Frétt

bb.is | 13.01.2005 | 17:38„Auknar álögur á þá sem minna mega sín“

Bæjarstjórn fundar nú í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Bæjarstjórn fundar nú í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ segja að meirihluti bæjarstjórnar telji að auknum útgjöldum beri helst að mæta með stórauknum álögum á þá hópa samfélagsins er minnst mega sín. Þetta kemur fram í bókun sem þeir leggja fram á bæjarstjórnarfundi sem nú stendur yfir. Þeir hyggjast sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar sem nú er til seinni umræðu.

Í bókun bæjarfulltrúanna segir m.a.: „Sú neikvæða þróun sem verið hefur á fjárhagslegri stöðu sveitarfélaga í landinu undangengin ár er mjög alvarleg og er framlegð frá rekstri ef til vill skýrasti mælikvarði þeirrar þróunar. Æskilegt væri að framlegð frá rekstri næmi um 10% en þess í stað er áætlað að framlegð frá rekstri verði neikvæð um 9% (~157 m.kr). Ekki þarf her hagfræðinga til að sjá að rekstur sveitarfélags getur ekki gengið við slíkar forsendur en þetta endurspeglar þó þann efnahagslega raunveruleika sem blasir við mörgum sveitarfélögum landsins.“

Bæjarfulltrúarnir telja að þrátt fyrir margra ára baráttu forsvarsmanna sveitarfélaganna við að rétta hlut þeirra í tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga sé því miður ekki í sjónmáli nauðsynleg viðhorfsbreyting af hálfu ríkisins svo ástæða sé til bjartsýni. Þeir telja að meirihluti bæjarstjórnar verði að axla ábyrgð vegna þeirrar stefnu ríkisins þar sem þeir séu „ábekkingar” sitjandi valdhafa“ eins og segir í bókuninni.

Þeir segja fulltrúa meiri- og minnihluta bæjarstjórna hafa setið saman vinnufundi og því hafi fulltrúar minnihluta getað komið sínum sjónarmiðum á framfæri í þeirri vinnu. Slíkt fyrirkomulag sé eðlilegt og hafi sú þróun sem átt hefur sér stað undangengin ár, hvað vinnuferlið varðar, verið jákvæð að þeirrar mati. Þá segir í bókuninni: „Við þær fjárhagslegu aðstæður sem lýst er hér snýst gerð fjárhagsáætlunar fyrst og fremst um að reyna að koma saman áætlun sem lágmarkar neikvæð áhrif á þjónustu sveitarfélagsins ásamt aðhaldsamri fjárfestingastefnu. Efni til ágreinings eru mun færri en ef tekist væri á um forgangsröðun framkvæmda eða verulega breytingu á þjónustustigi. Í raun er um sameiginlega varnarbaráttu að ræða enda hvílir ábyrgð sameiginlega á bæjarfulltrúum þó fulltrúar meirihluta beri eðli máls samkvæmt nokkru meiri ábyrgð.“

Fulltrúar Samfylkingarinnar segja ekki ágreining uppi um fjárfestingar en telja þó að harma beri fyrirsjáanlega töf á framkvæmdum við nýbyggingar skólahúsnæðis GÍ vegna mun minni framkvæmda á árinu en fyrirhugað var. Telja þeir það hljóti brátt „að stappa nærri heimsmeti sá vandræðagangur sem þetta mál virðist ætla að verða í höndum sitjandi meirihluta undangengin tvö kjörtímabil“, eins og segir í bókuninni.

Þá segir: „Stórauknar álögur á leigjendur á Hlíf I teljum við langt umfram það sem eðlilegt geti talist, yfirlýst markmið með hækkun húsaleigu er m.a. að gefa íbúum þeirra kost á að kaupa íbúðirnar af Ísafjarðarbæ. Áður en að slíkri stefnubreytingu kemur, varðandi mat á þörf fyrir þessar leiguíbúðir, er hið minnsta þörf á að umræða og úttekt fari fram innan Félagsmálanefndar áður en slík ákvörðun er tekin. Tillagan ásamt yfirlýstum markmiðum er því ótímabær að okkar mati og ásamt því að vera illa ígrunduð. Ekki getum við heldur fallist á stórhækkun, um 107%, fargjalda í akstursþjónustu fatlaðra sem rökstudd er með samræmingu við almenn afsláttarfargjöld með strætisvagnaþjónustu innan bæjarfélagsins.“

Að lokum segir í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar:„Af ofangreindu má ráða að meirihluti bæjarstjórnar telur að auknum útgjöldum beri helst að mæta með stórauknum álögum á þá hópa samfélagsins er minnst mega sín sem ætti ekki að koma á óvart enda mjög í anda núverandi ríkisstjórnar sömu flokka. Ábyrgð á þeim álögum verður meirihlutinn að bera einn og óstuddur og sitjum við því hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005.“

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli