Frétt

mbl.is | 28.12.2004 | 15:35Raforkuverð hækkar umfram verðlagsbreytingar um áramótin

Raforkuverð til almennings hækkar um áramótin umfram verðlagsbreytingar þegar flutningsgjaldskrá Landsnets tekur gildi. Segir í tilkynningu frá Landsneti, að flutningskostnaður raforkunnar sé um 15% af heildar raforkureikningi heimilanna. Þannig megi vænta þess að ef flutningskostnaður myndi hækka um 10% þá myndi raforkureikningurinn hækka um því sem næst 1,5%. Þann 1. janúar 2005 tekur formlega gildi nýtt rekstrarumhverfi í íslenska raforkugeiranum þegar opnað verður fyrir samkeppni í raforkuvinnslu og sölu. Breytingarnar eru í kjölfar nýrra raforkulaga sem Alþingi samþykkti á miðju ári 2003. Samtímis þessu þ.e. 1. janúar 2005 mun nýtt fyrirtæki, Landsnet, taka til starfa en það mun samkvæmt lögunum annast alla raforkuflutninga á landinu.

Orkufyrirtæki hafa bent á það að hærri flutningskostnaður Landsnets, sem beri ábyrgð á flutningskerfinu og annast kerfisstjórn þess, sé ein ástæða þess að raforkureikningar landsmanna muni hækka í kjölfarið á þessum breytingum. Í tilkynningu frá Landsneti segir, að því verði ekki neitað að smávægilegar hækkanir verði umfram verðlagsbreytingar um áramótin þegar flutningsgjaldskrá Landsnets taki gildi.

Fram kemur að í nýju raforkulögunum sé gengið út frá því að ákveðin jöfnun verði í flutningi raforkunnar. Þetta sé gert meðal annars með því að stækka flutningskerfið verulega og færa afhendingarstaði þess nær notendum raforkunnar. Þetta hafi þau áhrif að breytingar verða á flutningskostnaði, dreifbýlinu til hagsbóta, en að sama skapi hækki flutningskostnaður á suð-vesturlandi.

Nokkur hluti dreifikerfa Rafmagnsveitna ríkisins, Orkubús Vestfjarða, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja verða hluti flutningskerfisins og hækka því flutningskostnaðinn. Afleiðing þessa er að dreifikerfið verður umfangsminna og gjaldskrá þess ætti því að lækka sem nemur eignatilfærslunni. Landsnet mun leigja flutningsvirki af Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja og greiða fyrir um 200 milljónir króna á ári, en kostnaður vegna þessa er inni í flutningsgjaldskránni. Landsnet segir, að nettóáhrif þessa þáttar á neytendur ættu því að vera hverfandi, nema að því leyti sem þessi tilfærsla eigna leiði til jöfnunar raforkuverðs milli suðvesturhluta landsins og annarra landshluta.

Samkvæmt raforkulögunum eiga allar virkjanir að greiða til flutningskerfisins enda er flutningskerfið forsenda þess að raforkuviðskipti geti átt sér stað. Vegna þessa munu virkjanir Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja, Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða greiða innmötunargjöld sem þau greiddu ekki áður og veldur þetta því hækkun hjá þessum aðilum, einkum þeim tveim fyrstnefndu. Virkjanir Landsvirkjunar hafa greitt þennan kostnað að fullu frá miðju ári 2003.

Orkustofnun ákvarðar hversu miklar tekjur Landsnet má innheimta vegna flutnings raforku. Landsnet hefur tillögurétt en ekki ákvörðunarrétt í þessu efni. Við ákvörðun tekjuramma fyrirtækisins fyrir árið 2005 miðaði Orkustofnun við raunverulegan kostnað forvera Landsnets af þessari þjónustu á árunum 2002 og 2003, framreiknaðan m.v. verðlagsbreytingar. Auk raunverulegs kostnaðar áranna 2002 og 2003 tók Orkustofnun tillit til þess við ákvörðun tekjuramma Landsnets, að fyrirtækið ber ákveðnar skyldur vegna breytinga á skipan raforkumála og gerir stofnunin ráð fyrir að kostnaður vegna þessa muni nema um 100 milljónum króna á árinu 2005. Þessi kostnaðarauki jafngildir um 4 aurum á hverja kWst af forgangsraforku sem Landsnet mun flytja til dreifiveita á komandi ári.

Orkustofnun annast eftirlit með starfsemi Landsnets. Sýni niðurstaða einstaks árs að Landsnet hafi fengið hærri tekjur en Orkustofnun heimilaði þá ber Landsneti að lækka gjaldskrá sína ári seinna þannig að engin hætta er á því að Landsnet, frekar en önnur sérleyfisfyrirtæki, geti hækkað gjaldskrár sínar umfram heimildir.

„Að ofansögðu er ljóst að hlutur flutningsþjónustu í hækkun á raforkuverði til neytenda, umfram verðlagshækkanir, takmarkast að meðaltali við 9 aura á kWst. Má nefna að Orkuveita Reykjavíkur innheimtir í dag 6,63 krónur á kWst fyrir orku til heimila á dreifisvæði sínu og nema 9 aurar um 1,4 % hækkun þess verðs. Vegna jöfnunaráhrifa nýju raforkulaganna mun hlutur flutningsþjónustu í hækkun á raforkuverði til neytenda þó verða hærri en sem nemur 9 aurum á kWst á suð-vestur hluta landsins, en að sama skapi lægri en 9 aurar annarsstaðar.

Þó svo að hækkun verði nú þegar nýtt rekstrarumhverfi tekur gildi þá er það von Landsnets að þetta sé tímabundið ástand og mun Landsnet leggja hart að sér á komandi árum við frekari hagræðingu í starfsemi sinni með það að leiðarljósi að ná þessum kostnaðarhækkunum til baka," segir í tilkynningu Landsnets.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli