Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 14.01.2005 | 14:05Staðföst andstaða þjóðarinnar

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Íslenska þjóðin er staðföst í andstöðu sinni við stríðið í Írak. Það er sama hver spurningin er, svarið sýnir víðtæka andstöðu. Gallupkönnun í desember síðastliðnum staðfestir að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur því að Íslendingar séu á lista hinna viljugu og staðföstu þjóða. Spurt var: Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum, sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak, eða á Ísland ekki að vera á listanum? Svarið er að 84% landsmanna er á móti því, aðeins 14% vilja það. Skýrar getur svar íslensku þjóðarinnar ekki verið. Eftir alla umræðuna og málsvörn þeirra, sem styðja stríðsreksturinn, er afstaða þjóðarinnar í meginatriðum óbreytt frá því sem var í upphafi, reyndar virðist andstaðan heldur hafa vaxið. Skömmu áður en innrásin var gerð, eða í febrúar 2003, kom fram í Gallup könnun að um 75% þeirra sem afstöðu tóku voru andvíg hernaðaraðgerðum í Írak og rúmlega 76% þjóðarinnar voru andvígir stuðningi Íslands við innrásina í könnum sem Fréttablaðið gerði fáum dögum eftir að innrásin hófst.

Andstaða framsóknarmanna

Allar tilvitnaðar þrjár kannanir sýna mikla andstöðu stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Fréttablaðskönnunin sýndi að 63% kjósenda Framsóknarflokksins voru andvígur stuðningi Íslands við innrásina, sem jafngildir 70%, ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu. Í eldri Gallupkönnuninni voru 70% framsóknarmanna andvíg hernaðaraðgerðum í Írak og nú eru 80% kjósenda Framsóknarflokksins á móti því að Íslendingar séu á lista hinna staðföstu og viljugu þjóða samkvænt nýju Gallup könnuninni. Í spurningu Gallup í febrúar 2003 um stuðning við hernaðaraðgerðir kom ennfremur fram að 54% kjósenda Framsóknarflokksins vildu ekki undir neinum kringumstæðum styðja hernaðaraðgerðir og 34% studdi aðgerðir ef þær væru með stuðningi Sameinuðu þjóðanna. Sérstaklega athyglisvert er að aðeins 9% framsóknarmanna studdu það sem síðar varð, hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta.

Þátttakendur í stríði?

Spyrja má hvaða þýðingu það hefur að vera á lista hinna staðföstu? Bush Bandaríkjaforseti lítur svo á að þær þjóðir séu þátttakendur í stríðinu í Írak. Í kappræðunum við Kerry í byrjun október sagði hann samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins 9. október sl.: „Stundum þarf að taka óvinsælar ákvarðanir af því að maður telur þær réttar. Við höldum þessu áfram. Þrjátíu þjóðir taka þátt í stríðinu í Írak.“ Ég fæ ekki betur séð en að Bandaríkjaforseti sé þarna að vísa til lista hinna staðföstu þjóða en einmitt 30 þjóðir voru á honum, þar á meðal Ísland. Ég ætla þeim, sem tóku ákvörðun af Íslands hálfu, ekki að þeir líti svo á að Íslendingar séu beinir þátttakendur í stríðinu, en það virðist hins vegar vera skilningur Bandaríkjaforseta. Sem fyrst þarf að eyða þessum skilningi Georg W. Bush. Þá vaknar spurning um hvað felst í því að Ísland er á umræddum lista? Líklegasta svarið er að það sé pólitísk yfirlýsing um stuðning við innrásina. En þá blasir við, að sú pólitíska yfirlýsing nýtur ekki stuðnings, hvorki kjósenda stjórnarflokkanna né almennings og hefur aldrei haft. Íslenska þjóðin hefur alla tíð verið staðföst í andstöðu sinni og er ekki rétt að hún ráði þessu?

Kristinn H. Gunnarsson.

bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli