Frétt

bb.is | 11.01.2005 | 13:02„Hækkanir á gjaldskrám nauðsynlegar til að tryggja þjónustu“

Frá fundinum. Guðni Geir Jóhannesson og Halldór Halldórsson.
Frá fundinum. Guðni Geir Jóhannesson og Halldór Halldórsson.
Reiknað er með töluverðum hækkunum á gjaldskrám samkvæmt fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar sem verður til seinni umræðu í bæjarstjórn á fimmtudag. Forystumenn meirihluta bæjarstjórnar segja hækkanir á gjaldskrám tryggja að þjónusta við bæjarbúa haldist jafn góð og hún hefur verið. Þeir telja nauðsynlegt að mjög fljótlega komist niðurstaða í viðræður ríkis og sveitarfélaga um tekjuskiptingu því tekjur sveitarfélaga verði að aukast frá því sem nú er til þess að mæta kröfum íbúa um aukna þjónustu.

Á fréttamannafundi sem haldinn var í gær kynntu Guðni Geir Jóhannesson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og Halldór Halldórsson bæjarstjóri helstu þætti í fjárhagsáætlun bæjarins sem verður til seinni umræðu í bæjarstjórn á fimmtudag. Í máli þeirra kom fram að rekstrarkostnaður bæjarins hækkar mikið á þessu ári og sem dæmi má nefna að launakostnaður verður um 100 milljónum króna hærri en á síðasta ári þrátt fyrir tillögu um fækkun stöðugilda um 7 á árinu. Kostnaðaraukning verður mest á fræðslu- og félagssviði þar sem nýverið hefur verið samið við kennara og leikskólakennara um talsverðar launahækkanir.

Í tillögum meirihluta bæjarstjórnar eru lagðar til töluverðar hækkanir á gjaldskrám. Að sögn forystumanna meirihlutans er almennt miðað við 4% hækkun. Margar gjaldskrár taka mun meiri hækkunum. Þar má fyrst nefna að lagt er til að leikskólagjöld hækki um 10% á árinu en hádegisverður og hressing um 4%. Í félagslegri heimaþjónustu verður lágmarksgjald fellt niður en gjald fyrir hvern tíma hækkað um 50%. Gjald fyrir akstursþjónustu fatlaðra og öryrkja hækkar töluvert. Leiga á íbúðum á Hlíf I verður hækkuð um 25% í áföngum og gjald fyrir heilsdagsskóla hækkar um 25%.

Eins og fram hefur komið í fréttum hækkar álagningarstofn fasteignagjalda nokkuð ásamt því að fasteignamat á Ísafirði hækkar um 10%. Munu því fasteignagjöld á Ísafirði hækka um allt að 22% af ákveðnum eignum. Af öðrum gjöldum má nefna að aflagjald verður hækkað úr 1,28% í 1,4%. Við fyrri umræðu var gert ráð fyrir að aflagjald hækkaði í 1,6%.

Í samtali við bb.is á dögunum sagði formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar að tillögur um álagningarstofn fasteignagjalda yrði endurskoðaður á milli umferða í ljósi hækkunar fasteignamats á Ísafirði um 10%. Niðurstaðan varð samt sú að tillögur um hækkun álagningarstofns eru óbreyttar. Eins og áður sagði breyttust tillögur um hækkun aflagjalds á milli umræðna og er nú ekki gert ráð fyrir jafn mikilli hækkun og við fyrri umferð. Guðni Geir segir að fyrri tillaga hafi sætt töluverðri gagnrýni frá sjávarútvegsfyrirtækjum og ákveðið hefði verið að taka tillit til þeirrar gagnrýni.

Aðspurðir hvort ekki hefði komið fram viðlíka gagnrýni á boðaðar hækkanir á öðrum gjöldum sögðu forsvarsmenn meirihlutans svo ekki vera og því hefði ekki verið talin ástæða til þess að breyta þeim tillögum. Á undanförnum árum hefur hlutfall íbúa í yngri aldursflokkum bæjarins verið að lækka. Um skeið hafa leikskólagjöld í Ísafjarðarbæ verið með þeim allra hæstu á landinu. Aðspurðir hvort boðaðar hækkanir á leikskólagjöldum nú ásamt hækkun á öðrum gjöldum virkuðu ekki neikvætt á það fólk sem hefði í hyggju að setjast hér að sögðu forsvarsmenn meirihlutans svo ekki vera. Þjónusta væri mjög góð í Ísafjaðrarbæ og fyrir hana þyrfti að greiða. Til þess að tryggja áfram þessa góðu þjónustu þyrfti nú að grípa til þess ráðs að hækka gjaldskrár eins og flest önnur sveitarfélög væru að gera.

Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir sölu eigna að fjárhæð 100 milljónir króna. Meirihluti bæjarstjórnar leggur til við seinni umræðu að sala eigna nemi 60 milljónum króna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða eignir verði seldar. Fram hefur komið í fréttum að nefnd hefur verið sala íbúða á Hlíf 1. Ekkert hefur þó verið ákveðið í því sambandi.

Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir ýmsar hugmyndir hafa komið upp um hugsanlegar eignasölur en ekkert væri ákveðið í því efni. Bærinn ætti ýmsar fasteignir sem hægt væri að selja. Guðni Geir Jóhannesson formaður bæjarráðs nefndi að sveitarfélög hefðu á sumum stöðum verið að selja veitufyrirtæki svo sem vatnsveitur og skoða mætti þann möguleika hér t.d. með því að kanna þann möguleika að selja Orkubúi Vestfjarða vatnsveitur bæjarins.

Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að rekstrargjöld yrðu 152 milljónir króna umfram tekjur og að veltufé til rekstrar yrði 0,4 milljónir króna. Við seinni umræðu er gert ráð fyrir að rekstargjöld umfram rekstrartekjur verði 107 milljónir króna og að veltufé frá rekstri verði 45 milljónir króna.

Á fréttamannafundinum varð forystumönnum meirihlutans tíðrætt um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og nauðsyn þess að niðurstaða fengist úr viðræðum um hugsanlega breytingu hennar. Aðspurðir hversu lengi sveitarfélög gætu beðið lengi eftir niðurstöðu úr þeim viðræðum í ljósi versnandi afkomu þeirra sögðu þeir mjög brýnt að jákvæð niðurstaða fengist í þeim viðræðum sem allra fyrst.

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar sátu blaðamannafundinn og tilkynntu þar að þeir myndu ekki leggja til neinar breytingartillögur við fjárhagsáætlunina heldur myndu þeir leggja fram bókun á bæjarstjórnarfundinum.

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli