Frétt

| 17.08.2001 | 14:36Slysahætta á horninu við Ísafjarðarkirkju?

Séð eftir Sólgötunni og inn að hringtorginu. Gangbrautin liggur yfir götuna rétt við afturendann á fólksbílnum. Vörubíllinn er að beygja inn á hringtorgið.
Séð eftir Sólgötunni og inn að hringtorginu. Gangbrautin liggur yfir götuna rétt við afturendann á fólksbílnum. Vörubíllinn er að beygja inn á hringtorgið.
Athygli Bæjarins besta hefur verið vakin á umhugsunarverðu atriði varðandi skipan mála við hið nýja og prýðilega hringtorg á Ísafirði. Áður voru gatnamót Sólgötu og Hafnarstrætis alveg við húsið Sólgötu 2 (rauða húsið með steintröppunum t.v. á myndinni) og Ísafjarðarkirkju (Sólgötu 1). Þar var stöðvunarskylda þótt fæstir hafi reyndar farið eftir því. Nú er aftur á móti góður spölur frá hinum gömlu gatnamótum og út á hringtorgið og lengist Sólgatan sem því nemur. Hins vegar liggur gangstéttin enn á sama stað yfir Sólgötuna þótt gatan sem hún lá meðfram sé farin.
Þetta býður hættunni heim. Fjöldi krakka fer þessa leið í skólann, ýmist gangandi eða hlaupandi eða á reiðhjólum. Ekki er lengur nein nauðsyn fyrir þá sem aka Sólgötuna að huga að bílaumferð á gatnamótum sem nú eru horfin og reyndar er stöðvunarskyldumerkið horfið líka. Samkvæmt heimildum blaðisins verður ekki slíkt merki þarna framvegis. Þjóðleiðin úr Bolungarvík og Hnífsdal og áleiðis inn í Djúp liggur um Sólgötuna og hefði aksturinn um þessa litlu götu talist nógu svínslegur þótt umræddar breytingar nú hefðu ekki komið til. Það vita starfsmenn H-prents ehf. og Bæjarins besta manna best. Fyrirtækið er til húsa að Sólgötu 9 sem er annað hús frá horni, þar sem bílar koma iðulega á þeim hraða inn í götuna að gangandi vegfarendur eiga fótum fjör að launa.

Nú halda bílar í gegnumakstri sínum sextíu kílómetra hraða, sumir hverjir, áfram yfir gangbrautina á horninu við kirkjuna og alveg út að hringnum. Þegar starfsmaður blaðsins skrapp út að taka myndina sem hér fylgir kom krakki á hjóli á syngjandi ferð ofan eftir gangstéttinni og þvert yfir Sólgötuna, rétt þar sem afturendinn á fólksbílnum er á myndinni. Vörubíllinn með hvítu stæðuna á pallinum er hins vegar í þann veginn að fara inn á hringinn á torginu og sést þannig hversu miklu lengri Sólgatan er orðin og hversu meira svigrúm ökumenn hafa fyrir sinn hraðakstur.

Úr því að hér er minnst á hraðakstur, þá vakti það óneitanlega athygli þeirra sem til sáu í hádeginu í dag, þegar gulur sportbíll með svörtum skáröndum á hliðinni spændi á ca. 70-80 km hraða framhjá leikskólanum við Eyrargötu á Ísafirði. Segja má að eitt sé að keyra eins og vitleysingur og annað að velja sér þennan stað til þess.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli