Frétt

Stakkur 2. tbl. 2005 | 12.01.2005 | 13:17Snjóflóð og eignatjón

Síðustu viku hafa náttúruöflin minnt hastarlega á sig. Brátt eru liðin 10 ár frá því snjóflóðið mikla féll á þorpið í Súðavík með afleiðingum, er ekki munu gleymast. Flóðbylgjan mikla í Indlandshafi á eftir að fylgja mannkyninu lengi. Vísindamenn og ríkisstjórnir eiga eftir að velta vöngum yfir því hvernig bregaðst skuli við skelfilegum afleiðingum náttúrunnar. Jarðskjálftar eru daglegt brauð. Oft fylgir þeim eyðilegging og dauði margra. Um síðustu helgi fórust margir í Danmörku og Svíþjóð í fárviðri sem þar geisaði. En ekkert fær stuggað við stórmenninu í Vestfirðingum. Bolvíkingar neita að fara úr húsum og lögreglan segir að við því sé ekkert að gera, en svo var það nú leiðrétt sem betur fer.

Ósjálfrátt er spurt eftir snjóflóðin í síðustu viku hvort sumt fólk læri ekki af því sem fyrir augu þeirra ber. Snjór var mun minni nú en fyrir áratug, er leiðir hugann að þeirri staðreynd að ekkert er víst varðandi snjóflóð. Veður og aðstæður varðandi snjóalög ráða þar miklu. Allt þarf að skoða og skilgreina og læra að draga lærdóm af því sem gerist. Rannsóknir eru mjög mikilvægar og geta fært okkur þekkingu sem kennir okkur að verjast snjóflóðum, bjarga mannslífum og forða eignatjóni. Snjóflóðin í Hnífsdal vekja upp spurningar um skipulagsmál og stjórn þeirra í Ísafjarðarkaupstað fyrir þremur áratugum. Á áratug er byggð horfin að mestu í vestanverðum dalnum. En mikilvægi rýminga sýndi sig glöggt.

Sláandi var að lesa ummæli í Morgunblaðinu höfð eftir ábúanda á Hrauni í Hnífsdal þess efnis að hann hefði sloppið, væntanlega við afleiðingar snjóflóðsins, sem algerlega eyddi gamla bænum að Hraun og olli skemmdum á nýrra húsinu. Eru menn með þessum hætti að storka örlögunum eða bara slá um sig með stórkarlalegum yfirlýsingum? Hvort heldur sem er verður flestum heilvita mönnum hugsað til þeirra skeliflegu fórna sem Vestfirðingar færðu á árunum 1994 og 1995. Þá glötuðust alls 35 mannslíf vegna snjóflóða á Vestfjörðum. Það er óvirðing við þá sem dóu að sýna nú drýgindaleg mannalæti.

Íbúar við Dísarland og Traðarland eiga alls ekki að nota heimskulega þrjósku til að fá verð, sem þeir sætta sig við, fyrir eignir sínar. Til þess að fá fram niðurstöðu varðandi verð fasteigna eru til aðrar leiðir, sem flestir íbúar þessa lands verða að sætta sig við að nota, enda lögbundið að láta dómstóla skera úr um ágreining.

Þá er mikill munur að lesa það sem haft er eftir Eiríki Finni Greipssyni, sem sjálfur lenti í snjóflóðinu á Flateyri og missti húsið, en hélt lífinu og fjölskyldunni, í Morgunblaðinu um varnir gegn snjóflóðum. Þar kemur fram yfirvegun og skír sýn á afleiðingarnar og hve mikilvægt það er að tryggja öryggi fólks með öllum ráðum. Það er ógaman að standa frammi fyrir því að hús manns og heimili er ekki lengur öruggt eins og er með byggðina efst í Bolungarvík. Vissulega er öllum vandi á höndum, en þá reynir líka á að beita yfirvegun og skynsemi. Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ segir hreint út að ekki verði búið í blokkinni á Árvöllum til framtíðar. Auðvitað er þetta skelfileg niðurstaða, að horfa á eignir tapast með einu eða öðrum hætti vegna hættu á snjóflóðum, en við verðum að gera allt til að tryggja öryggi fólks og forðast að það láti lífið í náttúruhamförum, þegar tiltölulega einfalt er að bjarga mannslífum.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli