Frétt

Fréttablaðið | 27.12.2004 | 10:13Toppliðin unnu öll

Lið Chelsea virðist einfaldlega ekki fært um að tapa leik þessa dagana og í gær var það lið Aston Villa sem var fórnarlambið. Chelsea hefur þó oft leikið betur en í gær en með varnarleik og boðið var upp á í gær er andstæðingurinn ekki líklegur til að skora mörk. Enn einu sinni hélt Chelsea hreinu og eftir 19 leiki á tímabilinu hefur liðið aðeins fengið á sig 8 mörk. "Ef lið ætla sér velgengni verða þau að hafa góða vörn og markmann. Það hefur Chelsea. Liðið er magnað, spilar frábært kerfi og ég öfunda Mourinho fyrir að fá að njóta krafta leikmanna eins og Damien Duff og Arjen Robben," sagði David O´Leary, stjóri Villa eftir leikinn, fullur lotningar í garð Mourinho. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea og fékk ágætis dóma fyrir sína frammistöðu. Hann náði reyndar að brenna af upplögðu marktækifæri áður en hann var tekinn út af þegar rúmar 20 mínútur voru eftir.

Leikmenn Arsenal sýndu það í leiknum gegn Fulham að þeir eru ekki á þeim buxunum að gefa eftir í baráttunni við Chelsea og var 2-0 sigur liðsins gegn Fulham afar sannfærandi. Thierry Henry og Robert Pires voru frábærir í leiknum og skoruðu þeir mörk Arsenal, bæði á afar snyrtilegan hátt. Markið var það 128. sem Henry skorar fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og jafnaði hann þar með gamalt met Ians Wright hjá félaginu. Er Henry nú langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk en næstur kemur Pires með tíu talsins. "Það sem er ótrúlegast við markaskor Henry hjá okkur er hversu stöðugur hann er. Nefnið mér einn annan framherja sem hefur aldrei látið meira en einn eða tvo mánuði líða á milli marka," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir leikinn.

Everton og Manchester United eru enn með í baráttunni eftir góða sigra í gær. Lærisveinar Alex Ferguson áttu í engum vandræðum með Bolton á heimavelli sínum á meðan Marcus Bent tryggði Everton dýrmæt þrjú stig með sigurmarki tæpum hálftíma fyrir leikslok gegn Manchester City.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli