Frétt

| 28.08.2001 | 12:37Stendur á tímamótum í ýmsum skilningi

Frá skólasetningunni: Jón Reynir Sigurvinsson aðstoðarskólameistari og Ólína Þorvarðardóttir skólameistari.
Frá skólasetningunni: Jón Reynir Sigurvinsson aðstoðarskólameistari og Ólína Þorvarðardóttir skólameistari.
Nýr skólameistari, dr. Ólína Þorvarðardóttir, setti Menntaskólann á Ísafirði sl. sunnudag og nefndi við upphaf máls síns, að segja mætti að skólinn stæði á tímamótum. „Að hluta til vegna þeirra breytinga sem skólakerfið allt stendur frammi fyrir með nýrri aðalnámskrá og ferskum áherslum í skólastarfi og menntamálum. Að hluta til vegna þeirra samfélagsbreytinga sem orðið hafa og eru að verða í atvinnulífi, tækniþróun og lifnaðarháttum“, sagði Ólína. „Annars vegar erum við á tímamótum í bókstaflegum skilningi: Við stöndum á þröskuldi nýrrar aldar með reynslu liðins tíma í farteskinu. Hins vegar má segja að Menntaskólinn á Ísafirði standi einnig á táknrænum tímamótum, þar sem nýr skólameistari er nú að taka við kyndlinum úr höndum farsæls fyrirrennara.“
Jón Reynir Sigurvinsson aðstoðarskólameistari greindi frá skólastarfinu á komandi vetri, sem er 32. starfsár skólans, og ýmsu öðru sem nemendum er gagnlegt að vita fyrir veturinn. Í upphafi máls síns bauð hann Ólínu Þorvarðardóttur velkomna til starfa og þakkaði fráfarandi skólameistara, Birni Teitssyni magister, prýðilegt samstarf og óskaði honum velfarnaðar í nýju starfi.

Fram kom í máli Jóns Reynis, að skráðir nemendur skólans við upphaf haustannar teljast vera 316. Þar af eru 276 í dagskóla eða 16 færri en á sama tíma í fyrra. Skráðir nemendur í öldungadeild eru 40, sem er svipuð tala og í fyrra en þeim mun væntanlega fjölga eitthvað næstu daga.

Betur gekk að fullmanna kennarastöður við skólann nú en á síðasta kennsluári og tekist hefur að fá kennara í alla áfanga sem eru í boði. Óhjákvæmilegt er að hafa stundakennara í einstökum greinum og reyndar er það kostur að hafa við skólann vel menntað fólk sem er í tengslum við atvinnulífið.

Frá skólanum hverfa nú þrír gamalgrónir kennarar, þau Guðjón Ólafsson, sem kenndi ensku við skólann allt frá árinu 1983, Helga Friðriksdóttir, sem kenndi líffræði frá 1991, og Smári Haraldsson, sem hefur kennt raungreinar og stærðfræði með hléum allt frá árinu 1976 . Hann mun þó kenna einn líffræðiáfanga á haustönn.

Að skólanum í fullt starf sem náttúrufræði- og íslenskukennari kemur Ásgerður Bergsdóttir en hún hefur kennt áður við skólann. Í fullt starf sem enskukennari kemur Ingibjörg Ingadóttir. Einnig kemur í fullt starf Sigurður Pétursson, gamall Ísfirðingur og nemandi skólans, sem mun kenna sögu og dönsku. Í nær fullt starf sem kennari í viðskipta- og tölvugreinum kemur Friðgerður Ómarsdóttir aftur eftir barnsburðarleyfi. Þá kemur í hálft starf sem stærðfræðikennari Guðmundur Jónsson, en hann kenndi stærðfræði við Menntaskólann á Ísafirði í rúm 10 ár. Snjólaug Birgisdóttir mun kenna einn áfanga í sálfræði.

Áður en gengið var til dagskrár við setningarathöfn skólans risu viðstaddir úr sætum í minningu Ragnars Freys Vestfjörð Gunnarssonar. Hann hefði nú átt að byrja annað námsár sitt við skólann en lést í hörmulegu slysi í Súðavík fyrr í þessum mánuði.

Við skólasetninguna lék Vladimir Fjodorov á dragspil. Samkomunni lauk með fjöldasöng þar sem sungið var lag Sigvalda Kaldalóns við ljóð Eggerts Ólafssonar: Ísland ögrum skorið.

Ræður skólameistara og aðstoðarskólameistara við 32. setningu Menntaskólans á Ísafirði fara hér á eftir í heild.


Setningarræða skólameistara
dr. Ólínu Þorvarðardóttur


Góðir nemendur og aðrir gestir.

Nú, þegar Menntaskólinn á Ísafirði er settur í 32. sinn, má segja að hann standi á tímamótum. Að hluta til vegna þeirra breytinga sem skólakerfið allt stendur frammi fyrir með nýrri aðalnámskrá og ferskum áherslum í skólastarfi og menntamálum. Að hluta til vegna þeirra samfélagsbreytinga sem orðið hafa og eru að verða í atvinnulífi, tækniþróun og lifnaðarháttum. Annars vegar erum við á tímamótum í bókstaflegum skilningi: Við stöndum á þröskuldi nýrrar aldar með reynslu liðins tíma í farteskinu. Hins vegar má segja að Menntaskólinn á Ísafirði standi einnig á táknrænum tímamótum, þar sem nýr skólameistari er nú að taka við kyndlinum úr höndum farsæls fyrirrennara. Hlutverk kyndilberans er ábyrgðarstarf og kyndli Menntaskólans á Ísafirði þarf að halda vel á lofti, ekki aðeins til þess að hann sjáist víða að, heldur einnig til að lýsa upp færar leiðir á ókönnuðum slóðum framtíðar.

Við lifum nú á tímum óðfluga framfara- og tækniþróunar sem er svo ör að við undrumst og finnum til vanmáttar. Vísindin eru komin inn að sjálfu erfðamenginu, farin að fikta við það og taka sér sköpunarvald, nokkuð sem var óhugsandi fyrir aðeins fáum árum. Geimvísindi, rafeinda- og ljósvakatækni, læknavísindi og tölvuþróun hafa verið í svo örri þróun undanfarna áratugi að sú hugsun gerist áleitin hvort tæknin sé ekki komin framúr þekkingunni – og á stundum spyr maður sig hvort tækin ha

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli