Frétt

bb.is | 25.01.2005 | 11:10„Þingmenn verða að vinda sér í að leysa það vandamál sem upp er komið“

Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður.
Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður.
Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segist ekki trúa öðru en að Valgerður Sverrisdóttir kunngeri í umræðum á Alþingi tillögur til að sporna við mikilli hækkun á húshitunarkostnaði á landsbyggðinni. Þingmenn verði að vinda sér í að leysa það vandamál sem upp er komið. Eins og fram hefur komið í fréttum kynnti Orkubú Vestfjarða nýja gjaldskrá sína í síðustu viku og hækkar raforkukostnaður heimila í dreifbýli um allt að 40-50% eða um 60-70 þúsund krónur á heimili. Einar segir málið hafa verið rætt í stjórnarflokkunum undanfarna daga og það sé óhjákvæmilegt að við því vandamáli sem upp er komið verði brugðist.

„Undanfarin ár höfum við náð ágætum árangri við lækkun húshitunarkostnaðar sem meðal annars hefur leitt til þess að þetta mál, sem var mál málanna á stjórnmálafundum þegar ég var að hefja minn pólitíska feril á árunum upp úr 1990, hefur varla verið til umræðu á liðnum árum. Nú gerist það hins vegar að þessum árangri er á einni nóttu stefnt upp í loft og við það verður ekki unað. Það var ekkert sem gaf okkur sem stóðum utan iðnaðarnefndar tilefni til að ætla að þetta yrði niðurstaða málsins og ég veit að svo var einnig um þá er sátu í iðnaðarnefnd. Það er hins vegar svo að verið er að gera gjörbreytingar á raforkukerfinu og hverfa frá möguleikunum á því að jafna orkukostnað innan kerfisins. Afleiðingarnar eru ljósar. Því verða stjórnmálamenn að bregðast við og ég bendi á að til eru 900 milljónir á fjárlögum sem ætlaðar eru til jöfnunar á raforkukostnaði til húshitunar. Dugi sú upphæð ekki verður einfaldlega að bæta við hana þannig að tryggt verði að þessi ósköp dynji ekki yfir“, segir Einar Kristinn.

Sem kunnugt er var það margrætt innan þings og utan að helstu áhrif þessara skipulagsbreytinga yrðu á verðlagi raforku á höfuðborgarsvæðinu. Nú þegar niðurstaða málins virðist allt önnur en spáð var í upphafi vaknar sú spurning hvort það bendi ekki til þess að mál séu að fara í gegnum umræðu og afgreiðslu án þess að vera fullbúin. Í það minnsta virðast alþingismenn á stundum ekki gera sér grein fyrir afleiðingum einstakra lagasetninga. Einar segir alltaf mega deila um hvort tími til undirbúnings mála á Alþingi sé nægur.

„Þetta frumvarp átti sér nokkur aðdraganda. Sett var á fót 18 manna nefnd til þess að útfæra málið frekar. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka komu að málinu svo og ýmsir hagsmunaaðilar. Það var þokkaleg sátt um niðurstöðu málsins og eina andstaðan kom frá fulltrúum orkufyrirtækja á þéttbýlissvæðum suðvestanlands sem töldu að þessi skipulagsbreyting myndi leggja auknar byrðar á þau fyrirtæki til þess að halda niðri húshitunarkostnaði á landsbyggðinni. Við getum deilt um það hversu langan tíma við ætlum í svona miklar skipulagsbreytingar. Þessar breytingar hafa hins vegar leitt í ljós hluti sem við sáum ekki fyrir og við því verða menn að bregðast. Þetta er mál af því tagi sem stjórnmálamenn eru að fást við alla daga og aðalmálið er að menn vindi sér í að leysa það.“

Einar Kristinn segist ekki treysta sér til þess að tímasetja það hvenær málið verði leyst. „Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra mun flytja á þingi á fimmtudag skýrslu um málið og ég trúi ekki öðru en að í þeim umræðum verði kunngerðar tillögur í málinu. Það sjá allir að þetta getur ekki gengið. Við getum ekki unað því að verðhækkanir upp á kannski 45% nái fram að ganga. Það eru aðilar sem eru að fá verðlækkanir, sérstaklega atvinnufyrirtækin. Það er auðvitað ávinningur sem má ekki gleyma, en það breytir því ekki að lækkun húshitunarkostnaðar er gamalt baráttumál okkar margra og við getum ekki látið ávinning af margra ára vinnu okkar í þeim efnum þurrkast út á einni nóttu út af einhverjum skipulagsbreytingum sem dúkka upp vegna Brussel-tilskipana“, segir Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli