Frétt

| 28.08.2001 | 13:39Haraldur komst á tind Elbrus

Haraldur Örn Ólafsson náði tindi Elbrus, hæsta fjalls Evrópu, klukkan 16:30 að staðartíma í gær, mánudag. Haraldur Örn lagði á fjallið klukkan hálfsjö á mánudagsmorguninn úr efstu búðum. Þaðan eru 1900 metrar upp á fjallið. Mbl.is greindi frá.
Yfirleitt leggja fjallgöngumenn á fjallið um miðnætti, en Haraldur varð að bíða af sér þrumuveður. „Mér leist ekki á veðrið um nóttina og beið því. Undir morgunn var bjartviðri og ég lagði þá á fjallið. Það var þó talsverður vindur og frost,? sagði Haraldur Örn í samtali við bakvarðasveitina í morgun, þriðjudag, að því er fram kemur á heimasíðu leiðangurs hans á Netinu.

Elbrus er í Kákásusfjöllum, syðst í Rússlandi skammt frá landamærunum að Georgíu. Það er 5,642 metra hátt. Þegar Haraldur Örn var kominn í tæplega fimm þúsund metra hæð, hitti hann 26 ára gamlan rússneskan kennara frá Moskvu. Haraldi fannst Rússinn helst til vanbúinn en þeir bundu trúss sitt saman og héldu áfram áleiðis á tindinn. Skömmu síðar hittu þeir hóp fjallgöngumanna á niðurleið, sem höfðu orðið að láta í minni pokann fyrir fjallinu vegna hvassviðris.

Haraldur og Rússinn héldu þó áfram göngu sinni og kom í ljós að þeir voru einir á fjallinu. Jökulhettan á fjallinu getur verið erfið yfirferðar, sérstaklega í hvassvirði eins og fjallamennirnir höfðu fengið að reyna. Það var heiðskírt á fjallinu, en lágskýjað og hvassir vindar blésu frá Svartahafi. Klukkan hálfimm að staðartíma stóðu þeir loks á tindi Elbrus í 5,642 metra hæð. „Það var tignarleg sjón í heiðríkjunni á tindi Elbrus. Kákásusfjallgarðurinn blasti við í allri sinni dýrð og dulúð yfir þokuslæðunni sem sveipaði um sig í dölum milli fjallanna,? sagði Haraldur Örn.

Fljótlega skall á myrkur og niðurgangan var erfið en gekk vel. Þegar þeir komu í efstu búðir í tæplega fjögur þúsund metra hæð var þar ung bandarísk kona með háfjallaveiki. Það var brýnt að koma henni neðar og undir læknishendur. Haraldur tók hana með sér niður fjallið. Það var komið fram á miðja nótt þegar komið var að kláfum efst í Baksan-dal og ræsa varð umsjónarmenn til þess að komast til byggða. Það gekk að óskum og þau komust til bæjarins Cheget þar sem konan komst undir læknishendur.

Haraldur Örn hafði orðið að snúa frá Elbrus-tindi um helgina í aðeins 240 metra fjarlægð vegna veikinda, en Ingvar Þórisson dagskrárgerðarmaður náði þá tindinum. „Það var sárt að þurfa frá að hverfa svo stutt á tindinum en ég var orðinn illa haldinn, hafði lagt mikið á mig – tekið á öllu sem ég átti og raunar meira til,? sagði Haraldur Örn í samtali við bakvarðasveitina.

Næsta viðfangsefni Haraldar Arnar er að ganga á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Hann hefur lagt tvo tinda af sjö hæstu fjöllum heimsálfanna; Denali í N-Ameríku og Elbrus í Evrópu. Sextán ára gamall kleif Haraldur Örn Mt. Blanc í Ölpunum sem lengi var talið hæsta fjall Evrópu en eftir fall Sovétríkjanna tók Elbrus þann sess.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli