Frétt

Stakkur 4. tbl. 2005 | 26.01.2005 | 09:55,,Stakk verður að sníða eftir vexti”

Ómögulegt er annað en að vera sammála þessari fullyrðingu bæjarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra, Magnúsar Reynis Guðmundssonar. Ný fjárhagsáætlun (2005) Ísafjarðarbæjar er uppspretta ummæla Magnúsar Reynis, er bendir á einföld sanninndi: ,,Viðvarandi taprekstur Ísafjarðarbæjar er tilræði við byggðina”. Þetta kemur fram í síðasta tölublaði Bæjarins besta. Þar má einnig lesa að stærstur hluti fjármuna af sölu Orkubúsins fór til greiðslu skulda Ísafjarðarbæjar. Langtímaskuldir lækkuðu samkvæmt því um 600 milljónir króna á raunvirði frá upphafi árs 2001 til ársloka 2004. Ætlað er að við nýliðin áramót hafi verið eftir 470 milljónir af 1.430 milljón króna hlut bæjarins af söluverði Orkubúsins. Einfaldur frádráttur sýnir að 960 milljónum hefur verið ráðstafað, nærri þúsund milljónum króna, einum milljarði og að tæpur hálfur sé eftir.

Í þessu sama 3. tölublaði BB 2005, kvartar bæjarstjórinn, Halldór Halldórsson, undan því hve rekstur sveitarfélaga sé þungur og bendir á að handbært fé frá rekstri sé áætlað 45 milljónir króna á fjárhagsáætlun. Skýringar eru launahækkanir. Þeim verði mætt með hækkun á gjaldskrám og fækkun sjö stöðugilda. Öllum er ljóst að laun kennara, bæði í grunnskólum og leikskólum hækkuðu umtalsvert. Enginn getur gengið að því gruflandi að áhrifin hljóta að verða niðurskurður. Frá því sjónarmiði er tillaga Magnúsar Reynis þess efnis að fækka stöðugildum á vegum Ísafjarðarbæjar um 30 á næstu tveimur árum, skynsamleg. Sama verður sagt um útboð reksturs skíðasvæðisins í Tungudal.

Sjálfsagt verða margir reiðir og æstir yfir því að bæjarfulltrúinn Magnús Reynir Guðmundsson sé svona harður í afstöðu sinni. En því má ekki gleyma að megin hlutverk kjörinna bæjarfulltrúa er að sjá til þess að sveitarfélagið þeirra verði rekið innan ramma sem tekjur þess leyfa. Flóknara er það ekki. Þarfirnar eru margar, bæði raunverulegar og ímyndaðar. Án peninga verður ekkert gert og ljóst að stefnir í óefni að óbreyttu. Ábyrgð bæjarfulltrúa er mikil. Fyrst og fremst verða þeir að horfast í augu við staðreyndir og leggja þær umbúðalaust á borð fyrir íbúa sveitarfélagsins, í þessu tilviki Ísafjarðarbæjar.

Stærstur hluti Ísafjarðarbæjar af andvirði Orkubúsins fór til greiðslu skulda. En áhrifin eru þau að sögn, að 50 milljónir króna sparast í vaxtagreiðslum árlega. Sá hluti sem þegar hefur verið ráðstafað umfram það fór til löngu tímabærra fjárfestinga. Hverra er spurt? Meirihluti bæjarstjórnar leggur til hækkanir á gjaldskrám. Magnús snýst gegn þeim. Ljóst er að fara verður að bil beggja. Skattfé fer til þjónustu. Löngu er tímabært að velta því upp hver eigi að vera hlutur samfélagsins og hver notanda þjónustunnar þegar sveitarfélög veita hana. Hve mikla þjónustu eiga sveitarfélög að veita? Spurningin verður áleitin þegar til þess er litið að fram kom í tillögu Magnúsar Reynis fyrir tæpum hálfum mánuði, að handbært fé Ísafjarðarbæjar og stofnana hans mun hafa minnkað úr 1016 milljónum króna í árslok 2002 í 203 milljónir króna í lok þessa árs. Ekki hafa sést mótmæli við þessari fullyrðingu af hálfu meirihlutans.

Ekki blæs byrlega fyrir Ísafjarðarbæ. Fulltrúum í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ber að taka höndum saman þvert á flokkslínur, jafnt í meirihluta og minnihluta, vinda ofan af þessu óheilladæmi, leggja spilin á borðið og upplýsa íbúa um fjárhagsástand. Ella er um tilræði við byggðina að ræða og stakkurinn of stór. Skýrara getur það ekki verið.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli