Frétt

bb.is | 06.01.2005 | 13:00Bygging skemmtihúss úr snjó í miðbæ Ísafjarðar í undirbúningi

Lóðin sem hópurinn hefur áhuga á að byggja snjóhús á.
Lóðin sem hópurinn hefur áhuga á að byggja snjóhús á.
Hafinn er undirbúningur að byggingu snjóhúss í miðbæ Ísafjarðar sem hýst gæti ýmsar uppákomur þegar líður á veturinn og einnig á Skíðaviku Ísfirðinga um páskana. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en hefur verið óframkvæmanleg vegna snjóleysis á undanförnum árum. Nú hefur hins vegar snjóað nokkuð undanfarið og því hófst undirbúningur húsbyggingarinnar. Myndaður hefur verið óformlegur hópur verktaka, fyrirtækja í veitingarekstri, einstaklinga og félagasamtaka sem leggja vilja málinu lið. Einn af aðstandendum húsbyggingarinnar sem bb.is ræddi við í morgun segir að hugur manna staldri helst við lóðina neðan Bensínstöðvarinnar á Ísafirði en hópurinn sé opinn fyrir betri hugmyndum. „Við höfum í hyggju að ræða á næstu dögum við bæjaryfirvöld um þessi mál og í framhaldinu verður vonandi ákveðið hvaða lóðir gætu komið til greina. Við viljum helst hafa þetta hús í námunda við miðbæinn til þess að geta tengst bæjarlífinu sem best“, segir einn af skipuleggjendunum sem ekki vill láta nafn síns getið að svo stöddu.

Forsvarsmenn byggingarinnar segja tilganginn með byggingunni þann að reyna að móta fleiri jákvæða hluti tengda snjónum. „Því miður eru á miklum snjó oft neikvæðar hliðar eins og landsmenn hafa orðið varir við undanfarna daga. En á snjókomunni eru líka jákvæðar hliðar. Hér verður vonandi góð skíðavertíð með iðandi mannlífi til fjalla. Sú vertíð nær hámarki í Skíðavikunni og við viljum byggja þetta hús til þess að auka á þá fjölbreytni sem þá verður í boði. Hugmyndin er sú að húsið verði nægilega stórt til þess að hýsa miðlungsstórar uppákomur á kvöldin og síðan verður hægt að selja kaffi þarna að deginum.“

Húsbyggjendurnir hyggjast leita samstarfs við bæjarfélagið á þann veg að hluta þess snjós sem keyra þarf í burtu verði safnað saman á lóð þá sem til umráða verður. Þar verði snjónum hlaðið upp og hann þjappaður. Ysta lag haugsins verður síðan úðað með vatni þannig að góð kápa myndist. Þegar haugurinn er síðan orðinn þéttur verður hafist handa við að moka innan úr honum og mynda salarkynni.

„Við erum bundin vilja náttúrunnar í þessu efni. Ef tíð verður hagstæð næstu vikur getur þetta verkefni tekist. Verði hún óhagstæð tekst þetta ekki og málið nær ekki lengra að sinni. Þetta hefur ekki verið reynt hérlendis áður svo vitað sé og eflaust koma menn til með að reyna þetta á fleiri stöðum og það er hið besta mál. Við höfum verið í fararbroddi í því að bjóða ýmsa afþreyingu í tengslum við veturinn og ætlum að halda því áfram. Fyrst og fremst verður þetta skemmtileg vinna fyrir okkur sem að þessu stöndum. Komi hugmyndin til með að skemmta fleirum þá er það ennþá betra.“

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli