Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 21.12.2004 | 14:27Verðum við ekki að taka þau alvarlega?

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Menn eiga að vera heiðarlegir og segja hlutina eins og þeir raunverulega eru. Þess vegna eiga þeir sem vilja moka Reykjavíkurflugvelli burtu að segja söguna eins og hún er. Menn flytja ekki innanlandsflug frá Reykjavík og til Keflavíkurflugvallar. Verði Reykjavíkurflugvelli sópað burt eins og bráðabirgðaborgarstjórinn Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson oddviti VG í borginni segja, þá leggst innanlandsflug af í núverandi mynd. Það sem eftir stendur verður hvorki fugl né fiskur.

Séum við ekki lengur velkomin til Reykjavíkur með flugi, eins og nú heyrist mjög sagt, þá er ekki annað en að aðlaga sig því. Færa starfsemi sem tengist fluginu frá Reykjavík, bæta landsamgöngur, stytta leiðir og hefja jafnhliða flutning stjórnsýsluþjónustunnar í auknum mæli út í byggðirnar.

Því fyrr sem örlög Reykjavíkurflugvallar verða ráðin, því fyrr verðum við að hefjast um þetta handa. Þess vegna skiptir það okkur máli að vita hvort einhver innistæða sé fyrir hótununum. Manni er sagt að Alfreð Þorsteinsson sé hinn raunverulegi valdamaður í Reykjavíkurborg. Það er nauðsynlegt að hann svari þess vegna því hvort hann vilji ryðja flugvellinum burt.

Flugvallartengd starfsemi flyst með flugvellinum

Í tengslum við flug til Reykjavíkur dafnar ýmis konar þjónusta. Við höfum líka byggt upp viðurhlutamikla opinbera starfsemi í kring um flugið í landinu. Flugmálastjórn hefur hér um bil öll sín umsvif í Reykjavík. Hin ábatasama alþjóða flugumferðarstjórn er þar til húsa; vinnustaður fjölda fólks. Það hníga auðvitað öll rök að því að slík starfsemi verði flutt samfara flugvellinum.

Slíkt tekur vitaskuld tíma, kostar peninga og undirbúning. Verði það niðurstaða sveitarstjórnaryfirvalda í Reykjavík að úthýsa flugvellinum, verða íslensk stjórnvöld að fá tækifæri og tíma til þess að skipuleggja flugtengda opinbera starfsemi utan borgarinnar. Að öllum líkindum í nágrenni Keflavíkurflugvallar.

Uppstokkun opinberrar þjónustu

Ísland hefur haft þá sérstöðu að þjónusta hins opinbera er afar miðlæg. Stjórnsýslan er syðra. Stofnanir ríkisins eru þar staðsettar. Menn leggja leið sína til Reykjavíkur til þess að sækja þjónustu. Þar hefur Reykjavíkurflugvöllur gegnt lykilhlutverki. Verði flugvöllurinn lagður niður hljótum við að stokka spilin.

Þjónustu hins opinbera verður einfaldlega að dreifa betur um landið. Góð fjarskipti gera mikið gagn. En þau leysa engan veginn allan vanda. Þá blasir við að endurskipuleggja opinbera þjónustu. Slíkt ætti svo sem að gera hvort sem er. En með afnámi innanlandsflugs verður slíkt vitaskuld óhjákvæmilegt.

Hér er ekki einvörðungu vísað til þjónustu sem almenningur sækir. Heldur ekki síður þjónustu sem fulltrúar íbúa landsbyggðarinnar, kjörnir fulltrúar jafnt og embættismenn og margir fleiri þurfa nú að sækja suður í stofnanir og ráðuneyti. Það sjá allir að ekki gengur að hópar sveitarstjórnrmanna, embættismanna, fyrirtækjarekenda og annarra séu á akstri um landið þvert og endilangt tímunum saman, til þess að erindast.

Nauðsyn ekki lúxus

Af þessu má ráða að ákvörðun um að loka Reykjavíkurflugvelli og klippa þannig á innanlandsflug er ekkert smámál, né einkamál fáeinna. 400 þúsund manns eða nálægt því fara árlega um flugvöllinn. Högum allra þeirra yrði raskað ef flugvallarstarfsemin hyrfi. Þeir þurfa þá að leysa sín mál með öðrum hætti en nú er gert. Þessu fólki verður aldrei öllu stefnt út á vegina. Það sér hvert mannsbarn
Reykjavíkurflugvöllur er nefnilega enginn lúxus, eins og sagt var nýlega í útvarpinu. Hann er hrein nauðsyn. Helsta og fljótvirkasta leiðin til þess að lágmarka vandann sem afnám flugallarins felur í sér, er að stokka upp opinbera þjónustu, dreifa henni um landið og færa hana nær fólkinu sem þarf á henni að halda. Að því er rétt að fara að hyggja strax. Eða á ekki að taka hótanir Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur og Árna Þórs Sigurðssonar alvarlega?

Eða er kannski skynsamlegra að bíða eftir því að Alfreð sjálfur tali.

– Einar K. Guðfinnsson ekg.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli