Frétt

mbl.is | 11.01.2005 | 11:03Bjargað eftir tvær vikur í sjónum

Indónesískum manni, sem skolaði út í flóðbylgjunni 26. desember, hefur verið bjargað eftir að hafa verið tvær vikur í sjónum. Ari Afrizal, sem er 21 árs gamall, var á fleka og lekum fiskibáti þar til arabískt gámaskip sá hann á sunnudag. Fyrst óttaðist Ari að áhöfn skipsins hefði ekki séð hann, en eftir að hafa farið framhjá honum einu sinni snéru þau við og náðu honum úr sjónum. Hann er þriðji Indónesinn sem bjargað er af hafi síðan flóðbylgjan varð. Hann sagði að hann hefði verið búinn að missa alla von um að vera bjargað áður en arabíska skipið kom. „Ég náði að lifa af því ég át hýðið af gömlum kókoshnetum í 12 daga. Í þrjá daga fékk ég ekki neitt að borða. Ég missti alla von um að lifa af,“ sagði hann er komið var með hann til hafnar í Malasíu, en þaðan var hann fluttur á spítala. Hann virtist í góðu ástandi miðað við þrekraunirnar sem hann hafði gengið í gegnum.

Ari var að byggja hús með vinum sínum í bænum Calang í Aceh-héraði þegar flóðbylgjan reið yfir. Fyrst hreif hún hann með sér og ýtti honum inn í landið en síðan sogaðist hann út á haf með henni þegar hún fór til baka. „Ég man eftir að hafa séð fjóra vini mína halda sér í trjáboli en okkur rak svo hvern frá öðrum þegar öldurnar færðu okkur lengra á haf út.

Fyrstu dagana hélt hann sér í trjábol til að lifa af, síðan klifraði hann inn í skemmdan trébát. Hann segist hafa séð mörg lík fljóta framhjá sér. „Á fimmta degi sá ég stóran fiskimannafleka. Ég hélt að mér væri borgið en þegar ég náði til hans sá ég að hann var mannlaus.“

Hann segist hafa beðið bænirnar sínar allan tímann sem hann beið. Hann veifaði hvað eftir annað til skipa sem sigldu hjá, en ekkert þeirra stoppaði fyrir honum. Þegar skipið al-Yamamah frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum sigldi hjá var Ari ákveðinn í að sjást. „Mér tókst að flauta á skipið og veifaði svo. Skipið hélt hratt áfram en blés svo í flautuna svo ég stóð upp,“ sagði hann.

„Ég hélt að skipið væri farið af svæðinu og ég settist niður og grét. En skipið kom aftur og þá hresstist ég við. Svo veifaði ég þeim þegar ég vissi að mér væri borgið.“

John Kennedy, nýsjálenskur skipstjóri skipsins, segist ekki hafa búist við að sjá neinn á lífi þegar áhöfnin sá flekann, þar sem tvær vikur voru liðnar frá flóðbylgjunni. Þau hafi samt sem áður flautað.

„Við vorum undrandi, þegar veikburða maður birtist.“ Hann segir að Ari hafi þó litið ágætlega út, fyrir utan að varir hans voru skrælnaðar. Hann náði meira að segja að komast sjálfur um borð í skipið.

Ari sagðist bara hugsa til foreldra sinna þegar verið var að flytja hann á spítala. „Ég bið þess að fjölskyldan mín í Aceh hafi verið eins heppin og ég og lifað af hörmungarnar.“

Hann er þriðji maðurinn sem bjargað er úr sjónum eftir flóðbylgjurnar á annan í jólum. Ófrísk kona lifði af fimm daga í sjónum með því að halda sér í pálmatré. Hún var illa bitin af fiski en fóstrið var óskaddað. Þá var öðrum manni bjargað eftir átta daga í sjónum en hann var á flekum ásamt nokkrum öðrum en þeir voru allir látnir þegar honum var bjargað.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli