Frétt

mbl.is | 13.12.2004 | 08:16Vísbendingar um að mangan geti verið vörn gegn riðuveiki

Hugsanlegt er að mikið manganmagn í heyi á riðulausum bæjum miðað við riðubæi og fjárskiptabæi geti haft í sér nokkra vörn gegn riðu. Með fjárskiptabæjum er átt við bæi þar sem riða hefur komið upp en fé verið skorið niður og fengið heilbrigt fé í staðinn að tilskildum tíma liðnum. Komið hefur í ljós við rannsóknir á heysýnum á 47 bæjum að þéttni mangans í heyi frá bæjum á ósýktum svæðum var marktækt meiri en í heysýnum frá bæjum þar sem riða hefur komið upp. Þörf er frekari rannsókna til að skera úr um hvort gjöf mangans gæti seinkað uppkomu riðu hjá sauðfé.

Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknarhóps þeirra dr. Þorkels Jóhannessonar og Jakobs Kristinssonar, á rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, dr. Kristínar Bjargar Guðmundsdóttur og Sigurðar Sigurðarsonar, á rannsóknardeild yfirdýralæknis í dýrasjúkdómum á Keldum, og Tryggva Eiríkssonar á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins.

Rannsóknirnar eru framhald fyrri rannsókna og stóðu frá hausti 2002 fram í mars á þessu ári. Rannsakað var magn kopars og mangans í heyi, svo og virkni selens, sem einnig er málmur, í blóði áa og selen í heyi sem ærnar voru fóðraðar á.

Þorkell Jóhannesson sagði í samtali við Morgunblaðið að þær spurningar hafi vaknað hvort málmur í heyi, eins og t.d. mangan og selen, gæti hugsanlega tengst riðu. Þorkell segir að selenskortur sé þekktur um landið allt í sauðfé. Hafi hans fyrst orðið vart að marki eftir að beitarbúskapur lagðist mikið til af eftir 1960. Yfirleitt sé nægilegt selen í sauðfé á haustin eftir beit á fjalli þar sem féð hefur nærst á hægvaxandi plöntum. Á vorin, eftir að hafa verið á húsi allan veturinn, sé selenþéttni í blóði áa orðin lág og jafnvel við skortsmörk. Þorkell segir ekki vísbendingar um að selenskortur tengist uppkomu riðu en hann geti hins vegar valdið svonefndri hvítvöðvaveiki. Lýsir hún sér í skjögri, einkum hjá ungviði. Þá getur selenskortur einnig leitt til þindarslits og minni frjósemi.

Mun sterkari vísbendingar eru taldar um samband mangans í heyi og riðu. Kristín Björg Guðmundsdóttir tjáði Morgunblaðinu að rannsóknir þeirra hefðu sýnt marktækt meira mangan í heyi á bæjum og svæðum þar sem riða hefur ekki komið upp en á riðusvæðum. Mikið manganmagn gæti hindrað uppkomu riðu með því að hindra að smitefni hennar, hið sjúklega príonprótein, gæti borist frá þörmum í heila sauðfjár og sé því hugsanlega nokkur vörn í mangani. Kristín Björg segir þessar vísbendingar ekki hafa komið fram áður en nauðsynlegt sé að rannsaka þær í stærra úrtaki áður en unnt er að staðfesta þessar niðurstöður.

Sigurður Sigurðarson segir áhugavert að rannsaka frekar hvort eitthvað í umhverfinu geti verið ráðandi þáttur í riðuáhættu. Hann telur að kenningin um smitefni sé þó áfram í fullu gildi en spurning sé hvort einhver utanaðkomandi áhrif geti breytt virkni príonpróteina þannig að hún leiði til aukinnar áhættu. Þetta sé sérstaklega brýnt að rannsaka nánar á fjárskiptabæjum.

Rannsóknirnar eru hluti af Evrópuráðsverkefni og unnar á vegum embættis yfirdýralæknis. Þá hefur landbúnaðarráðuneytið veitt styrk til þeirra. Greint er frá þeim í nýlegu tölublaði búnaðarblaðsins Freys.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli