Frétt

halfdan | 13.12.2004 | 14:17Konungur hins fátæka Svasilands kaupir 32 milljón króna bíl

Kóngurinn í Afríkuríkinu Svasilandi hefur keypt sér lúxusbíl fyrir 32 milljónir króna sem hefur vakið athygli þar sem mikil fátækt ríkir í landinu, þriðjungur íbúa reiðir sig á matvælaaðstoð og tíðni alnæmis er sú hæsta í heiminum. Atvinnuleysi í Svasilandi er 40% og 70% þjóðarinnar lifir á minna en einum dollara eða 63 krónum á dag. Í bílnum sem er af tegundinni Maybach er sjónvarp, DVD-spilari, 21 hátalara hljóðkerfi, ísskápur og þráðlaus sími. Mswati kóngur er 36 ára gamall og er sífellt í fréttum vegna þess hversu ríkmannlega hann lifir. Er hann hélt upp á 36 ára afmæli sitt í apríl bauð hann 10.000 manns í veislu sem kostaði 72 milljónir króna og var hann harðlega gagnrýndur fyrir að því er fram kemur á fréttavef BBC.

„Okkur finnst frábært að kóngurinn í Svasilandi hafi valið bíl frá okkur, þetta sýnir að vörurnar okkar eru orðnar mikils metnar. Þessi bíltegund er flottasta lúxusbifreiðin af öllum,“ sagði Fanyana Shiburi talsmaður DaimlerChrysler í Suður-Afríku. „Viðskiptavinir okkar eru útvalinn hópur, hinir ofurríku, kóngar og drottningar, olíufurstar, Norður-Afríkubúar og fólk sem hefur unnið mjög mikla peninga í happdrætti,“ bætti hann við. Einungis þrír aðrir sem búa í sunnanverðri Afríku eiga bíl af þessari tegund.

Það er slæmt að stjórn konungsins sé ekki fær um að forgangsraða á réttan hátt og gera hluti sem geta komið þjóðinni til bjargar, en hugsi einungis um hagsmuni einvaldsins og fjölskyldu hans,“ segir Nomthetho Simelane hjá háskóla Svasilands. Um 40% þjóðarinnar er smitaður af alnæmi.

Kóngurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að eiga 11 eiginkonur og tvær unnustur. Á síðustu árum hefur hann beðið þingið um 950 milljónir til að byggja hallir fyrir þær og 2,8 milljarða til að kaupa sér einkaþotu. Kröftug mótmæli á götum úti urðu til þess að hann varð að hætta við að kaupa þotuna.

bryndis@bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli