Frétt

Guðjón A. Kristjánsson | 31.12.2004 | 21:30Áramót 2004

Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson.
Undanfarna daga hefur veturinn minnt á sig og látið okkur vita að Ísland er norður við heimskautsbaug. Við virðumst, þegar þetta er ritað, hafa verið svo lánsöm að missa ekki fólk í ógnaröldum jarðskjálfta við Indlandshaf. Þar eiga margir um sárt að binda og eiga þeir samúð okkar.

Stóriðjuframkvæmdir

Hinar gríðarmiklu stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi samfara stækkun Norðuráls og orkuöflun á Suðvesturhorninu vegna þess, hafa nú mikil áhrif á efnahagsumhverfið í landinu. Aukin einkaneysla, drifin áfram með miklum lánum banka og lánastofnana, eykur á þenslu sem þó mælist lítt víða á landsbyggðinni. Það ber að vara sérstaklega við mikilli skuldsetningu fyrirtækja og heimilunum er beinlínis hættulegt að taka lán í erlendum gjaldmiðlum. Afleiðingin er hækkun vaxta, aukin verðbólga og þensla, samfara mjög auknum viðskiptahalla. Allt hættumerki og áhrifin önnur á landsbyggðinni utan Miðausturlands.

Sjávarútvegur

Hátt gengi íslensku krónunnar veldur útflutningsgreinum sjávarbyggða og fólki sem þar býr miklum vanda. Þensla í framkvæmdum, aukinni atvinnu og mikilli hækkun fasteignaverðs, sést lítt víða á landsbyggðinni sem nú verður fyrir ruðningsáhrifum stóriðjuframkvæmda.

Vandséð er að landsbyggðin þoli gengis- og vaxtastefnuna til langs tíma. Starfsskilyrði samkeppnisiðnaðar og sjávarútvegs eru slök. Vandinn er alvarlegur og gæti orðið atvinnubrestur í byggðum sem byggja allt sitt á hefðbundnum útflutningi. Kvótakerfið með frjálsu framsali fiskveiðiréttinda hefur veikt byggðir og fært burtu fiskveiðiréttinn. Loforð um að smábátar væru utan kvótakerfis og að sérstaklega yrði varinn fiskveiði- og atvinnuréttur minni sjávarbyggða og fólks sem þar býr, voru svikin. Öll handverk ráðherra fjölga fisktegundum sem eru kvótabundnar og gera þá sem veiðarnar stunda að leiguliðum ,,rétthafanna“.

Hlýsjór og líffræði

Með hlýsjó norðan við landið og innfjarða breytist margt um framtíðarnýtingu fisks. Aldrei, síðan undirritaður fór að fylgjast með náttúrufæri, hefur verið meiri ástæða til að auka haf- og fiskrannsóknir. Til þess eigum við góð hafrannsóknaskip en við eigum að efla sjálfstæðar rannsóknir vísinda og sjómanna án þess að öll þekkingarleit í hafi sé miðstýrð af Hafrannsóknastofnun.
Þorskurinn af Íslandsmiðum mun leita til Austur-Grænlands í fæðuleit og verður veiddur af þeim sem þar hafa veiðirétt. Þorskurinn, okkar verðmætasta fisktegund,leitar í kaldsjóinn eftir fæðu. Grænlendingar munu ekki láta þorskinn éta upp rækjuna á sínum slóðum fái þeir því ráðið.

Viðburðir ársins

Heimastjórnarafmælið var sviðsett, enda 100 ár nægt tilefni. Heldur urðu þau hátíðahöld til leiðinda okkar ráðherrum og þjóðinni, enda var forseta Íslands ekki ætlaður staður né stund í þeim atburðum. Ný samskiptatækni veraldar dugði ekki til þess að forseta Íslands væri möguleg setan á ríkisráðsfundi. Verkið var eitt af skipulagðari verkum ríkisstjórnar. Heimastjórnarlætin ollu þó þjóðinni litlum skaða.

Fjölmiðlafárið sem ríkisstjórnin hóf með fyrstu útgáfu af ,,fullkomnu lagafrumvarpi“ varð hins vegar til nokkurs skaða, enda upplag málsins og eftirfylgja öll á þann veg að stórdeilum olli. Þegar lögin voru samþykkt í 5. útgáfu ákvað forseti að neita lögunum staðfestingar. Forseti byggði á stjórnarskránni og neitaði undirskrift og vísaði málinu til þjóðarinnar. Það þótti stjórnarliðum, einkum forsætis- og utanríkisráðherra, slík undur og stórmerki að rétt væri að kalla Alþingi saman og stöðva þennan feril málsins. Á sérstöku sumarþingi var allt gleypt til baka af sömu þingmönnum og áður samþykktu og hafði í ferlinu tekist að eyða nokkrum tugum milljóna króna í ekki neitt, en þjóðinni var meinað að sýna afstöðu sína í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að öðru leyti sluppum við skaðlaust frá þessu máli, en tíminn gat nýst til betri verka.

Hinir staðföstu

En sama verður ekki sagt um mál sem Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu að samþykkja og fylgja í trássi við meirihluta þjóðar og án þingvilja, því ákvörðunin var ekki rædd, þ.e. Íraksstríðið. Þeir tóku ákvörðun austur í Prag, að Ísland sem aldrei vildi fara með ófriði á hendur öðrum þjóðum né eiga beinan þátt í hernaðaraðgerðum, skyldi styðja innrásina í Írak. Áratuga friðarstefna Íslendinga var aflögð án samráðs sem lögbundið er við utanríkismálanefnd Alþingis. Ráðherrar eru nú orðnir tví- og þrísaga um málsmeðferð alla og upplýst er að í þingflokki núverandi forsætisráðherra hafi málið aldrei verið rætt. Þær hörmungar sem ganga yfir írönsku þjóðina og við berum að hluta ábyrgð á, eru hörmulegar og valda öllum sem sjá og heyra sorg í hjarta. Við eigum að segja okkur af lista þeirra viljugu og staðföstu. Ég styð að lýst verði yfir að ákvörðunin hafi ekki verið tekin í mínu nafni og vona að sem flestir Íslendingar styðji þá yfirlýsingu.

Frjálslyndi flokkurinn

Starfsemi Frjálslynda flokksins eflist á landsvísu með aukinni þátttöku í sveitarstjórnarmálum, nú síðast með því að leggja lið sigursælum lista félagshyggjufólks austur á Héraði. Ný bæjarmálafélög Frjálslyndra hafa verið stofnuð. F-listinn á borgarfulltrúa í Reykjavík og bæjarfulltrúa á Ísafirði. Myndaður hefur verið vinnuhópur um borgarmál. Ung frjálslynd, ungliðahreyfing Frjálslynda flokksins, hefur starfað af fullum krafti og valið tvær ungar konur til forystu, Kristín María Birgisdóttir háskólanemi er formaður og Ragnhildur Ragnarsdóttir tölvunarfræðingur varaformaður.

Þann 4.-5. mars nk. verður Landsþing flokksins haldið í Reykjavík, en það mótar stefnu flokksins bæði á almennum, breiðum grundvelli, jafnt sem í einstökum málaflokkum.

Mismunun

Stefna ríkisstjórnarinnar frá kosningum í skatta- og velferðarmálum er í andstöðu við áherslur Frjálslynda flokksins. Í fjárlögum, haustið 2003 voru auknar álögur á landsmenn um 3 milljarðar króna, en hátekjuskattar lækkaðir. Í haust er hátekjuskattur lækkaður og felldur niður 2006. Lækkun skattprósentu kemur best út fyrir þá sem hæst hafa launin. Mismunun vex og er í algjörri andstöðu við þá jöfnunarleið sem við vildum fara: að hækka persónuafsláttinn og létta skattbyrði þeirra sem lægst hafa launin eða eru á elli- og örorkulífeyri. Samtök aldraðra, öryrkja og ASÍ hafa ályktað á sama veg. Ríkisstjórnin er að auka gjaldtöku á þegna óháð tekjum, síðast í heilbrigðiskerfinu. Breytinga er ekki að vænta meðan þessi ríkisstjórn heldur völdum. Þess vegna verður að setja hana af, allt annað er ávísun á aukið misrétti og tekjumun þegnanna.

Ég óska landsmönnum öllum árs og friðar.

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli