Frétt

bb.is | 15.01.2005 | 08:00Tíu ár frá snjóflóðinu mannskæða: Minningarguðsþjónusta í Súðavík á sunnudag

Guðsþjónustan verður í íþróttahúsi Súðvíkinga.
Guðsþjónustan verður í íþróttahúsi Súðvíkinga.
Á sunnudag verða liðin 10 ár frá því að snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að 14 manns fórust. Minningarguðsþjónusta verður haldin í íþróttahúsinu í Súðavík á sunnudag og hefst hún kl. 14. Séra Valdimar Hreiðarsson og séra Magnús Erlingsson munu þjóna fyrir altari. Eftir athöfnina verða veitingar í boði Súðavíkurhrepps í húsnæði grunnskólans og eru allir velkomnir. Í nýjasta tölublaði BB var umfjöllun um snjóflóðið og það björgunarstarf sem fram fór í Súðavík dagana á eftir flóðið. Viðtöl eru við nokkra sem komu að málum þessa daga, á misjafnan hátt þó. Um flóðið segir meðal annars í blaðinu: „Mánudaginn 16. janúar 1995 féllu þrjú snjóflóð á þorpið í Súðavík við Álftafjörð og ollu þar miklu tjóni. Fyrsta flóðið féll snemma morguns úr Súðavíkurhlíðinni en síðari tvö flóðin féllu úr Traðargili um kvöldið.“

„Fyrsta snjóflóðið féll kl. 06.17 að morgni mánudagsins 16. janúar og fór niður í gegnum mitt þorpið og allt niður undir höfnina. Flóðið lenti á 20 húsum, þar af 16 íbúðarhúsum, og mölbraut flest þeirra en skemmdi önnur. Í þessum húsum voru þá 48 manns og létust 14 en 34 björguðust, þar af 12 slasaðir. Björgunaraðgerðir voru mjög erfiðar, bæði vegna veðursins og eins vegna þess að veðrið hindraði að mestu samgöngur. Ekki var flugfært og vegir voru allir lokaðir en siglt var á milli staða við erfiðar aðstæður.

Heimamenn sinntu fyrstu aðgerðum en síðan komu björgunarmenn frá Ísafirði og enn seinna frá öðrum stöðum. Sá síðasti sem lést fannst 37 tímum eftir að flóðið féll. Öll húsin í miðjum farvegi flóðsins brotnuðu mjög illa eða hreinlega sópuðust af grunnum sínum. Sumt af fólkinu hentist út úr húsunum sem það var í en björgunarmenn máttu brjóta sig í gegnum brak til að komast að öðrum.

Öll vinnan við björgunarstörfin var mjög erfið vegna veðursins og vegna þess að allt þurfti að vinna í höndunum. Þá vofði það stöðugt yfir björgunarmönnum að annað flóð gæti fallið á svæðið. Um kvöldið féllu síðan tvö snjóflóð úr Traðargili og náði a.m.k. annað þeirra í sjó fram. Það fyrra féll kl. 20.35 og hreif með sér þrjú íbúðarhús við Aðalgötu og flutti að hluta til í sjó fram. Ekkert manntjón varð í þessu flóði enda höfðu húsin verið rýmd. Síðar um kvöldið eða nóttina féll annað snjóflóð úr Traðargilinu, nokkru minna, og rann tunga þess saman við tungu fyrra flóðsins. Umfang beggja flóðanna úr Traðargili samanlagt var svipað og mannskaðaflóðsins úr Súðavíkurhlíð um morguninn.

Eins og áður sagði létust 14 manns í þessu flóði en 34 björguðust. Við björgunarstörfin voru unnin mikil afrek. Þar tókust menn á við ólýsanlegar aðstæður – aðstæður sem enginn þeirra sem þar voru hafði upplifað áður.

En það voru ekki einungis björgunarmennirnir sem unnu afrek. Við björgunarstörfin voru notaðir leitarhundar sem áhugafólk hafði þjálfað til þess að leita að fólki í snjóflóðum. Það er samdóma álit manna að þeir hafi skipt miklu við björgunarstarfið og án efa bjargað mannslífum.“

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli