Frétt

| 16.08.2001 | 08:15Ekki frekari aðgerðir?

Í ritstjórnargrein í dag undir fyrirsögninni Ekki frekari aðgerðir? fjallar Morgunblaðið um málefni Íslandssíma, sem verið hafa til umræðu og athugunar í sumar. Í greininni segir m.a.:
Stjórn Verðbréfaþings Íslands hefur ákveðið að aðhafast ekkert frekar í máli Íslandssíma vegna afkomuviðvörunar félagsins frá 12. júlí sl. Verðbréfaþingið gerir í niðurstöðu sinni athugasemd við að við gerð útboðslýsingar fyrirtækisins hafi verið byggt á áætlun vegna Fjarskiptafélagsins Títans fyrir tímabilið apríl-desember þrátt fyrir að í byrjun maí hafi verið komnar fram upplýsingar sem bentu til þess að rekstraráætlanir Títans væru ekki byggðar á nægilega traustum forsendum.

Jafnframt telur stjórn Verðbréfaþings að forsvarsmenn Íslandssíma og Íslandsbanka hefðu átt að ganga úr skugga um að áætlanir Íslandssímasamstæðunnar væru grundvallaðar á nýjustu upplýsingum og endurskoða rekstraráætlanir í samræmi við þær.

Íslandssími var skráður á aðallista Verðbréfaþings Íslands 13. júní sl. eftir að stjórn Verðbréfaþings hafði veitt félaginu undanþágu frá skráningarskilyrðum sem sett eru af þinginu. Eitt af skilyrðum skráningar á þann lista er að fyrirtæki hafi að minnsta kosti þriggja ára rekstrarsögu. Íslandssími uppfyllti önnur skilyrði svo sem um 600 milljóna króna markaðsvirði og að hluthafar væru fleiri en 300. Meirihluti stjórnar VÞÍ var vanhæfur til að fjalla um skráningu Íslandssíma og komu varamenn inn í stjórnina sem tóku ákvörðun um að Íslandssíma yrði heimiluð skráning. Hæfi sumra þeirra mátti draga í efa.

Í afkomuviðvörun Íslandssíma frá 12. júlí eru tilgreindar þrjár ástæður fyrir lakari afkomu en gert var ráð fyrir: Kostnaður vegna gagnasambanda við útlönd og samtengigjalda hafi verið meiri en gert var ráð fyrir. Gengisþróun hafi verið móður- og dótturfélögum óhagstæð. Afkoma Títans hafi verið mun lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Í greinargerð sem Íslandssími sendi til Verðbréfaþings, að ósk þingsins, er vísað til þess að uppgjör fjarskiptafyrirtækja séu flókin og umfangsmikil og að upplýsingakerfi og verkferlar séu í uppbyggingu.

Þetta vekur spurningar um hvers vegna ekki var beðið með að sækja um skráningu á aðallista þar sem eitt af skilyrðunum er þriggja ára rekstrarsaga. Hefði ekki verið eðlilegra að óska eftir skráningu á vaxtarlista á meðan þessarar reynslu var aflað og þess beðið að þau kerfi sem væru í uppbyggingu yrðu tilbúin, m.a. vegna þess að slíkt skiptir máli til þess að hægt sé að fá glögga mynd af rekstri fjarskiptafyrirtækis?

Síðustu viðskipti með Íslandssíma voru á genginu 3,90 en útboðsgengi í hlutafjárútboði til almennings sem lauk 31. maí sl. var 8,75. Nemur lækkunin 55,4%. Hvort verðmat Íslandsbanka á Íslandssíma í útboðinu var raunhæft eður ei skal ósagt látið. En markaðurinn hefur látið í ljós skoðun sína og þrátt fyrir að stjórn Verðbréfaþings hafi tekið ákvörðun um að aðhafast ekkert frekar hefur Íslandssími beðið hnekki vegna þessa máls.

– – –

Af máli þessu má m.a. draga eftirfarandi ályktanir:

Upphafleg ákvörðun Verðbréfaþings um að veita Íslandssíma undanþágu var hæpin, svo að ekki sé meira sagt.

Fyrirtækið sjálft og Íslandsbanki, sem sá um útboðið, hafa ekki haft nægilega yfirsýn yfir rekstur þess og stöðu.

Almenningur, sem er hvattur til að leggja sparifé sitt í atvinnurekstur með kaupum á hlutabréfum, treystir á að aðilar máls hafi allar upplýsingar undir höndum og því megi byggja á því sem fram kemur.

Svo er bersýnilega ekki og hlýtur það að kalla á ákveðnari viðbrögð af hálfu Verðbréfaþings en felast í skýrslu þess um mál Íslandssíma.

Morgunblaðið

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli