Frétt

| 27.08.2001 | 19:29Vestfirskir stjórnarliðar hóta samstarfsslitum

Bolungarvík. Undanfarin ár hefur mikið verið fjárfest í hraðfiskibátum á svæðinu, m.a. með aðstoð Sparisjóðs Bolvíkinga og annarra fjármálastofnana vestra. <i>Ljósmynd: Philippe Ricart.</i>
Bolungarvík. Undanfarin ár hefur mikið verið fjárfest í hraðfiskibátum á svæðinu, m.a. með aðstoð Sparisjóðs Bolvíkinga og annarra fjármálastofnana vestra. <i>Ljósmynd: Philippe Ricart.</i>
Verulegur ágreiningur virðist vera innan stjórnarflokkanna um lög um kvótasetningu á veiðar smábáta á ýsu, ufsa og steinbít. Lögin eiga að taka gildi næsta laugardag, það er 1. september. Þingmenn Vestfirðinga fara fremstir í gagnrýni sinni á lögin og vilja að þeim verði breytt eða gildistöku þeirra frestað. Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að það komi ekki til greina en til að mæta gagnrýninni hefur hann aukið við kvóta smábátanna.
,,Það er margt óútkjáð í málinu. Það er ekki búið að ganga frá frumvarpinu enn þá og það eru ákveðin atriði sem við viljum skoða betur," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Vestfirðinga og formaður þingflokks Framsóknar, í samtali við DV í gærkvöld. Bæði hann og Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, hafa sagt að mótvægisaðgerðir ráðherrans dugi hvergi til. Í útvarpsþætti á laugardag kvaðst Einar Oddur vera tilbúinn að ganga í bandalag með Samfylkingunni um gerð nýs lagafrumvarps sem kæmi í veg fyrir að fyrirætlanir ráðherrans. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra kveðst vera alveg rólegur gagnvart þessum yfirlýsingum Einars Odds og segist ekki hafa neina trú á öðru en að menn leysi málið.

Við leysum málið

Sjávarútvegsráðherra sagðist vera sammála Kristni um það að ýmislegt væri óútkljáð í málinu. "Það er aftur á móti útkljáð hverjar aflaheimildirnar verða," segir ráðherrann þegar hann var spurður hvað yrði um þá smábátasjómenn sem væru utan kvóta og með litla veiðireynslu þegar lögin gengju í gildi.

,,Ef bátarnir hafa litla veiðireynslu á yfirstandandi veiðiári eða menn verið að fjárfesta þrátt fyrir að vita að þeir færu í krókaaflamark 1. september þá er ekkert í fiskveiðistjórnunarkerfinu sem getur aukið kvótann hjá þeim. Menn hafa vitað í tvö og hálft ár að þetta stæði til, eða frá því í janúar 1999. Ef menn hafa keypt kvótalausa báta eftir það hafa þeir verið að fjárfesta gegn því sem Alþingi var búið að samþykkja. Það er því ekki hægt að skella skuldinni á stjórnvöld. Það er svo annað mál að við viljum gjarnan reyna að hjálpa þeim sem fara illa og reynum það á einhverjum forsendum en það verður ekki meira gert hvað varðar veiðiheimildirnar.

Milljarður í veði

Mikill ótti ríkir vestra um framvindu mála. Þegar er farið að bera á uppsögnum hjá smábátaútgerðum og fólk óttast að nú sé að ríða yfir enn eitt reiðarslagið í útgerðarmálum Vestfirðinga. Undanfarin ár hefur mikið verið fjárfest í hraðfiskibátum á svæðinu, m.a. með aðstoð Sparisjóðs Bolvíkinga og annarra fjármálastofnana vestra, Sparisjóður Bolungarvíkur tók m.a. milljarð að láni erlendis frá á sínum tíma til að reyna að endurreisa sjávarútveg í Bolungarvík eftir nær algjört hrun. Vestfirðingar hafa því lagt mikið undir, bæði bankar og einstaklingar, og ekki eru alltaf fyrir hendi veiðiheimildir til að tryggja veð lánveitenda. Ef fram fer sem horfir blasir gjaldþrot því við mörgum útgerðum.

Þróast í rétta átt

,,Mér finnst að nú sé ástæða til þess að vera vongóður og að mál séu að þróast í rétta átt fyrir okkur," sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Hann kvaðst fagna því sérstaklega að einstaka menn í röðum stjórnarflokkanna, sem á fyrri stigum lýstu yfir stuðningi við frestun laganna, væru nú farnir að tjá sig og ætluðu greinilega að standa fast við fyrri yfirlýsingar sínar. Menn hefðu augljóslega séð að þær röksemdir sem fram kæmu í álitsgerð Skúla Magnússonar og Sigurðar Líndals lagaprófessors um að stjórnvöldum væri heimilt að stjórna veiði krókabáta með óbreyttu kerfi væru haldmeiri en það sem kæmi fram á minnisblaði sjávarútvegsráðherra. Þar héldi ráðherrann því fram að ekki stæðist stjórnarskrá að kerfið væri óbreytt.

Örn sagði að hann byggist ekki við að sá breytti tónn sem nú væri í þingmönnum vegna þessa máls yrði til þess að stjórnendur smábátaútgerða drægju uppsagnir til baka eða bökkuðu frá öðrum slíkum neyðaraðgerðum sem þeir hefðu gripið til að undanförnu. Þess mætti þó geta að landssambandið hefði farið fram á við sjávarútvegsráðherra að hann beitti sér fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að sett yrðu bráðabirgðalög sem frestuðu framkvæmd laganna til 1. desember næstkomandi.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli