorðum að Þekkingarsetrinu er ekki ætlað að starfa sem sjálfstæð háskólastofnun heldur vera samstarfsvettvangur þar sem aðrir háskólar í landinu bjóða kennslu sína. Sú ætlan er undirstrikuð í næstu setningu. Þar segir: „Gert er ráð fyrir að Þekkingarsetur Vestfjarða verði sjálfstæð eining sem gerir samstarfssamninga við háskólastofnanir innan lands sem utan sem stuðla að auknu námsframboði á Vestfjörðum og stuðlar að rannsóknum sem byggja á sérstöðu Vestfjarða.“

Í upptalningu um hlutverk Þekkingarseturs Vestfjarða í hugmyndum starfshópsins er þetta tengiliðahlutverk undirstrikað. Þar segir m.a.: „Að vera tengiliður Vestfirðinga við háskóla og rannsóknarstofnanir innan lands sem utan. Að stuðla að auknu framboði af háskólanámi á svæðinu. Að stuðla að því að háskólar veiti góða þjónustu í formi fjarkennslu og staðbundinnar kennslu til og frá Ísafirði. Að stuðla að samvinnu rannsóknarstofnana um rannsóknir á Vestfjörðum sem nýta sér sérstöðu svæðisins.“

Þegar nefnd eru helstu verkefni væntanlegs Þekkingarseturs er m.a. nefnt: „Hafa frumkvæði að rannsóknarverkefnum á Vestfjörðum og samstarfi háskóla- og rannsóknastofnana þar um. Hafa milligöngu um öflun styrkja og fjármögnun rannsóknar- og nýsköpunarverkefna. Gera samstarfssamninga við háskóla um þjónustu við nemendur á Vestfjörðum. Hafa milligöngu um samstarf þeirra aðila sem starfa á Vestfjörðum og búa yfir sérþekkingu sem nýst getur háskólastofnunum innan lands sem utan. Gera samning við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um að sjá um þjónustu við háskólanema.“

Í hugmyndum starfshópsins er sagt að aðild að Þekkingarsetrinu geti hlotið „stofnanir, félög og fyrirtæki sem í rekstri sínum fást við rannsóknir, fræðslu, þróunarstarf og annað sem lýtur að meðhöndlun þekkingar á einn eða annan hátt“ og meðal þeirra sem lýst hafa vilja til að standa að stofnun þekkingarsetursins eru nefndir Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Kennaraháskóli Íslands. Þá er nefnt að aðrar háskólastofnanir geti orðið stofnaðilar með samstarfssamningi sem gerður verði fyrir stofnun Þekkingarseturs Vestfjarða.

Þá er í hugmyndum starfshópsins nefnt að laun framkvæmdastjóra verði áætluð 6 milljónir króna, samstarfssamningur vegna þjónustu Fræðslumiðstöðvar verði 10 milljónir króna og í markmiðssetningu og sérverkefni eru áætlaðar 4 milljónir króna.

Af þessari upptalningu úr hugmyndum starfshóps menntamálaráðherra er augljóst að ekki eru uppi hugmyndir um stofnun sjálfstæðs háskóla á Vestfjörðum eins og hefur verið draumur margra. Slíkir háskólar eru nú níu talsins á landinu. Utan Reykjavíkur eru sjálfstæðir háskólar á Bifröst, Hvanneyri, Hólum og á Akureyri. Þekkingarsetrinu virðist ætlað að vera nokkurskonar umboðsaðili eða tengiliður við aðra starfandi háskóla í landinu sem koma vilja að stofnun setursins. Þá er erfitt fyrir leikmann að sjá í raun hver raunverulegur munur á að vera á starfsemi væntanlegs Þekkingarseturs og núverandi starfsemi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Þróunarseturs Vestfjarða.

Eins og áður sagði eru starfandi níu háskólar á Íslandi og þeir keppa um hylli nemenda. Þar er mikil samkeppni í gangi. Aðild sumra þeirra að starfi fyrirhugaðs Þekkingarseturs Vestfjarða skapar ýmsar spurningar í hugum þeirra sem stofna vilja sjálfstæðan háskóla á Vestfjörðum. Þar benda ýmsir á yfirlýsingu Ólafs Proppé rektors Kennaraháskóla Íslands fyrir rúmu einu ári síðan í framhaldi af tillögu nokkurra þingmanna um stofnun háskóla á Vestfjörðum. Þá sagði Ólafur í fjölmiðlum að það væri hrein fásinna að stofna háskóla á Vestfjörðum. Slík stofnun væri dauðadæmd í svo litlu samfélagi. Í fréttatilkynningu menntamálaráðuneytisins sem birt var þegar starfshópurinn var skipaður er heldur ekki gert ráð fyrir sjálfstæðri háskólakennslu því í tilkynningunni segir m.a.: „ Gengið er út frá því að allt nám í boði verði á ábyrgð viðurkenndra háskóla og að þeir eigi jafnframt beina aðild að stjórn þekkingarsetursins.“

Gangi núverandi hugmyndir starfshópsins eftir verður því bið á því að stofnaður verði háskóli á Vestfjörðum eins og hefur verið draumur margra. Má þar nefna þann gjörning þegar ungt fólk „stofnaði“ Háskóla Vestfjarða í sumar á Silfurtorgi. Í yfirlýsingu sem þá var samþykkt sagði m.a.: „Háskóli Vestfjarða mun taka til starfa innan skamms því íbúar fjórðungsins hafa sýnt kjark með því að lýsa hugmyndinni og hafa uppskorið stuðning úr mörgum áttum. Stofnunin verður til heilla fyrir land og lýð enda munu Vestfirðingar hlúa vel að óskabarni sínu og stýra af metnaði.“

Rétt er að ítreka að starfshópur menntamálaráðherra hefur ekki lokið störfum. Því geta hugmyndir hópsins sem hér hafa verið kynntar átt eftir að taka breytingum.

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli