Frétt

Sigurjón Þórðarson | 11.01.2005 | 16:30Fiskifræði John Locke

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.
Annas Sigmundsson skrifar ágæta grein á bb.is þann 7. janúar s.l. þar sem hann gerir athugasemd við grein Jóhanns Ársælssonar um sjávarútvegsmál. Rauði þráðurinn í grein Annasar er að við það eitt að fiskurinn í sjónum verði gerður að einkaeign sumra muni arðurinn af fiskimiðunum aukast.

Eina röksemdin sem Annas færir fyrir þessari kenningu sinni er tilvitnun í 17. aldar rit heimspekingsins John Locke. Miðað við hann gerir séreignarréttur „mönnum kleift að nýta gæði skynsamlega því það sem enginn á hirðir enginn um“, segir Annas. Þess ber þó að geta að þetta viðhorf á varla beint við um fiskimiðin í kerfi sem núverandi handhafar veiðiheimilda reyna hvað þeir geta að réttlæta og halda dauðahaldi í. Ástæðan er einfaldlega sú að það er ólíklegt að fiskimiðin verði eign eins aðila, þvert á móti verða þau eign margra. Áfram verður þess vegna um sameign að ræða eins og stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því í maí 2003 leggur líka áherslu á. Hið eina sem breytist er að fiskimiðin verða sameign sumra en ekki allra.

Stenst þessi kenning um að aukinn einkaréttur auki arðinn af fiskimiðunum nánari skoðun? Svarið er einfaldlega nei. Það sést best á línuritum sem sýna árangursleysi kvótakerfisins. Í kjölfar þess að reyna að gera fiskimiðin að einkaeign minnkaði aflinn umtalsvert og sömuleiðis stofnstærð þorsks og þar með arðurinn af þorskveiðum. Við „frjálsa“ framsalið á veiðiheimildum þar sem reynt var að festa eignarhaldið í sessi, upp úr 1990, seig enn frekar á ógæfuhliðina. Aflatölur og líffræðileg gögn sýna einfaldlega svart á hvítu að með aukinni einkaeign minnkar arðurinn af miðunum. Þorskaflinn er helmingi minni nú en fyrir daga kvótakerfisins.

Ef menn trúa því að eignarhaldið á auðlindinni skipti öllu máli þá er greinilegt að sameignarfyrirkomulagið hefur vinninginn.

Það gefur auga leið að lausnin á vandamálinu sem felst í árangursleysi núverandi fiskveiðistjórnar liggur ekki í eignarhaldinu, heldur í stýringu veiðanna. Færeyingar hafa náð mun betri árangri við fiskveiðistjórn en Íslendingar. Færeyingar köstuðu kvótakerfi fyrir róða og stýra nú fiskveiðum með sóknarstýringu. Auðvitað eiga menn miklu frekar að líta til þess sem gengur vel í nútímanum en að leita til heimspekinga aftur í aldir um réttætingu á kerfi sem gengur illa og leikur Vestfirði grátt.

Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins.

www.sigurjon.is

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli