Frétt

| 16.08.2001 | 00:43Mikil er ábyrgð netmiðla

Fjölmiðlar Íslands, ekki síst rannsóknar-blaðamennirnir á RÚV, hafa gert miklar og stórar uppgötvanir undanfarnar vikur. Þeir flettu ofan af Árna Johnsen og voru mærðir í öllum fjölmiðlum fyrir vikið. Gallinn við slíka frægð er hins vegar sá að maður fær seint nóg af henni. Nú þarf að finna ný og ný hneyksli. Og viti menn, hneykslismálin spretta upp eins og gorkúlur. Skyndilega finna rannsóknarblaðamenn klámsíður á öllum netmiðlum. Að vísu ekki á netmiðlunum sjálfum, heldur á tenglum sem þeir hafa yfir á aðrar síður. Fyrst varð vart við barnaklám á tengli frá útgáfufyrirtækinu Fróða. Honum var lokað. Þá kom skyndilega í ljós að strik.is voru líka að dreifa klámi, eða öllu heldur ungrithöfundurinn Mikael Torfason sem gert hefur margt til að hneyksla landann. Honum var lokað líka (tenglinum, ekki Mikael).
Nú hefur viðkvæmni landsmanna fyrir klámi ekki verið viðbrugðið hingað til. Og allra síst þeirra sem reka strik.is, enda birtast þar reglulega hjartnæm skrif frá atvinnukarlrembum úr blaðamannastétt (gott ef þeir eru ekki flestallir einkennisklæddir í leðurjakkanum sínum) þar sem gildi kláms fyrir mannsandann er tíundað. Öðru máli gegnir hins vegar um að birta tengla yfir á klámið. Einhvers staðar verður að draga mörkin.

Líklega gera menn sér þó ekki ljóst í hvílíkri hættu netmiðlar landsins eru gagnvart þessum ófögnuði. Þeir hafa nefnilega flestallir komið sér upp risavöxnum tenglasíðum þar sem tengt er á allt milli himins og jarðar. Enn fleiri tengla er að finna á heimasíðum svonefndra bloggara, sem koma sér upp heimasíðum til þess að tengja yfir á allt milli himins og jarðar. Hvað skyldu margir af þessum netdreifendum lesa gaumgæfilega allt efnið sem þeir tengja yfir á? Eru þeir búnir að fullvissa sig um að þar leynist hvergi klám? Nú er sjálfur Múrinn með tengil yfir á heimasíðu japanska kommúnistaflokksins, enda þótt enginn í ritstjórninni lesi japönsku. Er ekki verið að taka óþarfa áhættu með þessu? Hvað ef japönsku kommarnir hafa falið barnaklám einhvers staðar á heimasíðunni sinni?

Þessa stundina má reikna með því að barnaníðingar landsins séu að fínkemba netmiðlana í leit að barnaklámsíðum. Nema þá auðvitað að þeir láti sér nægja að opna eitthvað af hotmail-póstinum, þar sem ekki skortir tilboð frá Stacy, Tracy eða hvað sem þær heita nú allar, þar sem í yfirskrift bréfanna kemur fram að þau gæði sem verið er að koma á framfæri séu „barely legal“.

Rannsóknarblaðamennskan er hins vegar búin að draga fram í dagsljósið svo ekki verður um villst að ábyrgð netmiðla er mikil. Og samt höldum við áfram að beina lesendum okkar á netsíður, sem útilokað er að tryggja að feli ekki barnaklám einhvers staðar í skúmaskotum. Er ekki tími til kominn að hætta að tengja?

www.murinn.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli