Frétt

bb.is | 14.01.2005 | 15:38„Mikil nauðsyn að ríkisvaldið taki á með sveitarfélögum í að leiðrétta fjárhag þeirra“

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir sér vera ofarlega í huga hversu rekstur sveitarfélaga er orðinn þungur og segir mikil nauðsyn að ríkisvaldið taki á með sveitarfélögum í gegnum tekjustofnanefnd til að leiðrétta fjárhaginn. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar var samþykkt í gær. Hann segir kostnaðarhækkanir hafa orðið miklar vegna launahækkana og þess vegna verði hækkun á gjaldskrám. Hann segir að gerður hafi verið samanburður við aðrar gjaldskrár fyrir síðari umræðu til að varpa ljósi á hvar Ísafjarðarbær stæði og hann muni gera frekari samanburð á næstu dögum og birta hann fljótlega. „Við tökum á kostnaðarhækkunum með tvennum hætti. Annars vegar með samdrætti í rekstri m.a. með fækkun um 7 stöðugildi og með því að hækka gjaldskrár“, segir Halldór.

Halldór segir nauðsynlegt að einangra ekki Ísafjarðarbæ í umræðu um fjármál sveitarfélaga sem eitthvað sérstakt fyrirbæri. „Þessi staða er því miður hjá um 70% sveitarfélaga landsins ef marka má niðurstöðu rekstrar undanfarinna ára. Það er erfitt að feta þá braut að hafa gjöld og álögur vegna þjónustu Ísafjarðarbæjar eins lágar og mögulegt er en um leið þjónustuna eins góða og mögulegt er. Við reynum hvað við getum“, segir Halldór.

Að undanförnu hefur farið fram mikil umræða um fjármál Ísafjarðarbæjar og sýnist þar sitt hverjum. Halldór segir að aldrei hafi verið dregið úr því af hálfu hans eða meirihluta bæjarstjórnar að fjármál sveitarfélaga séu ekki í lagi og þurfi leiðréttingar við á landsvísu. Þar sé Ísafjarðarbær engin undantekning. „Handbært fé frá rekstri er áætlað 45 milljónir króna og öll árin sem undirritaður hefur verið við störf hefur Ísafjarðarbær verið rekinn með afgangi frá rekstri í formi handbærs fjár. Það segir að reksturinn hefur alltaf skilað einhverju upp í afborganir lána eða fjárfestingar en ekki nógu miklu. Með því að lækka skuldir bæjarins höfum við náð fram rekstarbata í lægri vaxtagjöldum“, segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli