Frétt

mbl.is | 10.01.2005 | 13:18Annasöm helgi hjá lögreglunni í Reykjavík

Helgin, sem nú er liðin, var nokkuð annasöm hjá lögreglunni í Reykjavík. Fram kemur í yfirliti yfir helstu verkefni, að mikið hafi verið um tilkynningar um hávaða vegna samkvæma og flugeldasprenginga. Þá hafi verið algengt að kveikt væri í jólatrjárm, tertum og öðru flugeldarusli auk blaðagáma. Nokkuð var einnig um rúðubrot þar sem flugeldar komu við sögu. Tilkynnt var um innbrot í skóla í austurborginni á föstudagsmorgun. Rúða var brotin og lá slökkvitæki úr skólanum fyrir neðan hana. Ekki er vitað til þess að neinu hafi verið stolið.

Eftir hádegi á föstudag datt eldri maður í hálku í austurborginni. Hann meiddist á mjöðm og var fluttur á slysadeild í sjúkrabíl.

Síðdegis á föstudag var tilkynnt um innbrot í nýbyggingu í austurbænum. Höfðu þjófarnir hleðsluborvél á brott með sér.

Rétt fyrir kvöldmat var tilkynnt um að mikinn óþef legði frá íbúð á fyrstu hæð í blokk í Breiðholtinu. Íbúar þar höfðu ekki verið heima undangengna daga og erfiðlega gekk að hafa upp á einhverjum með lyklavöld. Að lokum var lásasmiður fenginn til að opna íbúðina. Við athugun kom í ljós að rafmagn hafði farið af íbúðinni og kom lyktin frá frystikistu. Straumur var settur á íbúðina og henni síðan læst.

Á föstudagskvöld var tilkynnt um líkamsárás í austurborginni. Þar hafði tveimur mönnum lent saman og var annað nokkuð lemstraður á eftir. Hann ætlaði að leita sér aðstoðar á slysadeild.

Fremur fáir voru í miðborginni aðfaranótt laugardags en nokkuð var þó um ryskingar, sérstaklega síðla nætur. Eftir miðnætti óskuðu dyraverðir á veitingastað á Seltjarnarnesi aðstoðar lögreglu vegna þjófnaðar. Þar hafði einn af gestum staðarins stolið mynd af vegg en var búinn að skila myndinni þegar lögreglu bar að.

Á fjórða tímanum barst lögreglu tilkynning um eld í bakhúsi við Hverfisgötuna. Enginn íbúi var í húsinu sem brann til kaldra kola. Jafnframt skemmdust tveir bílar sem staðið höfðu við húsið þegar eldurinn kom upp.

Á fimmta tímanum var tilkynnt um mann sem lægi í götunni fyrir framan skemmtistað í miðborginni. Í ljós kom að manninum hafði verið hent út úr bifreið á ferð og hafði hann meðal annars fengið skurð á ennið. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.

Nokkru seinna var tilkynnt um mann sem lent hafði í átökum við dyraverði á skemmtistað í miðborginni. Var hann fluttur á slysadeild með sjúkrabíl en hugsanlegt var talið að hann væri rifbeinsbrotinn.

Um sexleytið fékk lögregla fregnir af slagsmálum í miðborginni. Var einn maður fluttur á slysadeild af lögreglu. Var hann með áverka í andliti og skurð á hnakka.

Á laugardag var tilkynnt um innbrot í skúr við hús í miðborginni. Þaðan var stolið verkfærum. Þá var tvisvar tilkynnt um þjófnað á númeraplötum. Rétt eftir miðnætti á laugardagskvöld var óskað aðstoðar lögreglu vegna slagsmála við skemmtistað í miðborginni.

Þar hafði hópur pilta sem ekki hafði náð tilskyldum aldri verið meinað um inngöngu á staðinn og sýnt óánægju sína með því að brjóta rúðu á staðnum.

Á öðrum tímanum var tilkynnt um mann sem orðinn var þreyttur á samkvæmishávaða hjá nágranna sínum. Hafði hann knúið dyra hjá nágranna sínum og óskað eftir því að húsráðandi hefði hemil á látunum. Húsráðandinn tók illa í óskir mannsins og skipti þá engum togum að hann óð inn í íbúðina og sleit hljómflutningstækin úr sambandi.

Síðla nætur aðfaranótt sunnudags barst lögreglu tilkynning um ölvaða menn sem væru að henda fiskikörum og vörubrettum í höfnina. Haft var uppi á piltunum og þeim veitt tiltal.

Stuttu síðar var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Skeifunni. Þjófurinn braut tvær rúður með hamri og náði að stela 4 fartölvum. Hann hafði ætlað að komast undan á bíl sínum en fest bílinn í snjóskafli og orðið að taka leigubíl. Lögreglan lét færa bílinn í port lögreglustöðvarinnar og handtók manninn síðan þegar hann vitjaði bílsins.

Um sexleytið á sunnudagsmorgun voru tvær 17 ára stúlkur staðnar að því að kaupa veitingar á skemmtistað í miðborginni fyrir debetkort sem ekki voru í þeirra eigu. Í ljós kom að þær höfðu verslað fyrir 18.800 krónur með kortum sem þær höfðu stolið. Voru þær fluttar á lögreglustöð og sóttu foreldrar þeirra þær þangað.

Eftir hádegi á sunnudag flutti sjúkrabíll slasaðan dreng á slysadeild. Drengurinn hafði verið á skíðum í skíðabrekkunni við Jafnasel og var talið að hann hefði fótbrotnað.

Þá var lögregla kölluð til vegna sem stokkið hafði úr stólalyftu á skíðasvæðinu í Skálafelli. Lyftan hafði stöðvast í smástund vegna bilunar og hafði maðurinn ætlað að stökkva úr lyftunni. Ekki vildi betur til en svo að úlpa mannsins flæktist í hliði lyftunnar og barst hann með lyftunni í smástund eftir að hún komst í gang aftur. Maðurinn kvaðst finna til í mjóbaki eftir atburðinn en ekki var talin þörf á að senda eftir sjúkrabíl.

Síðdegis á sunnudag var tilkynnt um innbrot í hús í Grafarvogi. Þaðan var m.a. stolið snjóbretti, geislaspilara, útivistarfatnaði, málverkum, DVD-myndum og fleiru.

Aðfaranótt mánudags hafði lögregla hendur í hári manns sem gekk á milli stöðumæla og saug smápeninga úr þeim með nokkurs konar ryksugu. Hafði hann komist yfir u.þ.b. kíló af smápeningum með þessum hætti. Maðurinn var handtekinn og myntsugan haldlögð.

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli