Frétt

mbl.is | 31.12.2004 | 08:18Eftirminnilegustu högg ársins að mati Sports Illustrated

Það voru mörg eftirminnileg högg sleginn á golfmótum atvinnumanna og kvenna á árinu sem er að líða. Spennan var mikil á fjölmörgum mótum og má þar nefna að á tveimur af fjórum stórmótum í karlaflokki réðust úrslit í bráðabana og á hinum tveimur stórmótunum réðust úrslitin ekki fyrr en á lokaholu þeirra sem skipuðu síðasta ráshóp á lokadegi mótsins. Annika Sörenstam lét að sér kveða á mótaröð atvinnukvenna, LPGA, og hafði í raun gríðarlega yfirburði. En að mati sérfræðings íþróttatímaritsins Sports Illustrated standa eftirfarandi högg upp úr á árinu sem er að líða og þar kemur Sörenstam, Woods eða Goosen ekki við sögu.

5: Justin Leonard. Þriðja höggið á 72. holu á PGA-meistaramótinu.

Eitt slakasta golfhögg sem slegið hefur verið á atvinnumannamóti. Hér er ekki um að ræða áhugamann sem leikur annað slagið um helgar. Þetta var Justin Leonard, sem er af flestum talinn vera einn af bestu kylfingum heims er kemur að fleygjárninu. Hann stóð í brekku, aðeins upp í móti, sem gerir flestum auðveldara um vik að stjórna lendingarsvæði boltans. En hvað gerði Leonard? Hann festi kylfuhausinn í þykkum karga og höggið var allt of stutt. Hann tvípúttaði og endaði í umspili um sigurinn þar sem Vijay Singh hafði betur.

4: John Daly Úr sandglompu í bráðabana á Opna San Diego mótinu.

Endurkoma ársins var að flestra mati hjá John Daly sem var í 299. sæti á heimslistanum fyrir þetta mót enda hafði hann ekki sigrað á móti frá því hann fagnaði sigri á Opna breska meistaramótinu árið 1995. Daly var í umspili um sigurinn á Opna San Diego mótinu og reyndi hann við flötina í öðru höggi sínu á meðan andstæðingar hans lögðu upp með að leika af öryggi á 18. braut vallarins sem er par 5. Daly sló um 260 metra högg sem endaði í sandgryfju við hægri hlið flatarinnar, en fyrir framan flötina er vatn sem gerir flestum erfitt að slá inná í tveimur höggum.

Höggið úr sandglompunni var eitt það erfiðasta sem kylfingar geta upplifað enda hallaði flötin frá Daly og boltinn var um 20 metra frá holunni. En Daly sem tvívegis hefur sigrað á stórmóti á sínum ferli náði að láta boltann enda rétt við holuna og tryggði sér sigur með því að ná fugli.

3: Craig Parry Örn í umspili um sigurinn á Doral mótinu.

Góð högg krefjast þess ekki alltaf að sveiflan sé fullkomin. Enda sagði Johnny Miller golfsérfræðingur á NBC sjónvarpsstöðinni að Ben Hogan myndi snúa sér við í gröfinni ef hann sæi sveifluna hjá Parry. En Parry stakk heldur betur upp í Miller er hann setti boltann ofan í með 6-járni af um 160 metra færi. Léttur örn og sigur á atvinnumannamóti á PGA-mótaröðinni, 3-stiga högg!.

2: Phil Mickelson Hristi af sér slenið á Mastersmótinu.

Sá örvhenti brosti breitt er Chris DiMarco óskaði eftir því að hann færði boltamerkið sitt á meðan hann púttaði á 72. holu á Mastersmótinu. Þar með fékk Mickelson tækifæri sem hann hafði beðið eftir lengi, enda var DiMarco með sömu púttlínu og sá örvhenti sem var að berjast um sigurinn ásamt Ernie Els. Mickelson hristi af sér titilinn sem besti kylfingurinn sem ekki hafði sigrað á stórmóti, enda vilja fáir bera þann titil í mörg misseri. Mickelson brást ekki bogalistin er hann framkvæmdi mikilvægasta púttið á ferlinum, boltinn virtist alltaf vera á réttri leið og fögnuður Mickelson var einlægur er hann sá boltann falla ofaní holuna.

1: Aree Song Hugrekki á 72. holu á Kraft Nabisco mótinu.

Stórmót á mótaröð atvinnukvenna fór fram á Mission Hill og hin 17 ára gamla Aree Song var tveimur höggum á eftir Grace Park eftir upphafshöggið á 18. braut sem er par 5. Song lagði allt undir er hún reyndi að slá inná flötina í öðru höggi sínu. Boltinn endaði um 10 metra frá holu eftir 230 metra langt inná högg. Pressan var nú öll á Park enda setti Song boltann ofaní holuna í næsta höggi. Glæsilegur örn. En Park stóðst álagið og fékk fugl og tryggði sér sigur. En að mati Rob Stanger blaðamanns Sports Illustrated sýndi Song hvað kylfingar ættu að hafa í huga við slíkar aðstæður. Allt eða ekkert, það er málið….!!!!!

bb.is | 24.10.16 | 14:38 „Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli