Frétt

| 27.08.2001 | 13:58Erum við nokkuð að gleyma aðalatriðinu?

Einar K. Guðfinnsson alþingismaður.
Einar K. Guðfinnsson alþingismaður.
„Það er ekki von á góðu þegar menn í greininni geta látið veiðar fimm-sex þúsund tonna sundra mikilvægri samstöðu sinni og bægt athyglinni frá því sem hlýtur að teljast margfalt þýðingarmeira“, segir Einar K. Guðfinnsson, fyrsti þingmaður Vestfirðinga og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis. „Fyrir liggur að samkvæmt lögum sem munu taka gildi um næstu mánaðamót er smábátum ætlað að veiða um 2.500 tonn af ýsu. Árleg veiði þeirra er um þessar mundir um það bil 5-6 þúsund tonnum meira, eða þar um bil. Um þetta hafa hinar heiftarlegu deilur staðið. Spurninguna um veiðiréttindi upp á einhver fimm til sex þúsund tonn.“
Þannig kemst Einar Kristinn m.a. að orði í grein í Fiskifréttum sl. föstudag undir fyrirsögninni Erum við nokkuð að gleyma aðalatriðinu? Hann telur þar að þau átök sem nú standa yfir um hlut smábáta í ýsuveiði snúist fremur um aukaatriði en aðalatriði og verði jafnvel til þess að það sem meira máli skiptir hverfi í skuggann. Grein Einars fer hér á eftir í heild:

Átökin um skiptingu veiðiréttarins blossa upp hvað eftir annað í fjölmiðlunum. Ekki síst kristallast þau í hinni heiftúðugu umræðu sem oft á sér stað um hlut smábáta og samanburðinn við veiðiréttindi aflamarksskipanna, stórra og smárra. Það er hins vegar eins og menn missi nokkuð sjónar á aðalatriðunum í þessari umræðu. Um hvað er hér að ræða? Hvað eru menn að takast á um?

Jú, fyrir liggur að samkvæmt lögum sem munu taka gildi um næstu mánaðamót er smábátum ætlað að veiða um 2.500 tonn af ýsu. Árleg veiði þeirra er um þessar mundir um það bil 5-6 þúsund tonnum meira, eða þar um bil. Um þetta hafa hinar heiftarlegu deilur staðið. Spurninguna um veiðiréttindi upp á einhver fimm til sex þúsund tonn.

Hin grátlega staðreynd

Það er ekki von á góðu þegar menn í greininni geta látið veiðar fimm-sex þúsund tonna sundra mikilvægri samstöðu sinni og bægt athyglinni frá því sem hlýtur að teljast margfalt þýðingarmeira fyrir einstakar útgerðir, greinina í heild, svo ekki sé nú talað um sjálfan þjóðarhaginn.

Stóra vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er auðvitað hin grátlega staðreynd að aflaheimildir okkar í mikilvægum nytjastofnum eru sífellt að dragast saman. Fyrr eða síðar bitnar það á öllum; gildir þá einu hvort menn búa við aflamark, sóknarmark, eða einhverja aðrar stjórnunarreglur.

Þráðbeint niður

Fyrstu tólf ár kvótakerfisins var heildaraflamark í ýsu að jafnaði 60 þúsund tonn. Þar af helming tímabilsins 65 þúsund tonn. Veiðin var á þessum árum nær undantekningarlaust langt innan við þetta hámark. Samkvæmt því hefði mátt ætla að stofninn væri í góðu jafnvægi og eða vexti. En þó hefur leiðin legið þráðbeint niður á við frá fiskveiðiáramótunum 1996-1997. Þá fór ýsukvótinn niður í 45 þúsund tonn og er núna orðinn 30 þúsund tonn – helmingur þess sem við bjuggum við þá tylft ára, sem ég gerði að umtalsefni.

Og þegar við upplifum sambærilega reynslu í öðrum tegundum, svo sem eins og þorskinum, þá vakna margar spurningar í haus leikmanna.

Ekki spurning um magnið heldur aðferðirnar

Því verður ekki trúað að það sé veiðimagnið sem stjórni stærð ýsustofnsins, samanber veiðireynsluna frá árinu 1984. Aðrir þættir hljóta að ráða því. Eru það umhverfisþættir, eins og sífellt gerist áleitnara að fá svar við? Úr því að það er ekki veiðimagnið sem ræður stöðu stofnsins, er þá ekki nærtækast að segja að það séu veiðiaðferðirnar sem við notum hér við land? Með öðrum orðum: Það sé ekki einvörðungu spurningin um hvaða magn við séum að taka úr sjónum, heldur hvernig við tökum það. Erum við að taka á röngum stað úr lífkeðjunni, með röngum veiðarfærum, eða ráða þessu ef til vill allt aðrir þættir?

Aðalatriðið

Þetta eru vitaskuld stóru vandamálin. Og þau birtast okkur í hnotskurn þegar við lítum á ýsuna. Helmings niðurskurður á kvóta á fáeinum árum er þvílíkur skellur að orð fá ekki lýst. Smábátaeigendur kvarta með réttu undan því að veiðiréttur upp á um 14 prósent ýsukvótans gefi ekki mörg tonn, við aðstæður dagsins í dag. En það segir sína sögu, að væri heildarkvótinn í ýsu eins og hann hefur langoftast verið á kvótatímabilinu, gæfi þessu veiðiréttur álíka mikið ýsumagn í hlut smábátanna og þeir hafa mest verið að veiða undanfarin þrjú ár eða svo. Það skiptir nefnilega mestu hvort veiðimagnið sé 30 þúsund tonn eða 60 þúsund tonn. Það er lóðið. Við ættum ekki að þurfa að deila stöðugt um skiptingu kökunnar, heldur að sameinast um leiðir til þess að stækka hana.

Einar K. Guðfinnsson,
formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli