Frétt

bb.is | 21.12.2004 | 09:01„Taka þarf pólitíska ákvörðun um auknar hálkuvarnir“

Vegirnir milli Ísafjarðar og Súðavíkur annars vegar og Ísafjarðar og Bolungarvíkur hins vegar falla báðir í þriðja flokk.
Vegirnir milli Ísafjarðar og Súðavíkur annars vegar og Ísafjarðar og Bolungarvíkur hins vegar falla báðir í þriðja flokk.
Forstöðumaður þjónustusviðs Vegagerðarinnar segir að til þess að auka hálkuvarnir þurfi að taka pólitíska ákvörðun um auknar fjárveitingar til þess málaflokks. Hann segir að ýmsar hugmyndir hafi verið ræddar til að bæta hálkuvarnir og þær séu til skoðanir hjá vegamálastjóra og samgönguráðherra. Kostnaður við verulega bættar hálkuvarnir sé á bilinu 50-250 milljónir króna á ári á landinu öllu og upphæðin ráðist af því hversu mikið hálkuvarnir verða bættar. Að undanförnu hefur hálka á þjóðvegum verið vegfarendum mjög til trafala. Svo mjög hefur borið á aukinni hálku að dæmi eru um að fólki hefur verið ráðið frá því að aka Ísafjarðardjúp. Ástandið hefur einnig komið niður á umferð flutningabíla og tekur hver ferð þeirra oft mun lengri tíma en venjulega og hefur það í för með sér stóraukinn kostnað. Þá hafa orðið nokkur umferðarslys sem rekja má til hálku.

Björn Ólafsson forstöðumaður þjónustusviðs Vegagerðarinnar segir að flokkaskipting í vetrarþjónustu stofnunarinnar ráðist af vegalengdum á milli staða og umferð á hverri leið. Hann segir að umferð um Snæfellsnes sé t.d. mun meiri en um Ísafjarðardjúp og Barðaströnd og því séu vegir á þeim slóðum í lægri flokki hvað þjónustu varðar en á Snæfellsnesi.

Mikil breyting hefur orðið á veðurfari á undanförnum árum samhliða því sem umferð um þjóðvegina hefur stóraukist með minnkandi sjóflutningum. Aðspurður hvort þær breytingar hafi ekki kallað á breytingar á flokkun vetrarþjónustunnar segir Björn svo ekki vera. Sú breyting kalli ekki á breytingu á þeim gæðastaðli sem flokkunin sé byggð á. Hann segir að núverandi flokkun sé byggð á umferðartölum frá 1999. Að undanförnu hafi þessar forsendur verið skoðaðar og ýmsar tillögur verið ræddar sem séu til skoðunar hjá vegamálastjóra og samgönguráðherra. Björn segir endanlega ákvörðun um slíkar breytingar mótist af því hversu mikið fjármagn sé ráðstöfunar. „Það fjármagn sem við höfum til ráðstöfunar hverju sinni ræður því hvort þjónusta í hverjum flokki fyrir sig er aukin eða minnkuð“, segir Björn.

Björn segir að nýjustu tölur um umferð sem fyrir liggja kalli ekki á hækkun vega á Vestfjörðum um flokk. Í slíkri talningu er talinn hver bíll fyrir sig en ekki tekið tillit til þunga bílanna. „Menn eru auðvitað í meiri erfiðleikum á stórum bílum í hálkunni en aukning á umferð þungra bíla hefur orðið í öllum landshlutum“, segir Björn.

Hann segir breytingu síðustu ára í veðurfari hafa verið mjög hraða og valdið miklum erfiðleikum í starfi og þjónustu Vegagerðarinnar. Hann segir einnig að til þess að auka hálkuvarnir á þjóðvegum þurfi aukið fjármagn. „Við höfum metið það svo að auka þurfi fjárveitingar um 50-250 milljónir á ári til þess að bæta ástandið verulega. Það fer eftir því hvað menn setja markið hátt hversu há sú tala á endanum verður. Tæknilega er okkur ekkert að vanbúnaði að auka þjónustuna“, segir Björn.

Aðspurður hvort ekki hafi sparast miklir fjármunir í snjómokstri á undanförnum árum sem nýta megi í hálkuvarnir segir Björn svo ekki vera nema að hluta. „Það er mikill fastur kostnaður við snjómoksturinn sem við þurfum að standa skil á hvort sem mokað er eða ekki. Því eru ekki nægilega miklir fjármunir sem þarna geta færst á milli. Það er því eingöngu pólitísk spurning sem fjárveitingavaldið og yfirvöld samgöngumála í landinu verða að svara hvort auka skuli hálkuvarnir með tilheyrandi kostnaði“ segir Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustusviðs Vegagerðarinnar.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli