Frétt

bb.is | 20.01.2005 | 09:38Mikil hækkun raforkuverðs í dreifbýli þrátt fyrir lægsta verð á landinu

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða.
Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða.
Raforkukostnaður í dreifbýli á Vestfjörðum hækkar um allt að 50% með nýrri gjaldskrá Orkubús Vestfjarða sem kynnt var í gær. Nemur hækkunin allt að 6 þúsund krónum á mánuði á heimili. Meðal staða sem teljast til dreifbýlis á Vestfjörðum eru Súðavík, Drangsnes og Reykhólar. Orkustofnun hefur ekki lagt endanlega blessun sína yfir gjaldskrána þannig að hún gæti hækkað enn frekar vegna aukinnar arðsemiskröfu af fyrirtækinu. Orkureikningur í þéttbýli þar sem kynt er með fjarvarmaveitu hækkar einnig nokkuð. Orkubú Vestfjarða kynnti nýja gjaldskrá í gær í kjölfar þeirra breytinga sem urðu á raforkulögum um áramótin. Með hinum nýju lögum var stofnað nýtt fyrirtæki, Landsnet, sem sér um dreifingu raforku um landið og í framhaldinu verður kostnaður við dreifingu á raforkunni sýnilegur. Með einföldun má segja að kostnaður við dreifingu sem áður var jafnað út á alla notendur greiðist nú af þeim sem stofna til kostnaðarins. Niðurgreiðslur á dreifingu raforku halda þó áfram að hluta til.

Raforkuverð orkufyrirtækja er háð samþykki Orkustofnunar. Til þess að fá það samþykki þarf að liggja fyrir að orkuverðið uppfylli ákveðin skilyrði sem sett eru til rekstrar orkufyrirtækjanna þar á meðal arðsemi þeirra. Þar má segja að hnífurinn standi í kúnni. Á undanförnum árum hefur Orkubú Vestfjarða verið rekið á svokölluðum greiðslugrunni þ.e. tap hefur verið af rekstrinum sem nemur hluta af afskriftum. Sem dæmi má nefna að á árinu 2003 var tap á rekstri fyrirtækisins rúmar 85 milljónir króna eftir afskriftir sem námu rúmum 316 milljónum króna. Á árinu 2002 var tapið um 90 milljónir króna eftir afskriftir sem námu tæpum 310 milljónum króna. Heildartekjur fyrirtækisins voru um 1.000 milljónir króna hvort ár. Þessi rekstrarniðurstaða var ásættanleg að mati eigenda fyrirtækisins, en svo er ekki lengur. Orkustofnun setur fyrirtækinu ákveðinn rekstrarramma samkvæmt túlkun stofnunarinnar á hinum nýju lögum. Þar eru sundurliðaðir rekstarliðir sem fyrirtækið verður að uppfylla, þar á meðal er ákveðin arðsemi.

Samkvæmt hinni nýju gjaldskrá Orkubúsins sem kynnt var í gær bíður fyrirtækið lægsta orkuverð á landinu samkvæmt samanburði sem kynntur var. Ef miðað er við 5.000 kílóvattstundir (kWh), sem eru algeng ársorkunotkun hjá heimilum er kostaður í þéttbýli á Vestfjörðum 36.900 krónur. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur er kostnaðurinn 4,07% hærri, hjá Hitaveitu Suðurnesja er kostnaðurinn 5,28% hærri, hjá Norðurorku er kostnaðurinn 7,37% hærri og hjá RARIK er kostnaðurinn 18,20% hærri. Í dreifbýli nemur kostnaðurinn við sömu orkukaup hjá Orkubúi Vestfjarða 46.850 krónum og hjá RARIK er kostnaðurinn 47.947 krónur og hefur þá dreifingarkostnaðurinn verið greiddur niður um 0,63 kr/kWh.

Í þéttbýli lækkar raforkuverð til almennrar notkunar nokkuð og sem dæmi má nefna að gjald fyrir 5.000 kWh á ári lækkar um tæp 3%. Lækkunin er mest hjá stærstu notendunum í þéttbýli og nemur t.d. um 22% hjá þeim sem kaupa um 100.000 kWh á ári í almennri notkun. Í dreifbýli hækka 5.000 kWh um rúm 20%, úr 38 þúsundum króna í tæpar 46 þúsundir.

Raforka til almennra nota er einungis hluti af raforkunotkun flestra heimila. Stærstur hluti er húshitunin og þar verða breytingarnar miklar. Þegar sett hefur verið saman raforka til almennra nota og húshitun með rafmagni nemur hækkunin til heimila í dreifbýli á milli 40 og 50% eða um 5-6 þúsund krónum á mánuði hjá meðalfjölskyldu. Í þéttbýli nemur hækkunin á heildarpakkanum um 10-15% eða rúmum 1.000 krónum á mánuði.

Í hugum fólks er dreifbýli bundið við afskekkta sveitabæi en svo er ekki í þessu tilfelli. Til dreifbýlis teljast þeir staðir þar sem eru innan við 200 íbúar. Það þýðir að t.d. Drangsnes, Súðavík og Reykhólar teljast til dreifbýlis í þessu tilfelli.

Kristján Haraldsson orkubússtjóri segir að því sé ekki að neita að þessar hækkanir séu mjög miklar og þá sérstaklega á rafhitun í dreifbýli. Því geri stjórn Orkubúsins sér fyllilega grein fyrir og hafi á stjórnarfundi í gær samþykkt svohljóðandi bókun: „Stjórn Orkubús Vestfjarða lýsir yfir áhyggjum á þeirri staðreynd að ný orkulög hafa í för með sér verulega hækkun orkureikninga í dreifbýli (og þá sérstaklega hjá þeim sem hita upp með rafmagni) svo sem raun ber vitni nú þegar nýjar gjaldskrár liggja fyrir. Stjórn Orkubús Vestfjarða hvetur stjórnvöld til að leita allra leiða til að draga úr áhrifum þessara hækkana“.

Kristján segir að aðeins auknar niðurgreiðslur geti tekið á þeim vanda sem nú hafi skapast í rafhitun húsa á landinu. Það sé því pólitísk ákvörðun hvort þessar hækkanir verði raunin.

Hin nýja gjaldskrá Orkubús Vestfjarða er nú til skoðunar hjá Orkustofnun og vonast Kristján til þess að hún verði staðfest þar með litlum breytingum. Það er þó óvíst samkvæmt heimildum bb.is. Áður hafði Orkubúið sent Orkustofnun gjaldskrá sem ekki hlaut náð fyrir augum stofnunarinnar.

Stjórnendur Orkubúsins og eigandi þess eru sammála um áherslur þess í rekstri og hvað þeim finnst ásættanleg afkoma. Sú einkennilega staða er komin upp að þeir ráða hinsvegar ekki för lengur. Gjaldskrá fyrirtækisins verður að uppfylla kröfur Orkustofnunar og túlkun þeirrar stofnunar á nýsettum orkulögum.

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli