Frétt

Leiðari 14. tbl. 2000 | 05.04.2000 | 16:54,,Landbúnaðarbankinn

Trúlofun Íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins mælist almennt vel fyrir þótt tilhugalífið hafi verið með styttra móti. Íslands bankamönnum mislíkaði þumbaraháttur kolleganna í Landsbankanum. Þess vegna tóku þeir strax sporið þegar önnur mær bauðst í dansinn.

Fyrir fjórum árum taldi einn af þáv. bankastjórum Landsbankans að ræða bæri sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka. BB tók undir þessa hugmynd í leiðara:,,Það er löngu tímabært að taka sameiningu ríkisbankanna á dagskrá. Þetta er stórmál, sem varðar meiri og víðtækari hagsmuni en margur hyggur í fljótu bragði.\"

En hver voru viðbrögðin? Þetta verður alltof stór og ráðandi eining í okkar litla bankakerfi, sagði talsmaður Íslandsbanka. Það var hins vegar lítið minnst á hina ráðandi einingu í bankakerfinu þegar biðlað var til Landsbankans. Bankastjóri Búnaðarbanka dró seiminn, áréttaði að Búnaðarbankinn væri traustur banki og að málið væri afar flókið. Og þar við sat.

Þáverandi bankamálaráðherra sló ekki heldur á sameiningarnótur. Sameining bankanna ekki á dagskrá og sala þeirra ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar: ,,Ég hef sagt það að það að breyta ríkisviðskipta bönkunum yfir í hlutafélög þýði ekki það sama og að selja eigi eignarhluta ríkisins.\" Svo mörg voru þau orð.

Fjögur ár eru langur tími í pólitík þar sem yfirleitt þarf ekki nema nokkrar vikur til að mál falli í gleymsku. Nú, þegar alvaran blasir við eftir að Íslandsbanki og FBA féllust í faðma, vantar ekki að sumir vildu Lilju kveðið hafa og segjast alltaf hafa haft sameiningu ríkisbankanna á stefnuskrá. Og sumir búnir að fá sér aðra vinnu.

Pólitísk barátta um yfirráð í bankakerfinu olli því að sameining ríkisbankanna datt strax út af borðinu fyrir fjórum árum. Eftir samruna Íslandsbanka og FBA er þeim hinum sömu og þá lögðust gegn málinu hins vegar ljóst, að þeir eiga ekki margra kosta völ.

Sameining Landsbanka og Búnaðarbanka er vissulega umfangs mikil og vandasöm. Stórar og dýrar fasteignir þarf að selja, loka þarf útibúum og fækka starfsfólki, sem er viðkvæmasti þáttur málsins og sem þarf lengstan tíma til að leysa svo viðunandi sé.

Fjögur dýrmæt ár hafa farið í súginn í þessu stóra hagsmunamáli vegna pólitískra átaka og valdabaráttu. Þau ár hafa kostað almenning mikið fé. Það fé verður ekki reitt fram úr vasa, rétt sí svona.
s.h.


bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli