Frétt

| 28.08.2001 | 16:14Enn gýs Strokkur

Hvaða endaleysa er þetta eiginlega með kvótakerfið? Er ekki búið að ákveða þetta fyrir löngu? Spyrja margir. Með reglulegu millibili skýtur umræðunni um kvótakerfið upp eins og gosi í Strokki, en hjaðnar jafnskjótt aftur, og með jafnmikilli vissu má gera ráð fyrir að svo haldi áfram. Það er vegna þess að undir viðkvæmu yfirborðinu kraumar óánægja fólks sem hefur skilið að kvótakerfið er “mesta samfélagslega ógæfuverk sem framið hefur verið í sögu þjóðarinnar.? Eins og Magnús Jónsson veðurstofustjóri sagði í stórmerkri grein í Morgunblaðinu í júní í sumar. Þeirri grein hefur ekki verið hnekkt, enda skrifuð bæði af djúphyggð og skörungsskap. En það hefur verið reynt að þegja hana í hel. Það skal ekki takast.
En hvað hefur verið að gerast neðan yfirborðsins? Hvað veldur þessum sífelldu gosum í þingmönnum, smábátasjómönnum, veðurstofustjóra eða öðrum sem ná að sprengja sér leið gegnum þögnina sem forysta útvegsmanna, kvótagreifarnir, og forystumenn í Sjálfstæðisflokknum og í fjármálastofnunum hafa umlukið alla umræðu um sjávarútveg. Það er sú staðreynd að stór hluti almennings sér og skilur að kvótakerfið er óréttlátt og ósanngjarnt. Þegar þögnin dugar ekki til sveipa bandamenn kvótans upp þokuslæðum með leigupennum sínum eða dýrum auglýsingaherferðum, því hagsmunirnir eru miklir og miklu hægt að kosta til, að verja “kvótagreifanna besta fiskveiðistjórnunarkerfi?. Samt hefur þeim ekki tekist að telja almenningi trú um að allt sé með felldu.

Í sumar fengu þeir svo rassskell sem hefði átt að duga. Það kom í ljós, að yfirlýstur aðaltilgangur kvótakerfisins hafði gersamlega klikkað. Nefnilega að vernda fiskistofnana við landið. Slíkt reiðarslag dugði þó ekki til að hrófla við kerfinu. Þótt einni aðalstoðinni væri kippt undan byggingunni, létu menn eins og ekkert væri. Maður hefði haldið að í fjölmiðlum og innan stjórnmálaflokkanna færi af stað alvarleg umræða um málið. En, nei. Þeir birtust allir í viðtölum í Mogganum og annarsstaðar og sögðu bara að þetta væri ekkert að marka!! Og svo tók þögnin við. Þannig var nú frammistaða þeirra sem eiga að sinna hagsmunum almennings.

Síðan hefur gengið á með smágosum. Smábátasjómenn og þingmenn með hjartað á réttum stað eins og okkar ágæti guðsmaður Karl V. Matthíasson hafa reynt að skapa umræðugrundvöll. Og nú fékk Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir vestan málið, búinn að mala eins og dáleiddur köttur síðustu mánuði um að allt myndi falla í ljúfa löð fyrr en síðar. Það var eins og hann og fleiri áttuðu sig ekki á að með því að setja smábátana alla í kvóta væri verið að sökkva síðasta frjálsa fiskimanninum í landinu. Loka kerfinu að eilífu. Gefa kvótagreifunum öll fiskveiðiréttindi við landið. En fyrst hann er vaknaður er kannski von á fleirum. Össur greip á pólitíska flugu og bauð upp á samstarf. Við eigum eftir að sjá það gerast. Á meðan gerist það innan nokkurra daga að smábátar verða innlimaðir í spilltasta fjárhættuspil sem sett hefur verið af stað hér á landi. Í því spili eru það eigendur spilavítisins sem fá allan gróðann eins og allir vita. Og það er ekki íslenska þjóðin.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli