Frétt

bb.is | 18.01.2005 | 14:00Um 12% innflytjenda hafa þegar hafið undirbúning að stofnun fyrirtækis

Fjölmenningasetrið er til húsa í Þróunarsetrinu á Ísafirði.
Fjölmenningasetrið er til húsa í Þróunarsetrinu á Ísafirði.
Um 34% innflytjenda á Íslandi telja sig hafa mjög eða frekar góðan skilning á íslensku en 23% segjast hafa frekar eða mjög slæman skilning á tungumálinu, að því er fram kemur í könnun sem unnin var fyrir Fjölmenningasetrið á Ísafirði. Aftur á móti segjast einungis 4% þeirra sem tóku þátt í könnuninni geta tjáð sig vel á íslensku. Þá telja 25% að þeir tjái sig frekar vel, en 19% segjast geta tjáð sig illa og 9% mjög illa. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem þátt tóku, eða 92%, sögðust hafa áhuga á að læra íslensku betur. Sjö af hverjum tíu sögðust alltaf tala móðurmálið við börn sín. Könnunin var lögð fyrir innflytjendur á Vestfjörðum og Austurlandi sem þurfa atvinnu- og dvalarleyfi áður en komið er til landsins og tala pólsku, ensku, taílensku eða serbnesku/króatísku.

Meginmarkmið könnunarinnar var að kanna viðhorf innflytjenda til búsetu og vinnu, kanna hvaðan fólk fær upplýsingar um réttindi sín og skyldur, menntun þess og starfsreynslu og hvort það nýti þekkingu sína hér á landi. Einnig var spurt um ýmis atriði varðandi þjónustu sveitarfélaga, verkalýðsfélaga o.s.frv.

Tæplega helmingur svarenda vildi búa á sama stað á Íslandi og þeir búa nú. Af þeim sem helst vildu búa annars staðar vildu 64% búa á höfuðborgarsvæðinu en hinir á landsbyggðinni. Um 39% innflytjenda bjó í eigin húsnæði, 32% í leiguhúsnæði á almennum markaði eða á vegum sveitarfélags og 14% bjuggu í húsnæði á vegum atvinnurekanda.

Athygli vakti að 42% svarenda áttu barn eða börn sem bjuggu í upprunalandi viðkomandi.

Um 59% sögðust hafa fengið einhverja fræðslu um réttindi sín í íslensku samfélagi þegar þeir fluttu til landsins, flestir hjá vinum og ættingjum. Því meiri menntun sem þátttakendur höfðu, því minni fræðslu höfðu þeir fengið um réttindi sín þegar þeir fluttu til landsins.

Rúmlega 70% þátttakenda eru í hjónabandi eða sambúð og tæplega 70% eiga börn. Um 30% þeirra sem aldrei mæta í foreldraviðtöl vegna barna sinna segja ástæðuna vera tungumálaerfiðleika.

Rúmlega 30% innflytjenda vissi til þess að samtök eða félög samlanda þeirra væru til á Íslandi. Um helmingur þeirra sem vissi af slíkum félögum hafði tekið þátt í starfi þeirra. Þá tók um helmingur allra svarenda þátt í almennu félagsstarfi af einhverju tagi, s.s. íþróttum, líkamsrækt, leiklist, kórastarfi o.s.frv.

Rúmlega fjórðungur kaus í síðustu sveitarstjórnarkosningum en tæplega þrír af hverjum fjórum töldu mjög eða frekar líklegt að þeir myndu kjósa næst. Þá hafði rúmlega fimmtungur svarenda tekið þátt í starfi stjórnmálaflokks eða annarra pólitískra samtaka í upprunalandi sínu, en einungis 3% höfðu tekið þátt í slíku starfi á Íslandi. Tæplega helmingur svarenda taldi stjórnmálaflokka standa sig illa í að kynna sig og málefni sín fyrir fólki sem skilur litla íslensku.

Rúmlega 30% svarenda höfðu nýtt sér þjónustu túlks, en tæplega 30% vissi ekki um rétt sinn á aðstoð túlks. Þá sögðu um 44% að auðvelt væri að fá aðstoð túlks í sínu bæjarfélagi.

Um 74% svarenda voru virkir á vinnumarkaði eða stunduðu nám síðustu þrjá mánuðina áður en þeir komu til Íslands. Þá voru 93% þeirra sem svöruðu í vinnu þegar könnunin var gerð, en hinir voru í námi, fæðingarorlofi eða heimavinnandi. Atvinnuleysi meðal innflytjenda er nær óþekkt ef marka má könnunina.

Rúmlega 75% störfuðu við fiskvinnslu og –veiðar og flestir töldu laun sín vera svipuð og hjá öðrum starfsmönnum í sambærilegum störfum á vinnustað þeirra. Um 80% hafði skrifað undir ráðningarsamning, en athygli vakti að 62% þeirra höfðu ekki skilið samninginn að hluta til eða að öllu leyti.

Tæplega 90% svarenda töldu menntun sína ekki nýtast að fullu í núverandi starfi og töldu flestir þeirra að ástæðan væri skortur á íslenskukunnáttu. Um 84% sögðust ekki hafa reynt að fá menntun sína metna hér á landi. Tveir af hverjum þremur sögðust hafa áhuga á frekara námi og tæplega 40% sögðust hafa áhuga á að hefja eigin rekstur eða stofna fyrirtæki. Þá höfðu 12% þegar hafið undirbúning að stofnun fyrirtækis.

halfdan@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli