Frétt

Stakkur 3. tbl. 2005 | 19.01.2005 | 10:32Samhugur

Á sunnudaginn voru liðin 10 ár frá snjóflóðinu í Súðavík. Stund sárra minninga og sumir spyrja hvers vegna að ýfa þær upp? Já hvers vegna minnast menn slíkra hörmungaratburða? Til þess liggja margar ástæður. Sú helsta er auðvitað að rifja upp það sem gerðist og læra af því. Minningar fólks, bæði þeirra sem misstu nána ættingja og eins hinna sem misstu kunningja eða einfaldlega vissu af því fólki sem dó, eiga rétt á sér. Sorgin er kúnstug og erfitt að lifa með henni, en útilokað að skella á hana dyrum. Hún bankar upp á hjá öllum mönnum fyrr eða síðar.

Við lærum líka af því að sjá hvernig fólk tekst á við framhaldslíf með hörmungar að baki. Hvað var gert rétt og hvað rangt? Kannski eiga slíkar spurningar ekki rétt á sér. Og þó eiga þær réttinn. Hvernig hefði verið umhvorfs í Súðavík 1995 hefðu þeir sem réðu þar fyrir sveitarstjórn vitað fyrir tveimur áratugum hverjar hættur væru fólgnar í fjallinu? Hver hefðu viðbrögð lögreglu og almannavarna orðið ef vitað hefði verið um það fyrir að slíkur atburður gæti orðið. Því má ekki gleyma að flóðið sem yfirvöld bjuggu sig undir féll um það bil hálfum sólarhring síðar. Snjóflóðið úr Traðargili hefði ekki kostað mannslíf ef þess eins hefði verið von. Engu að síður fór næstum illa því það féll nánast á bíl með hóp björgunarsveitarmanna á leið í hvíld.

Þjóðin tók öll þátt í atburðunum með sorg í hjarta og afleiðingarnar snertu marga sálina, sem aldrei gleymir þessum voða. Gripið var til aðgerða svo draga mætti úr hættu. Samt létu tuttugu menn lífið 26. október 1995 á Flateyri og var þá mannfallið orðið 35 á norðanverðum Vestfjörðum frá 5. apríl 1994, er flóðið féll á dalina tvo, Seljalandsdal og Tungudal. Að auki féll einn í snjóflóði á Reykhólum í sömu óveðurshrinunni og lagði Súðavík að velli. Enn muna flestir snjóflóðið í Neskaupstað 1974, en þar féllu 12.

En heimurinn fylgdist með og studdi Íslendinga og Vestfirðinga, sýndi samhug með þjóðinni, Súðvíkingum og síðar Flateyringum. Við vorum ekki ein. Með sama hætti sýndu Íslendingar hug sinn á laugardaginn er sameiginlegt átak þriggja sjónvarpsstöðva í samvinnu við frjáls samtök sjálfboðaliða og fleiri skilaði 110 milljónum króna til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Indlandshafi, sem kostaði 170 þúsund manns lífið. Kastljós Ómars Ragnarssonar var nærgætin og þó djúp yfirferð í stuttu máli um það sem gerðist, afleiðingar og viðbrögð.

En hvað höfum þá lært? Margt. En það gleymist fljótt ef ekki er hugað upprifjun. Í þætti Jóns Ásgeirs Sigurðssonar á sunnudaginn benti fyrrverandi sýslumaður á Ísafirði á mikilvægi þess að taka inn í námskrá grunnskóla fræðslu um náttúruhamfarir og viðbrögð þegar þær dynja á. Hann taldi rétt að rifja slíkt upp að minnsta kosti árlega í útvarpi og sjónvarpi. Við vitum þó það, að náttúruhamfarir eru fastur þáttur í tilveru Íslendinga og líka að þær sjást ekki alltaf fyrir. Þjóðin með stjórnvöld í fararbroddi á að heiðra minningu allra þeirra sem látið hafa lífið í snjóflóðum með því að vekja árvekni meðal okkar um það sem getur gerst og rétt viðbrögð.

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli