Frétt

Leiðari 53. tbl. 2004 | 30.12.2004 | 09:32Og aldrei það kemur til baka

Synjun forseta Íslands um undirskrift á fjölmiðlalögunum, kennaradeilan, stólaskiptin í ríkisstjórninni, örlög þingmanna sem ekki falla að liðsheildinni, stirðleiki í samskiptum stjórnvalda og örykja, eftirmáli örlagaríkasta tveggja-manna-tals þjóðarsögunnar, allt kemur þetta árinu 2004 á spjöld sögunnar, sem viðburðaríku og átakamiklu ári. Þegar fram í sækir verður ársins ekki síður minnst, sem ársins þegar peningaflóð úr fjárhirslum lánasjóða og banka nær drekkti þjóðinni og erlent fjármagn flæddi inn í landið af meiri krafti en stærstu sjávarföll bera með sér. Ársins, þar sem spurt var hvort pakka ætti nýja bílnum inn í gjafapappír og hugtakið hundrað prósent öðlaðist nýja og fjölþættari merkingu en áður.

Ársins 2004 verður líka minnst sem ársins þar sem bryddað var upp á þeirri nýjung að aðla uppgjafa pólitíkusa og slá þá til sendiherratignar. Verður að játa að það er ólíkt feitari biti til elliára lúinna stjórnmálamanna en pjátrið, sem fylgir hinni árlegu orðuúthlutun á Bessastöðum. Með prósentufjölgun sendiherraaðalsins, yfirfærðri á laun, hefði aldrei komið til verkfalls grunnskólakennara.

Ársins 2004 verður líka minnst fyrir strandhögg afkomenda hinna fornu víkinga á erlendri grundu þar sem þeir náðu að sölsa undir sig heilu verslanasamsteypurnar áður en heimamenn svo mikið sem brugðu blundi.

Vestfirðingar fleyttu ekki rjómann af trogum ríkisvaldsins á árinu, frekar en fyrri ár. Ekki vantaði þó fundina ,,til að ræða þá alvarlegu þróun sem orðið hefur og ekkert lát virðist á,“ og ekki skorti viljayfirlýsingar ráðamanna um þann mikla skilning, sem þeir hafa á högum okkar hér vestra. Því er þó ekki að neita að betur færi með færri orð og meiri efndir.

Vissulega hefur sitthvað áunnist á árinu, sem nú kveður. Fyrir allt hið góða megum við vera þakklát. Hvaða lærdóm við drögum af viðburðum gamla ársins fer trúlega eftir því hvernig það reyndist okkur, sem einstaklingum. Margt mun fylgja okkur yfir á nýja árið. Sumt gott. Annað miður. Hversdagsstritinu linnir ekki. Dansinn í kringum gullkálfinn mun duna, sem aldrei fyrr. Bræður munu berjast. Við lærum seint af reynslunni.

Bæjarins besta þakkar lesendum sínum og viðskiptavinum öllum samfylgdina á árinu, sem fyllti annan tuginn í sögu blaðsins. Blaðið sendir velunnurum sínum nær og fjær sem og landsmönnum öllum bestu óskir um frið og farsæld á komandi ári.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli