Frétt

bb.is | 29.12.2004 | 16:02Skiptir bæjarráð um skoðun að beiðni sjávarútvegsráðuneytisins?

Nú stendur fundur bæjarráðs yfir.
Nú stendur fundur bæjarráðs yfir.
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar sem hófst kl. 15 í dag eru á dagskrá málefni byggðakvóta sem úthlutað var til Ísafjarðarbæjar fyrir skömmu. Á síðasta fundi bæjarráðs var ákveðið að setja ekki reglur um úthlutun kvótans þrátt fyrir að bæjarstjórn hefði falið bæjarráði að leggja tillögur um úthlutun fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Óðinn Gestsson framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu ehf. á Suðureyri hefur gagnrýnt bæjarráð fyrir að vilja ekki setja reglur um úthlutun kvótans og ráðið sé með því að hunsa vilja bæjarstjórnar. Samkvæmt heimildum bb.is hefur töluverður titringur verið vegna málsins undanfarna daga og það er ástæðan fyrir því að málið er enn einu sinni á dagskrá bæjarráðs. Í tölvupósti sem ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins sendi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, að hans beiðni, kemur fram að ráðuneytið telji Ísafjarðarbæ heimilt að úthluta 120 tonna byggðakvóta sem kom í hlut sveitarfélagsins beint til Suðureyrar og Flateyrar.

Í umræddum tölvupósti segir að úthlutun þessara 120 tonna til Ísafjarðarbæjar hafi verið sérstök úthlutun til sveitarfélagsins á móti þeirri skerðingu sem varð á úthlutun Byggðastofnunar á byggðakvóta. Þá segir: „Ráðuneytið lítur svo á að Ísafjarðarbær geti ákveðið að þessum kvóta verði ráðstafað til Flateyrar og Suðureyrar enda þá litið til þess að Byggðastofnun úthlutaði þessum kvóta á sínum tíma til Þingeyrar samkvæmt tillögum sveitarfélagsins. Reyndar var um það rætt og út frá því gengið við undirbúning málsins í ráðuneytinu að Ísafjarðarbær myndi gera tillögu um ráðstöfun þessa kvóta til Flateyrar og Suðureyrar ekki síst í ljósi þess að á sínum tíma höfðu þessir staðir áhrif á það magn sem úthlutað var til Þingeyrar af Byggðastofnun. Ráðuneytið hefur þannig gengið út frá því að það komi tillaga frá Ísafjarðarbæ um til hvaða byggðarlaga þessum hluta kvótans verður ráðstafað þar sem úthlutunin er ekki tilgreind sérstaklega til einstakra byggðarlaga innan sveitarfélagsins.“ Undir þetta bréf ritar Vilhjálmur Egilsson ráðuneytisstjóri.

Þetta bréf ráðuneytisins er mjög sérstakt því hvergi hefur komið fram við úthlutun byggðakvótans að þessi úthlutun væri sérstaklega ætluð ákveðnum byggðarlögum. Má í því sambandi nefna að í útreikningum ráðuneytisins sem fylgdu úthlutuninni er hvert byggðarlag fyrir sig tilgreint. Þar er Suðureyri og Flateyri ekki úthlutað umræddum tonnum heldur Ísafjarðarbæ í heild sinni.

Vilhjálmur Egilsson ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins staðfestir að umræddur tölvupóstur hafi verið sendur bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Hann segir bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar hafa óskað eftir áliti sjávarútvegsráðuneytisins á þessari úthlutun og við því hafi verið orðið. Hann segir ráðuneytið hafi gengið út frá því að Ísafjarðarbær myndi úthluta þessum kvóta til Suðureyrar og Flateyrar ekki síst vegna þess að Ísafjarðarbær ákvað á sínum tíma að úthluta byggðakvóta, sem kom í hlut þessara byggðarlaga, til Þingeyrar. Aðspurður hvers vegna þessi skoðun ráðuneytisins á því hvert umræddur kvóti ætti að renna hafi ekki komið fram fyrr t.d. í úthlutunarskjalinu segir Vilhjálmur að það megi gagnrýna en svona hafi hlutirnir gerst. „Við töldum okkur ekki hafa neinar forsendur til þess að segja sveitarfélaginu fyrir verkum í þessu efni og því var þessu úthlutað til sveitarfélagsins í heild“.

Aðspurður hvort ekki sé óeðlilegt að ráðuneytið sé að þrýsta á bæjaryfirvöld með þessum hætti eftir að fyrir liggur afgreiðsla bæjarráðs segir Vilhjálmur að það hefði auðvitað verið betra að þurfa ekki að gera það. „Þetta álit var ekki sent að okkar frumkvæði heldur að beiðni bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Hans ósk kom fram skömmu eftir fund bæjarráðs þar sem ráðið ákvað að koma ekki að úthlutun kvótans. Hans skilningur á úthlutun kvótans var sá sami og okkar og því óskaði hann eftir þessu áliti okkar.“

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar situr nú á fundi þar sem mál þetta er á dagskrá. Breytist afstaða ráðsins ekki, þ.e. að vilja ekki koma að úthlutun kvótans, segir Vilhjálmur að þá verði byggðakvótanum úthlutað samkvæmt reglugerð til allra skipa og báta sem veiðiheimildir hafa í sveitarfélaginu í réttu hlutfalli við kvótaeign.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli