Frétt

bb.is | 10.01.2005 | 14:32Leggur m.a. til að stöðugildum á vegum bæjarins verði fækkað um 30

Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi.
Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi.
Bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar segir handbært fé bæjarins minnka um 813 milljónir króna á þremur árum ef fjárhagsáætlun sú sem meirihluti bæjarstjórnar hefur lagt fram nær fram að ganga. Hann segir engar líkur á öðru en að bæjarsjóður verði tómur á árinu 2007 ef ekki fyrr miðað við fyrirliggjandi gögn. Þetta kemur fram í breytingatillögum bæjarfulltrúans fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun bæjarins sem fram fer á fimmtudag. Segist hann vilja grípa til aðgerða og meðal annars leggur hann til að stöðugildum hjá bænum verði fækkað um 30 á tveimur árum. Hann vill einnig bjóða út rekstur skíðasvæðisins í Tungudal þar sem útgjöld til þess svæðis hafi farið stórlega fram úr áætlun. Einnig leggur hann til að Ísafjarðarbær segi sig úr Fjórðungssambandi Vestfirðinga. Þá vill hann að fasteignaskattar verði ekki hækkaðir eins og meirihlutinn hefur lagt til og að varlegar verði farið í hækkun ýmissa gjalda á ellilífeyrisþega og öryrkja.

Á hádegi í dag rann út frestur sá sem fulltrúar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar höfðu til þess að leggja fram breytingatillögur við fjárhagsáætlun bæjarins sem lögð var fram fyrir nokkru. Seinni umræða um fjárhagsáætlunina fer fram á fimmtudag. Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra hefur lagt fram viðamiklar breytingatillögur. Meðal tillagna Magnúsar Reynis er sú að stöðugildum hjá Ísafjarðarbæ verði fækkað á næstu tveimur árum um 30. Telur hann að með því lækki launakostnaður bæjarins um 100 milljónir á ári. Í tillögunni er gert ráð fyrir að bæjarstjóra verði falið að leggja fyrir bæjarráð hugmyndir um það hvernig ná skuli þessu markmiði fyrir 1. júlí. Í greinargerð með tillögunni segir að í stefnuræðu bæjarstjóra hafi komið fram að stöðugildum hjá bænum hafi fjölgað um nær 30 stöður frá árinu 1998 til ársins 2004 og að í áætlun meirihlutans séu stöðugildi ársins áætluð 287 talsins og að laun og launatengd gjöld ársins verði 1.064 milljónir króna eða rúmlega 3,7 milljónir á hvert stöðugildi.

Í greinargerð Magnúsar Reynis segir m.a.: „Með slíkum aðgerðum (þ.e. að fækka stöðugildum) mætti freista þess að reksturinn skilaði nokkrum upphæðum á ári til framkvæmda en miðað við reksturskostnað bæjarfélagsins í dag, eru engar líkur á öðru en bæjarsjóður verði tómur á árinu 2007, ef ekki fyrr, miðað við fyrirliggjandi gögn. sem þó hafa verið af skornum skammti við áætlunargerðina að þessu sinni. Benda má á að í árslok 2002 var handbært fé Ísafjarðarbæjar og stofnana hans 1.016 milljónir króna en samkvæmt áætlun meirihlutans verður það komið niður í 203 milljónir þann 31.desember á þessu ári. Hefur rýrnað um 813 milljónir króna á þremur árum. Við þetta verður ekki unað og bæjarfulltrúar bera ábyrgð á því, að bæjarfélagið eyði ekki um efni fram ár eftir ár, án þess að gripið sé til aðgerða.“

Þá leggur Magnús Reynir til að rekstur skíðasvæðisins í Tungudal verði boðinn út því rekstur þess hafi farið margsinnis stórlega fram úr áætlun þrátt fyrir sérstakar umræður í bæjarráði í þá veru að slíkt ætti ekki að gerast ár eftir ár.

Þá er einnig lagt til að Ísafjarðarbær segi sig úr Fjórðungssambandi Vestfirðinga frá og með næsta aðalfundi sambandsins sem haldinn verður næsta haust. Við þá úrsögn telur bæjarfulltrúinn að sparist 4,8 milljónir króna á ári. Í greinargerð segir að sambandið sé barn síns tíma og ekki sé þörf á slíkum samtökum eins og áður var enda hafi sveitarfélögum fækkað og kjördæmi stækkað. Telur hann að þátttaka bæjarins í Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða geti verið mun arðvænlegri ef vel er á málum haldið.

Bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra leggst í breytingartillögum sínum gegn þeim áformum meirihlutans að hækka fasteignaskatta í bæjarfélaginu og vill að þeir verði óbreyttir. Hann leggst einnig gegn ýmsum hækkunum á gjaldskrám fyrir þjónustu til ellilífeyrisþega og fatlaðra. Í greinargerð sinni segir Magnús Reynir að meirihluti bæjarstjórnar geri tillögu um 106,7% gjaldhækkun á akstursþjónustu fatlaðra. Hann segir að þar sé hugsanlega og vonandi um að ræða prentvillu frekar en viðhorf meirihlutans til þessa hóps. Hann segir í greinargerð sinni að tilhneigingar virðist gæta til að hækka gjöld fyrir félagsþjónustu meira en víða annars staðar og segir að ekki sé hægt að fallast á þær hugmyndir að hækka húsleigu á Hlíf um 25% á árinu.

Eins og áður sagði fer seinni umræða um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fram á fimmtudag.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli