Frétt

mbl.is | 18.01.2005 | 14:03Krýningarsteinn iðnaðarævintýris og evrópskt sigurverk

Stærsta farþegaþota heims, A380-ofurþota evrópsku flugvélaverksmiðjunnar Airbus, var frumsýnd við viðamikla athöfn í Toulouse í Frakklandi í dag. Hún getur borið 550 farþega á tveggja hæða farrými. Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði flugvélina vera krýningarstein mannsandans og iðnaðarævintýris og evrópskt sigurverk. Tony Blair forsætisráðherra Bretlands hrósaði „helgun“ allra sem að verkinu komu og sagði A380-þotuna tákn um evrópskt samstarfs eins og það gerðist best. „Þetta er mest spennandi flugvél heims; kraftbirtingarform efnahagslegs styrkleika og tæknilegrar nýsköpunar. Umfram allt er hún tákn bjartsýni um að við getum keppt og farið með sigur af hólmi á heimsmarkaði,“ sagði Blair.

Airbusforstjórinn Noel Forgeard segist búast við því að mun fleiri þotur en 250 verði pantaðar en það er sá fjöldi sem þarf að seljast til að mæta þróunar- og smíðiskostnaði. Áætlað er að hann nemi 11 milljörðum dollara þegar upp verður staðið.

Forgeard segir Airbus vonast til að selja a.m.k. 700 þotur og sagðist eiga í viðræðum um þessar mundir við kínverska kaupendur. Flugvélin ætti eftir að verða í notkun næstu 30-40 árin.

Þegar hafa borist staðfestar pantanir í 149 ofurþotur frá 14 aðilum, þar af 11 farþegaflugfélögum. Þá hafa óstaðfestar pantanir verið gerðar í 100 þotur til viðbótar.

A380-þotan mun leysa Boeing 747-þotuna af hólmi sem stærsta farþegaþota heims. Er rúmlega tveimur metrum lengri - 73 metrar á móti 70,7 metrum - og með 15 metrum meira vænghaf eða 79,8 metrar gegn 64,4 metrum. Þá skagar A380-þotan 24,1 metra til lofts en 747-þotan 19,4 metra. Þá er gólfflötur ofurþotu Airbus 50% meiri en Boeing-þotunnar og því rými fyrir bari, verslanir og jafnvel leikfimisal.

Þá getur evrópska þotan flutt mun fleiri farþega, tekur 555 farþega 15.000 kílómetra langa leið miðað við 416 sem júmbóþotan getur tekið miðað við 13.450 km leið. Reyndar gæti ofurþota Airbus af lengri gerð borið 840 farþega stutta vegalengd og júmbóþota Boeing 524.

Ofurþotan er sögð bæði hljóðlátari en 747-þotan og þarf styttri flugbrautir til flugtaks og lendingar. Og rétt eins og júmbóþotan úrelti eldri flugvélar á sínum tíma þykir A380-þotan hafa úrelt júmbóþotuna nú.

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli