Frétt

| 04.04.2000 | 14:58Ökumennirnir sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi

Frá slysstað 5. febrúar á síðasta ári.
Frá slysstað 5. febrúar á síðasta ári.
Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp þann dóm í morgun að ökumenn tveggja bifreiða sem lentu í árekstri á einbreiðri brúnni yfir Vaðal í Önundarfirði 5. febrúar á síðasta ári, hefðu gerst sekir um manndráp af gáleysi. Við áreksturinn lést farþegi í annarri bifreiðinni, kona fædd árið 1966, samstundist af miklum innvortis áverkum, sem og ófætt barn hennar.
Í niðurstöðu dómsins segir: ,,Vel sést til umferðar á móti, úr hvorri átt sem komið er að brúnni yfir Vaðal, enda kemur fram í skýrslum ákærðu að hvor um sig sá til ferða hins. Ákærði (ökumaður fólksbifreiðarinnar) kveðst hafa talið sig ,,eiga" brúna, í þeim skilningi að hann hefði komið fyrr að henni. Samkvæmt skýrslu hans ók hann óhikað að henni á um 70-80 km hraða á klukkustund, en hemlaði er hann sá að meðákærði myndi fara inn á brúna. Varð slysi þá ekki afstýrt." Síðan segir að þegar litið sé til skýrslu vitnis, sem sé í samræmi við skýrslu ákærða (ökumanns fólksflutningabifreiðarinnar), þess efnis að bifreið hans hefði átt skemmra að brúnni er bifreiðarnar nálguðust, verði að telja að ökumaður fólksbifreiðarinnar hafi ofmetið verulega forskot sitt að brúnni. Þykir hann hafa sýnt af sé gáleysi miðað við aðstæður.

Ákærði (ökumaður fólksflutningabifreiðarinnar) er veginum kunnur, segir í dómnum. Í framburði hans og vitnis kemur fram að hann sá til ferða meðákærða löngu áður en að brúnni var komið. Kom fram í skýrslu vitnisins að meðákærði hefði þá farið geyst. ,,Bar ákærða að sýna sérstaka aðgæslu, er komið var að mjórri brú, með tilliti til þess að bifreið var ekið hratt á móti. Ákærði, sem kveðst yfirleitt hafa ekið á um 90 km hraða á klukkustund í ferðinni frá Þingeyri þennan dag. kveðst hafa dregið úr ferð er hann nálgaðist brúna og metið aðstæður. Með því að hann ók þrátt fyrir þetta inn á brúna og hugðist verða fyrri yfir hana en meðákærði, verður að telja að hann hafði vanmetið verulega fjarlægð bifreiðar meðákærða miðað við hraða hennar.
Samkvæmt ofansögðu verður að sakfella báða ákærðu fyrir þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákærunni og varðar við þargreind ákvæði umferðar- og hegningarlaga. Leysir það hvorugan undan sök að hinum hefði verið unnt með meiri gætni að afstýra því að árekstur yrði," segir í dómnum.

Ákærða (ökumanni fólksbifreiðarinnar) var ekki gerð sérstök refsing í málinu en honum var gert að greiða skipuðum verjanda sínum, kr. 180.000.- í málsvarnarlaun. Ákærði, (ökumaður fólksflutningabifreiðarinnar), var dæmdur til að greiða kr. 100.000.- í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, ella sæta 20 daga fangelsi. Þá var hann sviptur ökurétti í sex mánuði frá birtingu dómsins auk þess sem hann skal greiða skipuðum verjanda sínum kr. 180.000.- í málsvarnarlaun. Kostnaður af töku og greiningu blóðsýnis greiðist úr ríkissjóði. Ákærðu greiða annan sakarkostnað óskipt.

Dóminn kváðu upp héraðsdómararnir Erlingur Sigtryggsson, Arngrímur Ísberg og Hjörtur O. Aðalsteinsson.

bb.is | 30.09.16 | 13:49 14,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með frétt Fjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli