Frétt

bb.is | 24.01.2005 | 15:04„Kostnaður mun hækka um einhverja hundraðkalla“

Valgerður Sverrisdóttir.
Valgerður Sverrisdóttir.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í umræðum á Alþingi fyrir áramót að hún væri alltaf jafn hamingjusöm með nýju raforkulög og að þau myndu tryggja meiri jöfnun í raforkukerfinu og að raforkukostnaður myndi hækka örlítið á sumum svæðum en það teldist „í einhverjum hundraðköllum“. Ekki hefur náðst samband við starfandi iðnaðarráðherra vegna málsins. Eins og fram hefur komið í fréttum mun raforkuverð hækka nokkuð á Vestfjörðum í kjölfar gildistöku nýrra raforkulaga. Þrátt fyrir að Orkubú Vestfjarða bjóði neytendum lægsta raforkuverð á landinu mun rafmagn til almennrar notkunar og húshitunar hækka nokkuð hjá heimilum á Vestfjörðum. Mest verður hækkunin í dreifbýli eða um rúm 40%.

Þegar frumvarp til nýrra raforkulaga var til umræðu á Alþingi fyrir áramót voru áhrif hinna nýju laga á raforkuverð rædd og töldu ýmsir þingmenn ástæðu til þess að óttast afleiðingar hinna nýju laga og töldu að rétt hefði verið að fá undanþágu frá þeirri tilskipun Evrópusambandsins sem kallaði á hina nýju lagasetningu. Í umræðum um það mál sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra m.a.: „Hvað varðar það að fá undanþágu frá þessari tilskipun var það reynt áður en fulltrúar borgarinnar fóru að velta þeim hlutum fyrir sér. Reynt hafði verið af hálfu ráðuneytisins að fá undanþágu. Svörin voru þau að ef það væri miklum erfiðleikum undirorpið að innleiða þessa tilskipun væri hægt að hugsa sér að skoða það frekar. Niðurstaða Orkustofnunar á þeim tíma varð að ekki væri um það að ræða og ég er alveg sammála henni. Þótt þetta sé mikil vinna er þetta ekki einhver óvinnandi vegur. Í rauninni finnst mér hafa verið skemmtilegt að fást við þetta mál og ég er alltaf jafnsannfærð um að það eigi fullan rétt á sér og það verði til þess að bæta raforkukerfi okkar. Nú verða hlutirnir miklu meira uppi á borðinu. Við aðgreinum rekstrarþætti og ég leyfi mér að segja að mjög margt í þessu kerfi hefur verið dálítið ósýnilegt og kannski ekki alveg skilvirkt fram til þessa. Það er heldur ekkert launungarmál að það voru ekkert óskaplega margir aðdáendur frumvarpsins hér á landi þegar það kom fyrst fram. Það er eiginlega alveg stórmerkilegt að það skuli þó hafa náð að verða að lögum og vera komið á þann stað í stjórnsýslunni sem raun ber vitni. Ég er þó alltaf jafn hamingjusöm með frumvarpið og lögin og ég held að það hljóti að segja sína sögu.“

Álfheiði Ingadóttur varaþingmanni Vinstri-Grænna var ekki jafn skemmt og hún sagði m.a.: „Ég hlýt að gera smá athugasemd við orð ráðherrans um að þetta hafi verið mikil og skemmtileg vinna. Ég vil vekja athygli hæstvirts ráðherra á því að þessum aðgerðum hefur líka fylgt gríðarlega mikill kostnaður. Það er ekki aðeins eftirlitskerfið sem á eftir að kosta nokkuð mikið, mismikið eftir því við hvern maður talar. Einnig ber að hafa í huga að arðsemiskrafan er innbyggð í flutningskerfið og nú eru kröfur um hækkun hennar frá vinaklúbbi ríkisstjórnarinnar, Verslunarráðinu. Loks er fyrirhuguð skattlagning á orkufyrirtækin sem mun að sjálfsögðu líka leiða til meiri kostnaðar. Ég vil spyrja hæstvirtan ráherra: Telur hún að þessar aðgerðir muni leiða til hækkunar eða lækkunar á raforkuverði til neytenda í landinu, og þá kannski sérstaklega til heimilanna? Ég veit að þetta hróflar ekki stóriðjusamningunum, þeir fá áfram útsöluprísinn. En hvað verður með heimilin í landinu þegar upp er staðið eftir þetta, hæstvirtur ráðherra?“

Valgerður svaraði Álfheiði svo: „Það er engin ástæða til að tala um mikinn kostnað í þessu sambandi. Það verður enginn nýr kostnaður til í raun í kerfinu. Það kostar eitthvað að breyta yfir í þetta fyrirkomulag en ég er sannfærð um að raforkufyrirtækin og raforkugeirinn almennt verður betur rekinn eftir þessa breytingu en áður. Talað hefur verið um 3% arðsemi. Það er ekki hægt að hafa það öllu lægra og er ekki hægt að reka fyrirtæki á núlli. Þess vegna er náttúrlega um eins litla arðsemi að ræða og hægt er að komast af með held ég. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um raforkuverðið í nýja kerfinu. Reynsla margra annarra landa er sú að það hafi lækkað. Sums staðar hefur það staðið í stað og annað slíkt en það hefur hins vegar lækkað meira til fyrirtækja. Það hefur sýnt sig í þeim löndum þar sem við höfum skoðað þessi mál. Það getur vel verið að hjá einhverjum orkufyrirtækjum lækki verðið meira en annars staðar, t.d. eru teknar ákveðnar kvaðir af Rarik sem það fyrirtæki hafði áður í sambandi við félagslegan kostnað eða óarðbærar einingar sem ríkið tekur nú inn á fjárlög. Það nemur 230 milljónum króna. Auk þessa er meiri jöfnun í kerfinu en var áður sem getur þýtt örlitla hækkun á þessu svæði. En ég held að það sé ekki erfiðara en svo að það sé teljandi í einhverjum hundraðköllum á ári. Þannig verður ekki nein stórkostleg breyting. Það eru ýmsar svona breytingar sem eiga sér stað en þær munu ekki verða stórkostlegar.“

Þess má geta að iðnaðarráðherra er í leyfi og því hefur ekki náðst samband við hana vegna málsins né í aðstoðarmann hennar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gegnir störfum Valgerðar í fjarveru hennar. Hann var ekki við fyrir helgi og hvorki aðstoðarmaður hans né ritari. Lögð voru skilaboð fyrir ritara Halldórs en þeim skilaboðum hefur ekki verið svarað enn sem komið er.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli