Frétt

bb.is | 23.12.2004 | 11:21Engin svör berast frá Ratsjárstofnun um möguleika á fjarstýringu frá Bolafjalli

Ratsjárstöðin á Bolafjalli.
Ratsjárstöðin á Bolafjalli.
Engin svör eða viðbrögð hafa borist frá Ratsjárstofnun vegna fyrirspurnar bb.is um möguleika á því að ratsjárstöðvum stofnunarinnar verði fjarstýrt frá Bolafjalli í stað Miðnesheiðar. Verðandi forstjóri stofnunarinnar vísaði málinu til núverandi forstjóra. Formaður Rafiðnaðarsambandsins er afar þungorður í garð stofnunarinnar á vefsíðu sambandsins og gefur í skyn að fjarstýring stöðvanna geti haft áhrif á flugumsjón. Sem kunnugt er tilkynnti Ratsjárstofnun á dögunum um væntanlegar uppsagnir tæknimanna hjá stofnuninni. Tæknimenn þessir vinna í fjórum ratsjárstöðvum stofnunarinnar m.a. á Bolafjalli við Bolungarvík. Bæjarstjórinn í Bolungarvík hefur lýst þessum fyrirætlunum sem þungu höggi fyrir byggð í bænum. Hann varpaði einnig fram þeirri hugmynd hvort í þessum breytingum á starfsemi stöðvanna fælust ekki ákveðin tækifæri til uppbyggingar starfa á landsbyggðinni. Nefndi hann þá hugmynd hvort ekki mætti fjarstýra stöðvunum frá Bolafjalli eins og frá Miðnesheiði eins og fyrirhugað er.

Í síðustu viku hafði blaðamaður bb.is samband við Ólaf Örn Haraldsson verðandi forstjóra stofnunarinnar. Ólafur Örn hefur í máli þessu sinnt samskiptum við fjölmiðla. Aðspurður sagðist hann ekkert geta tjáð sig um hugmynd bæjarstjórans í Bolungarvík því þar væri um tæknileg mál að ræða sem hann hefði ekki þekkingu á. Ekki treysti hann sér heldur til þess að svara þeirri spurningu hvort í undirbúningi hagræðingaraðgerða hefði verið skoðaður sá möguleiki að fjarstýra stöðvunum frá öðrum stað en Miðnesheiði. Hann vísaði öllum þessum spurningum til Jóns Böðvarssonar núverandi forstjóra stofnunarinnar. Bauðst Ólafur Örn jafnfram til þess að hafa milligöngu um að koma umræddum spurningum til Jóns. Nokkrum dögum síðar hafði blaðamaður samband við Ratsjárstofnun og bað um samband við Jón Böðvarsson forstjóra stofnunarinnar. Þrátt fyrir það kom téður Ólafur Örn í símann og lofaði að ýta á svör við spurningum bb.is og lofaði að hafa samband. Síðan hefur ekkert heyrst frá stofnuninni.

Tæknimenn þeir sem segja á upp eru félagar í Rafiðnaðarsambandi Íslands. Formaður þess, Guðmundur Gunnarsson, ber þungar sakir á Ratsjárstofnun í pistlum á heimasíðu sambandsins rafis.is. Þar segir hann m.a.: „Ratsjárstofnun rekur 4 ratsjárstöðvar hér á landi, eina á hverju landshorni. Starfsemin byggist á að mestu á að staðsetja allt flug í okkar heimshluta og senda þennan ratsjárgeisla til flugstjórnarkerfa og varnarkerfis bandaríkjamanna. Fyrstu árin störfuðu 32 tæknimenn auk 4–6 á skrifstofu. En smá saman hafa verið ráðnir fleiri á skrifstofuna og eru þeir orðnir nú á þriðja tug. Hver silkihúfan upp af annarri, sem öðru hvoru fljúga um landið í einkaflugvélum og athuga hvort ryk sé á hillunum í stöðvunum og nokkur óþarfa húsgögn séu á staðnum. Einnig er búið að ráða umsjónarmenn í stöðvarnar og þeim skipað að vera utan stéttarfélaga. Þetta var að því virtist gert til þess eins að ögra tæknimönnunum. Stöðvarstjórar voru einnig ráðnir. Er einhver undrandi á því að bandaríkjamönnum blöskri þessi rekstur og segi það verði að hagræða? Og hver er hagræðingartillaga skrifstofufólksins: Segjum upp helming tæknimannanna!!!”

Þá telur formaðurinn að fjarstýring stöðvanna geti haft þær afleiðingar að þær verði óstarfhæfar um tíma vegna bilunar og það geti haft áhrif á flugumsjón sem veitt er frá Íslandi og skilar umtalsverðum tekjum eins og hann segir. Það skapi óöryggi sem Kanadamenn og Skotar muni notfæra sér til þess að ná til sín umsjón með flugumferð sem Íslendingar hafa nú með höndum. Þá gagnrýnir hann tímasetningar uppsagnanna mjög harkalega.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli