Frétt

Stakkur 53. tbl. 2004 | 30.12.2004 | 09:34Fram og til baka

Árið 2004 er senn að baki. Þess er óskað að lesendur geti litið yfir liðið ár og fundið þar margt gott til að geyma í minningunni. Flestir búa við það, að skin og skúrir skiptast á. Sennilega skiptir upplifun okkar í eigin lífi og fjölskyldu og vina meiru en það sem gerist í þjóðmálunum. En allt tvinnast þetta þó saman og ákvarðanir stjórnvalda hafa áhrif á líf einstaklinganna og upplifun okkar af þeim litar skilning á þjóðlífinu. Margt hefur gerst merkilegt á líðandi ári. Sennilega ber hæst aldarafmæli heimastjórnar, sem haldið var hátíðlegt að forseta Íslands fjarstöddum og varð af nokkur hávaði, sem ekki sér fyrir endann á. Hvort bein tengsl voru á milli þess, að forsetinn tók skíðin í Colorado fram yfir 1. febrúar á Íslandi, og þess að hann neitaði síðar að staðfesta svokölluð fjölmiðlalög með undirskrift sinni skal ósagt látið. Engu að síður hóf hann sitt þriðja kjörtímabil 1. ágúst síðastliðinn. Önnur umskipti urðu skömmu síðar, er Davíð Oddsson lét af embætti forsætisráðherra, sem hann hafði gegnt samfleytt meira en 13 ár og fjóra mánuði.

Davíð varð utanríkisráðherra, en Halldór Ásgrímsson varð forsætisráðherra og þjóðin bíður spennt að sjá hver reynslan verður. Samfelldur ferill Davíðs í embætti forsætisráðherra er einstæður í vestrænu lýðræðisríki og sagan mun meta árangurinn, þótt nú njóti Íslendingar betri lífskjara en nokkru sinni fyrr. En Davíð átti í erfiðum veikindum árinu, sem vonandi verða til þess að opna augu fólks fyrir því að fara reglulega til læknis og láta athuga heilsufar, en bíða ekki eftir því að veikindinn banki upp á. Því verður ekki neitað, að þrátt fyrir velmegun er til hópur fólks, sem nær ekki vopnum sínum í lífsbaráttunni og býr við böl fátæktar, sem verður meira áberandi í mikilli velmegun. Hverju breyttu deilur sem spruttu af afmælishátíðinni? Sennilega engu til lengri tíma litið. Þó er að fara af stað endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands eina ferðina enn.

Útrás íslenskra fjáreigenda er eftirtektarverð. Ekki tekst að selja fjórfætt fé, en en fjármagnið leitar bæði inn í landið og úr því. Íslenskir bankar vekja heimsathygli fyrir djörfung í víking sínum á hendur okkar gömlu herraþjóða. Vonandi gengur allt upp. En þótt féð leiti úr landi til uppbyggingar leitar það ekki út á land að frátöldum Austfjörðum. Við óskum breytingar á því. Tækifærin blasa ekki við Vestfirðingum, ekki þau stóru að minnsta kosti á Vestfjörðum enn sem komið er. Mikil umræða hefur orðið um meinta þátttöku í stríðsrekstri í Írak. Stríðið hefur fellt gildi dollars og það komið niður á sjávarútvegi. Reyndar eru hættumerki á lofti. Kínverjar kosta stríðið með lánum og þau rýrna með falli dollara. Asía mun því vera á góðri leið að yfirtaka fjármál heimsins. Hver áhrifin verða hér heima er ekki vitað, en þau verða einhver.

Árið kveður með stórfelldum hamförum náttúrunnar úti í heimi og það leiðir hugann að því hvort við Vestfirðingar dottum á verðinum. Hinn 16. janúar verða 10 ár liðinn frá snjóflóðunum í Súðavík. Þau eiga vera okkur áminning um að slaka hvergi á umgengni við náttúruna. Lesandi góður, vonandi áttu gott ár að baki og annað betra framundan. Þrátt fyrir ytri aðstæður, er það hið smáa á þjóðfélagsvísu, en stóra í lífi okkar hvers og eins sem skiptir mestu fyrir hamingju okkar og lífsgleði. Megirðu eiga gott ár í vændum með þökkum fyrir samferðina á líðandi ári.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli